Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 28
FORSIÐUGREIN ISLAND HEFUR GODAIMYND - SEGIR BENEDIKT GUÐMUNDSSON Á SKRIFSTOFU SH í HAMBORG Kristján Hjaltason og Benedikt Guðmundsson. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur verið með söluskrif- stofu í Hamborg frá árinu 1981 og er markaðssvæði hennar fyrst og fremst V-Þýskaland. Aður hafði sölumálum á þessu svæði verið sinnt að heiman en frá því að söluskrifstofan í Ham- borg var opnuð hefur salan auk- ist jafnt og þétt. Við tókum hús á Benedikt Guðmunds- syni framkvæmdastjóra SH í Hamborg fyrir skömmu og báðum hann fyrst um að segja okkur nánar frá stærstu viðskipta- löndunum um þessar mundir. „V-Þýskaland er okkar langstærsta viðskiptaland en hér seldum við 9.700 tonn af fiski í fyrra en það er yfir 75% af sölu okkar á því ári. Af öðrum löndum má nefna Danmörku, en þangað seldum við rúmlega 2000 tonn í fyrra og Tékkóslóv- akíu, en sala þangað hefur verið mjög sveiflukennd á síðustu árum. Fyrsta árið, sem við störfuðum hér, voru seld rúmlega 4.500 tonn af fiski og var það 5.2% af heildarútflutningi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Smám saman hefur hlutdeild okkar aukist og nemur nú 13.2% af heildarsölu SH. Þannig er þessi V-Evrópumarkaður stöðugt að styrkjast og augljóst að með opnun A- Evrópu og sameiginlegum Evrópu- markaði mun skapast vaxtarrými sem miklu skiptir að við reynum að fylla út í.“ MESTSELTAF UFSA Fiskneyslu er öðru vísi háttað í Þýska- landi en t.d. í Bretlandi. Þjóðverjar kaupa fyrst og fremst af okkur ufsa og karfa en síðustu mánuði hefur eftirspum eftir þorski aukist. Ufsinn hefur þó afgerandi forystu og má nefna að fyrstu 4 mánuði þessa árs seldi skrifstofan í Hamborg 1.800 tonn af þeim fiski, 1.200 tonn af karfa, 950 tonn af þorski og 700 tonn af sfld. „Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs lofa mjög góðu hér í Evrópu. Við emm búnir að selja 5.312 tonn á þessum tíma og er það 25% aukning í magni talið miðað við sama tíma í fyrra. Hins vegar er verðið mun hærra en þá var og verðmætaaukn- ingin orðin um 50% á milli ára“, sagði Benedikt ennfremur. Kaupendur fisks hjá skrifstofu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Hamborg em fjölmargir eða 33 talsins, stórir og smáir. Mest af fiskinum fer til verksmiðjufyrir- tækja sem vinna tilbúna rétti úr blokkun- um, „beint á pönnuna". „Hins vegar emm við að þreifa fyrir okkur með markaðssetningu á sérstökum neytendapakkningum, sem unnar em í frystihúsum okkar heima á íslandi. Við byijuðum á þessu hér árið 1988 og tilraun- ir virðast lofa mjög góðu. Meginkosturinn við þetta er auðvitað verðmætaaukningin og ég er sannfærður um að ef okkur tekst að uppfylla þær miklu kröfur sem Þjóð- verjar gera í þessum efnum, geta skapast þarna miklir möguleikar í framtíðinni." ORMAMÁL ÚR SÖGUNNI Við inntum Benedikt álits á áhrifum ormamálsins svokallaða og hvort eitthvað eimdi eftir af þeirri neikvæðu ímynd sem þá hefði myndast af íslenskum fiski. „í upphafi leit það mál mjög illa út og vissulega datt fiskneysla nokkuð niður vegna þeirrar umpllunar. Hins vegar er ljóst að þetta mál er úr sögunni og það hefur gerst á skemmri tíma en maður þorði að vona. Sama er raunar að segja um áhrifin af hvalamálinu, sem reynt var að magna upp fyrir ekki löngu síðan. Fólk er ákaflega áhrifagjarnt þegar um matvæli er að ræða en það er líka fljótt að gleyma. Hér koma upp æsimál út af mat- vælum með reglulegu millibili og þess er ekki langt að minnast að fréttir af frostlegi í víni og of miklum hormónum í kjöti voru í II 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.