Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 33
HRAEFNISUPPSPRETTA
FRAMTÍÐARINNAR
- RÆn VIÐ ÓLAF JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRAICELAND SEAFOOD LTD. í HULL
Guðni Jónsson og Ólafur Jónsson.
Annað helsta markaðsfyrir-
tæki íslendinga varðandi frystar
sjávarafurðum í Evrópu er Ice-
land Seafood Ltd., en það var
stofnað árið 1980 sem sjálfstætt
félag og tók það við verkefnum
skrifstofu Sambandsins í Lon-
don. Það er í eigu Sambandsins
og frystihúsa þess hér á landi og
eru meginviðskiptalönd þess
Bretland, Þýskaland, Frakk-
land, Danmörk, Holland og
Belgía. Þessu markaðssvæði er
skipt upp á milli aðalskrifstofu
fyrirtækisins í Hull, skrifstof-
unnar í Hamborg, sem einkum
sér um Þýskaland og Danmörku
hvað markaðssetning snertir og
loks skrifstofu í Bologne í
Frakklandi. Er nánar skýrt frá
starfsemi þeirra skrifstofa ann-
ars staðar í blaðinu.
Framkvæmdastjóri Iceland Seafood
Ltd. í Hull heitir Ólafur Jónsson og er hann
með aðsetur þar. Auk Ólafs starfa á skrif-
stofunni í Hull þeir Ian Taylor sölustjóri og
Guðni Jónsson, sem sinnir framleiðslu- og
markaðsmálum og þrír aðrir starfsmenn.
Ólafur Jónsson var fyrst spurður
hvemig þróunin hefði verið í sölu afurða
frá því fyrirtækið tók sér aðalbólfestu í
þessari fomu fiskiborg. „Hún hefur verið
býsna hröð svo ekki sé meira sagt. Skrif-
stofan var flutt frá London til Hull. Bene-
dikt Sveinsson fékk það hlutverk að
byggja upp þetta nýja fyrirtæki og er
óhætt að fullyrða að hann hafi gert það
mjög myndarlega. Stýrði hann skrifstof-
unni þangað til Sigurður Á. Sigurðsson tók
við í ársbyrjun 1987 og hann hafði umsjón
með markaðsstarfinu þangað til ég kom
hingað sl. haust.
Þegar þetta fyrirtæki hafði starfað um 5
ára skeið var ákveðið að það tæki við allri
sölustarfsemi Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins í Evrópu. Um leið var skrifstofan
í Hamborg stofnuð. Loks settum við á
laggimar skrifstofu í Bologne í Frakklandi
haustið 1988 og má því segja að markað-
ssvæði Iceland Seafood Ltd. séu Efna-
hagsbandalagslöndin öll.
Tölur segja meira en mörg orð í þessum
efnum. Árið 1981, sem er fyrsta heila
starfsár Iceland Seafood Ltd. í Hull, seldi
33