Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 33
HRAEFNISUPPSPRETTA FRAMTÍÐARINNAR - RÆn VIÐ ÓLAF JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRAICELAND SEAFOOD LTD. í HULL Guðni Jónsson og Ólafur Jónsson. Annað helsta markaðsfyrir- tæki íslendinga varðandi frystar sjávarafurðum í Evrópu er Ice- land Seafood Ltd., en það var stofnað árið 1980 sem sjálfstætt félag og tók það við verkefnum skrifstofu Sambandsins í Lon- don. Það er í eigu Sambandsins og frystihúsa þess hér á landi og eru meginviðskiptalönd þess Bretland, Þýskaland, Frakk- land, Danmörk, Holland og Belgía. Þessu markaðssvæði er skipt upp á milli aðalskrifstofu fyrirtækisins í Hull, skrifstof- unnar í Hamborg, sem einkum sér um Þýskaland og Danmörku hvað markaðssetning snertir og loks skrifstofu í Bologne í Frakklandi. Er nánar skýrt frá starfsemi þeirra skrifstofa ann- ars staðar í blaðinu. Framkvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Hull heitir Ólafur Jónsson og er hann með aðsetur þar. Auk Ólafs starfa á skrif- stofunni í Hull þeir Ian Taylor sölustjóri og Guðni Jónsson, sem sinnir framleiðslu- og markaðsmálum og þrír aðrir starfsmenn. Ólafur Jónsson var fyrst spurður hvemig þróunin hefði verið í sölu afurða frá því fyrirtækið tók sér aðalbólfestu í þessari fomu fiskiborg. „Hún hefur verið býsna hröð svo ekki sé meira sagt. Skrif- stofan var flutt frá London til Hull. Bene- dikt Sveinsson fékk það hlutverk að byggja upp þetta nýja fyrirtæki og er óhætt að fullyrða að hann hafi gert það mjög myndarlega. Stýrði hann skrifstof- unni þangað til Sigurður Á. Sigurðsson tók við í ársbyrjun 1987 og hann hafði umsjón með markaðsstarfinu þangað til ég kom hingað sl. haust. Þegar þetta fyrirtæki hafði starfað um 5 ára skeið var ákveðið að það tæki við allri sölustarfsemi Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins í Evrópu. Um leið var skrifstofan í Hamborg stofnuð. Loks settum við á laggimar skrifstofu í Bologne í Frakklandi haustið 1988 og má því segja að markað- ssvæði Iceland Seafood Ltd. séu Efna- hagsbandalagslöndin öll. Tölur segja meira en mörg orð í þessum efnum. Árið 1981, sem er fyrsta heila starfsár Iceland Seafood Ltd. í Hull, seldi 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.