Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 45

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 45
um okkar og óskum og í sameiningu höfum við staðið fyrir vöruþróun og kynningu á Bacalao Islandia í þeim tilgangi að auka eftirspurn og neyslu saltfisksins á Spáni. Þetta starf hefur verið mjög árangursríkt og við vonum að gott samstarf verði áfram og okkur auðnist í sameiningu að hrinda í fram- kvæmd ýmsum af þeim áformum sem nú eru uppi og sem öll miða að því að styrkja íslenskan saltfisk í sessi.“ „Kynning á íslenskum saltfiski í seinni tíð hefur heppnast frábærlega. Það er með ólíkindum hvað heimsókn Lindu Pétursdóttur í fyrra vakti mikla athygli. Hún, ísland og íslenskur salt- fiskur fylltu fréttatíma sjónvarpsins og síður blaðanna dögum saman um allan Spán. Sama gilti um heimsókn Juans Carlos, konungs okkar, til ís- lands í fyrrasumar. Og nú er saltfisk- vikan í maí þannig skipulögð að allir tala um saltfisk og sjá hann frá nýjum hliðum. Við viljum koma því á framfæri við markaðinn að íslenskur saltfiskur hafi verið lagaður að þörfum nútímafólks- ins. Hefðin er auðvitað sterk en unga fólkið hugsar öðruvísi. Það vill fá fisk- inn tilbúinn til matreiðslu. Það vill ekki eyða miklum tíma í marteiðsluna eins og áður tíðkaðist. Og þá svörum við þessu með því að bjóða þeim salt- fiskinn til sölu tilbúinn til matreiðslu. Sama gildir um veitingastaðina. Þeir gera sínar kröfur og við bregðumst vel við þeim. Þetta snýst allt um að hafa tilfinningu fyrir markaðinum frá einum tíma til annars og bregðast já- kvætt við.“ SKYNSAMLEGT „Af þessum ástæðum er m.a. heppilegast að viss hluti lokafrá- gangsins fari fram hér í landi. Auk þess spila tollar inn í og vinnuafl á Spáni er ódýrara en á íslandi. Þess vegna kemur þetta betur út svona og svo bætist við að óskir neytenda eru mismunandi eftir landsvæðum og því væri mjög erfitt fyrir íslendinga að sinna lokafráganginum. Núverandi fyrirkomulag verkaskiptingarinnar er því það skynsamlegasta miðað við nú- verandi aðstæður." siávar frettir V Önnumstalhlida tækniráðgjöf vegna breytinga og nýsmíði á skipum. Bjóðum út verkin og aðstoðum við samningagerð. SKIPATÆKNW GRENSÁSVEG113 108 REYKJAVÍK SÍMI681610 TELEX 2146 Vantar þig aðgerðarkerfi? Klaki framleiðir aðgerðakerfi í allar tegundir fiskiskipa. ■© Gerum tillögur um fyrirkomulag og kostnaðaráætlun. Leitið upplýsinga. KLAKI Hafnarbraut 25 - 200 Kópavogur Sími 44225. Fax 44167 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.