Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 53

Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 53
ágætu samstarfi við USAir. Það felur í sér lægri sérfargjöld í tengiflugi fyrir farþega okkar og það felur í sér að SAGA CLASS farþegar okkar fljúga á fyrsta farrými hjá USAir. Síðast en ekki síst hefur þetta samstarf það í för með sér að USAir sýna okkar flug til Evrópu mjög greinilega á bókunarkerfum sínum." Hefur svona samvinna verið fyrir hendi áður í Atlantshafsfluginu? „Nei, hún hefur aldrei verið fyrir hendi áður. Sú samvinna, sem við höfum áður haft við bandarísk flugfélög, hefur verið mjög laus í reipunum. Við erum núna að gera svipað samkomulag við American West flugfélagið, sem er vaxandi flugfélag héma og flýgur aðallega frá Baltimore til vesturstrandarinnar. Það félag sér um af- greiðslu fyrir okkar farþega hér á Balti- more flugvelli.“ Hve oft í viku ætlið þið að fljúga hingað á BWI? „Við byrjum á því að fljúga fjórum sinn- um í viku í sumar. Næsta vetur ætlum við að halda uppi flugi hingað þrisvar sinnum í viku og síðan verður reynslan að leiða í ljós hvort við aukum tíðnina eða höldum sömu tíðni á flugi hingað." Hvemig hefur verið staðið að markaðs- setningu á flugferðum hingað til Bandaríkj- anna og þá aðallega til Baltimore? „Hvað varðar Baltimore þá höfum við undirbúið þessa flugleið mjög vel. Við byijuðum á því síðasta sumar að undirbúa okkur fyrir flug hingað. Við vomm síðan búnir að ganga frá öllum ráðningum á starfsfólki í mars síðastliðnum. Við höfum hér fleiri starfsmenn en við höfum haft áður í kringum flug til annarra borga hér í Bandaríkjunum en New York. Við réðum íslenskan stöðvarstjóra sem talar skand- inavísku og við réðum Gunnar Eklund sem svæðisstjóra okkar en hann er fyrrverandi svæðisstjóri SAS hér í Maryland. Svo höf- um við sölustjóra hér á svæðinu sem heitir Jonah Wheeler." Hvaða viðskiptavini er ætlunin að laða að með flugi hingað? „Við ætlum ekki að leggja megináhersl- una á hópa eins og við höfum stundum gert, heldur er fyrst og fremst ætlunin að laða að einstaklinga. Þá er ég bæði að tala um fólk, sem ferðast í frítíma sínum, og fólk sem ferðast í starfi og flýgur þá á dýrustu fargjöldum. Við ætlum að leggja mun meiri áherslu á þessa farþega, þ.e. farþega sem eru reiðubúnir að borga meira fyrir fargjöldin. Þetta þýðir samt VEIST ÞÚ Að það er lögboðin skylda að nota einungis löggiltar vogir við hverskyns verslun og viðskipti? Þetta er gert til að tryggja að rétt sé vegið og á engan hallað. Er vogin þín löggilt? Gættu að því! LÖGGILDINGARSTOFAN The lcelandic Bureau of Legal Metrology SlÐUMÚLA 13 - PÓSTHÓLF 8114 - (S-128 REYKJAVÍK SÍMI 91-681122 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.