Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Side 57

Frjáls verslun - 01.05.1990, Side 57
TOLVUR „ALÞJÓÐLEGITÖLVUHEIMURINN ER FEITUR OG HAMINGJUSAMUR“ SEGIR JÖRGEN HERLEVSEN, FORSTJÓRIHEWLETT PACKARD í DANMÖRKU. HANN SEGIR EINNIG AÐ TÖLVUFRAMLEIÐENDUR HAFIGR/ETT OF MIKIÐ Á LOKUÐUM EINKAKERFUM SEM BRÁTT HEYRA SÖGUNNITIL Fimm ár eru liðin síðan bandaríska stórfyrirtækið Hewlett Packard stofnaði útibú hér á landi. Fyrirtækið hefur nú gatslitið barnsskónum og af því tilefni héldu forráðamenn þess upp á fimm ára afmælið 4. og 5. maí síðastliðinn. Afmælið var haldið á Hótel Loftleiðum, þar sem Jörgen M. Herlevsen, for- stjóri HP í Danmörku og Islandi, hélt fyrirlestur um starfsemi fyrirtækisins. Herlevsen út- skýrði stefnu HP í tölvuheimin- um en á næstu árum mun fyrir- tækið leggja mikla áherslu á op- in tölvukerfi. Frjáls Verslun ræddi við Frosta Bergsson og Jörgen M. Herlevsen um afmæl- ið, tölvuþróun og rekstur úti- búsins hér á landi. Jörgen M. Herlevsen er þrautreyndur jaxl í tölvuheiminum. Hann er fæddur í smábænum Kolding í Danmörku og varð fimmtugur snemma á þessu ári. Her- levsen lagði stund á nám í sjóflutningum en stofnaði síðan fyrirtækið Larchmont í Danmörku ásamt tveimur öðrum. Þetta fyrirtæki smíðar og selur kappsiglinga- skútur og heitir í dag „Elvström Boats“. Herlevsen hefur ennþá gríðarlegan áhuga á siglingum og til gamans má geta að einn besti vinur hans er Dennis Conner, sem vann Ameríkubikarinn í siglingum á skút- unni „Stars & Stripes". Herlevsen varð reyndar Danmerkurmeistari í kappsigling- um árið 1964. Skömmu eftir það fór hann að vinna hjá IBM og vann þar við margvís- leg mikilvæg stjómunarstörf til ársins 1983, bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Þá fékk hann tilboð frá Digital Equipment Corp. og þar var hann í fimm ár, staðsett- Jörgen M. Herlevsen, forstjóri yfir HP í Danmörku og á íslandi. Herlevsen hefur verið í tölvubransanum í tæp tuttugu ár, fyrst hjá IBM, síðan hjá Digital og nú síðast hjá HP. Hann segir að þessi fyrirtæki séu óumdeilanlega fremst á sínu sviði í heiminum. TEXTI: BJARNI BRYNJÓLFSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.