Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 58
Nýja línan frá Hewlett Packard byggir á róttækum breytingum á tölvuumhverfinu. Nýbylgjan eða „Neð Wave“ hefur
náð miklum vinsældum úti í heimi. Hún var fýrst kynnt hér á landi á afmæli HP.
ur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Genf,
Sviss.
Herlevsen er tiltölulega nýkominn til
starfa hjá Hewlett Packard en 1. febrúar
1989 var hann settur sem forstjóri HP í
Danmörku og Islandi. Hann segir að eng-
inn vafi sé á því að þessi þrjú fyrirtæki séu
þau bestu á sínu sviði í heiminum. „Hvað
Karlmenn
þurfa líka
að hugsa
um húðina
Rakakrem sem mýkir og viðheldur réttu rakastigi. Róar
húðina eftir rakstur. Dregur úr áhrifum útfjólubláu
geislanna. Dregur úr rakatapi í flugferðum. Hentar öllum
húðgerðum.
SKINC DE - 24 HOUR MOISTURIZER
for men
Sölustaöir: Clara - Kringlunni og Laugavegi 15 / Sara - Bankastræti
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ / Sandra - Hafnarfirði / Apótek Vestmannaeyja
Apótek Ólafsvíkur / Boris Laugavegi 46
varðar tölvuheiminn og hátækni í rafeinda-
iðnaði eru þessi fyrirtæki leiðandi. En af
þessum fyrirtækjum er HP best að mínu
mati. HP leggur gífurlega mikla áherslu á
hágæði í framleiðslu sinni. Fólkið, sem
vinnur hjá HP, hefur einnig töluvert frelsi
til ákvarðanatöku og það leiðir til þess að
vinnuumhverfið hjá HP er einstakt. Ég
segi oft að ef danskt þjóðfélag virkaði eins
og HP þá væri viðskiptajöfnuðurinn okkur
í hag. Ef manni tekst að vekja áhuga fólks-
ins á afburðagæðum og því að veita við-
skiptavinunum alltaf það besta, sem völ er
á, þá verður maður einn af sigurvegurun-
um. Og það er einmitt þetta sem hefur
gert okkur kleift að ná þriðja sætinu á
íslenska tölvumarkaðinum. Við komum
inn á hann á réttum tíma og buðum við-
skiptavinum okkar upp á hagstætt verð
fyrir hágæðaframleiðslu. Þegar við kom-
um inn á íslandsmarkaðinn þá var fólk
héma tilbúið til þess að kanna nýja mögu-
leika,“ sagði Herlevsen.
Eins og gefur að skilja er HP á íslandi
aðeins lítill hluti af risavöxnum umsvifum
Hewlett Packard fyrirtækisins í heimin-
um. HP útibúið hér á landi velti 245 mill-
jónum króna á síðasta ári en vegna sam-
dráttar í viðskiptum með tölvur hér á landi
var fyrirtækið rekið nálægt núllpunktinum
í fyrra. Velta HP á heimsvísu var 12.160
milljónir dollara á árinu 1989 og jókst hún
þar með um 21% en á árinu 1988 velti
58