Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 40
SKRIFSTOFUTÆKI Sigurgeir Þórdarson, sölumadur hjá Árvík sf., stendur hér hjá Lanier 5.400 myndritanum sem er það fullkomnasta sem þeir bjóða. ARVIK S/F Fyrirtækið Árvík sf. er með umboð fyrir vörur frá bandaríska fyrirtækinu 3M sem er eitt af 30 stærstu fyrir- tækjunum þar í landi. Að sögn Sverris Einarssonar hjá Árvík er 3M með fag- fólk á sínum snærum sem vinnur að þróun og gerð nýjunga á ýmsum svið- um. Vörur, sem tengjast skrifstofu- haldi, eru eitt af því sem 3M hefur lagt áherslu á að þróa. Dæmi um smá- vöru, sem einn starfsmaður 3M fann upp, segir Sverrir vera litlu, gulu minnismiðana með líminu sem hafa viðloðun en límast ekki fast. Önnur hönnun er örþunn filma sem límd er á rúður og útilokar hitann frá sólarljós- inu ef stórir suðurgluggar eru á skrif- stofum og segir Sverrir að þannig mætti lengi telja. Annað bandarískt risafyrirtæki, Harris Corporation, og 3M samein- uðust fyrir nokkrum árum um skrif- stofutækjaframleiðsluna undir nafn- inu LANIER. Af skrifstofutækjum leggur Árvík mesta áherslu á myndrita frá Lanier og myndvarpa frá sama fyrirtæki og hefur Árvík, að sögn Sverris, kynnt nýjungar undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Árið 1989 fékk Lanier fyrirtækið bandarísku verðlaunin „NOMDA“ fyrir hönnun á nýjum myndrita sem ber nafnið Lanier 5400. Þetta tæki er hannað fyrir venju- legan ljósritunarpappír og sérstakt „ljósdíóð" er notað til að prenta á pappír með ljósritunaraðferð og fæst þannig skýrari mynd en áður hafði þekkst. Að sögn Sverris eru aðeins tíu ár frá því Árvík flutti inn fyrsta myndrit- ann sem kom hingað til lands. Þetta tæki var sett upp hjá Eimskip og kost- aði um tvær milljónir þá sem væru um tuttugu milljónir í dag. Eimskip leigði tækið af 3M. Núna kosta tæki með sömu möguleika um 70.000 krónur. Skjalaminni þessara tækja gerir það að verkum að hægt er að spara símakostnað þannig að ef mikil við- skipti eru við sömu fyrirtækin hér- lendis eða erlendis safnar myndritinn öllum bréfum sem senda á í fyrirfram ákveðinn tíma og sendir þau öll í einu. Sömuleiðis tekur skjalaminnið við öll- um bréfum sem rennt er í gegnum tækið og sér sjálft um að senda þau. Notandi þarf þá ekki að bíða eftir skjölum á meðan sending á sér stað. Lanier tækið gefur möguleika á að útiloka „ruslapóst“ en það eru auglýs- ingar sem sendar eru til fyrirtækja í gegnum myndrita og „loka“ oft tæk- inu þannig að önnur bréf ná ekki í gegn. Sverrir segir þetta vandamál vera gífurlegt í Bandaríkjunum og færast í vöxt hérlendis. Hann segir einnig að hægt sé að senda trúnaðar- mál á milli manna og hafa starfsmenn þá sérstakt leyninúmer og geta þá einir náð út bréfum sem stfluð eru persónulega á þá. 3M kynnti nýverið nýjung fyrir tölvur, svokallaða rafeindaglæru, sem hefur vakið geysilega athygli. Skjámynd tölvunnar kemur fram á ra- feindaglærunni sem myndvarpi færir síðan upp á tjald. Rafeindaglæran hef- ur 4913 litamöguleika og er tengjan- leg öllum tölvum. Þannig er hægt að vinna verkefni beint á tölvu og varpa því á tjald um leið. Á þann hátt sparast geysilegur tími frá því vinna þurfti öll línu- og súlurit o.s.frv. á plastglærur. Það allra nýjasta frá Lanier segir Sverrir vera skjalageymslukerfi. Sér- stakur skjalalesari yfirfærir myndir og skjöl á tölvutækt form. Geymsl- umiðillinn, sem framleiddur er af 3M, er lítill geisladiskur með geymslurými upp á 500mb. PÓSTUR 0G SÍMI Ein af þeim nýjungum, sem Póstur og sími kynnir um þessar mundir, er lítið stafrænt súnkerfi með 4 bæjarlín- um og 16 innanhússlínum, sem er sér- lega hentugt fyrir minni fyrirtæki. Að sögn Gylfa Más Jónssonar, tæknifræð- ings hjá Pósti og síma, bjóðast ýmsir möguleikar í þessu kerfi sem aðeins hafa verið fáanlegir í stærri einkasím- stöðvum, t.d. að hægt sé að tengja bæði sflna og PC tölvu við sömu stöð- ina. Sflnstöðinþjónar þá sem skiptistöð fyrir allan tal- og gagnaflutning innan viðkomandi fyrirtækis. Ennfremur kynna þeir nú 4 nýjar gerðir af myndritum sem eru mun ódýrari en þau tæki sem þeir hafa áður boðið. Að sögn Gylfa hefur orðið mikil verðlækkun á myndritum á und- anförnum mánuðum, jafnframt því sem tækin verða fullkomnari. Að sögn Gylfa Más mun Póst- og símamálastofnunin hefja nýja þjón- ustu í byrjun næsta árs, svokallaða X-400 gagnahólfaþjónustu. Nýr al- þjóðlegur staðall, X-400, opnar möguleika til samskipta milli tölva mismunandi framleiðenda, en vand- kvæði hafa verið á því fram að þessu. Gagnahólf gera notendum kleift að skiptast á hvers konar tölvugögnum, þ.e. tölvutækum upplýsingum, s.s. textum, myndum, viðskiptaskjölum 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.