Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 54
IMYND að allir starfsmennirnir taki þátt í því átaki. Forsvarsmenn fyrirtækja eru nefnilega farnir að gera sér grein fyrir því að klæðnaður starfsfólksins skipt- ir oft jafn miklu máli fyrir ímynd fyrir- tækisins og innréttingar skrifstof- anna. Það þarf að vera heildarsvipur yfir því sem viðskiptavinurinn sér þegar hann kemur inn í fyrirtækið. Ég hef t.d. unnið töluvert með starfsfólki íslandsbanka en forsvarsmenn bank- ans fengu ungan fatahönnuð, Guð- rúnu Hrund Sigurðardóttur, til að hanna einkennisklæðnað á starfs- menninna. í því tilfelli var hönnuð fleiri en ein tegund af klæðnaði, þ.e. dragtir, skokkar, kjólar, samfesting- ar, jakkaföt og blússur og skyrtur í ýmsum útgáfum og unnið var út frá merki fyrirtækisins, þ.e. bláu, grænu og gulu. Það er einmitt svo mikilvægt að gera ráð fyrir að sama sniðið klæð- ir ekki alla því fólk er svo mismunandi í vextinum. Það er samt hægt að hafa heildarsvip á einkennisklæðnaðinum eins og hefur tekist í tilfelli íslands- banka. Mitt hlutverk er að ráðleggja fólki hvaða snið fari því best og hvaða fylgihlutir passi með.“ SAMRÆMDIR LITIR Ásbjörn Björnsson í fataverksmiðj- unni Fasa er sammála Önnu um að fatnaður starfsfólks þurfi að vera í samræmi við heildarímynd fyrirtæk- isins. Fasa hefur starfað í sjö ár og segir Ásbjörn að hlutverk þeirra hafi breyst töluvert frá upphafi og séu þeir nú með eigin saumastofu og 25 manns í vinnu. „Við höfum sérhæft okkur í einkennisklæðnaði og starfsmanna- búningum en tökum líka að okkur að sauma fyrir einstaklinga," segir Ás- björn. „Við saumum mikið fyrir banka, hótel, ferðaskrifstofur, Póst og síma, Flugleiðir o.fl. Yfirleitt eru verkefnin unnin þannig að við erum fengin til að koma á vinnustaðina og hitta fólkið sem við eigum að sauma á í því umhverfi sem það vinnur í. Síðan fæðast hugmyndirnar í samráði við fulltrúa frá starfsfólkinu. Tekið er tillit til lita á innréttingum, lita í merkjum fyrirtækjanna o.s.frv. Það er orðin algeng sjón að sjá sömu liti í innrétt- ingum, fatnaði starfsfólksins, möpp- um, sem unnið er með, og litum á veggjum. Allt þetta miðar að því að gera ímynd fyrirtækisins sem nútíma- legasta og sem mest traustvekjandi. Annar kostur við samræmdan klæðn- að starfsmanna á stórum vinnustöð- um er án efa sá að hann kemur í veg fyrir meting í klæðaburði meðal starfsfólks. Aðstæður eru svo mis- munandi hjá hverjum og einum. Sum- ir geta leyft sér að mæta í nýjum föt- um nánast daglega sem skapar leiðin- legan anda ef samstarfsmanneskjan getur það alls ekki,“ segir Ásbjörn að lokum. I f'*'i kótel SELFOSS Eyrarvegi 2, sími 98-22500 Leigjum út, allt að 400 manna sali fyrir ráðstefnur, fundi og árshátíðir. Aðstaðan er fyrsta flokks og við leggjum metnað okkar í góðan mat og lipra þjónustu. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.