Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 35
Móttaka rafhlaðna og annarra spilliefna er þegar hafin við Dalveg í Kópa- vogi. Öll slík móttaka verður í Gufunesi frá 26. apríl. grein fyrir þeim kostnaði sem leiðir af söfnun og förgun sorps. Með starf- rækslu Sorpu verður hér breyting á. Það er dæmigert fyrir ástandið að við stórar verslunarmiðstöðvar er ekki gert ráð fyrir búnaði til að minnka rúmmál þess sorps sem þar fellur til. Menn geta ímyndað sér allt það magn af pappakössum, vörubrettum og öðru rusli sem fellur til daglega við hafnir eða í stórum vöruhúsum. Þessu er í dag fleygt í gáma og hundr- uð flutningabíla aka því fleiri kílómetra — bflar með fullan farm af lofti! Ögmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Sorpu taldi nauðsyn- legt að forráðamenn atvinnulífsins gaumgæfðu kostnaðarliði eins og þessa. „Gámaþjónustufyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu veita ágæta þjónustu og sennilega eru 400-500 gámar í stöðugum flutningum um allt svæðið. Fyrirtækin verja verulegum íjármunum í þessa þjónustu og þegar þau þurfa nú að auki að greiða fyrir hvert tonn, sem til okkar kemur, hljóta þau að leita leiða til að minnka rúmtak úrgangsins og stuðla þar með að lægri flutningskostnaði á hvert tonn.“ TAKMÖRKUM ÚRGANGINN! En betur má ef duga skal. Söfnun og losun hvers konar úrgangsefna kostar verulega fjármuni og fyrirtæk- in hljóta í vaxandi mæli að líta á allt framleiðsluferli sitt og leita leiða til að sem minnst fari til spillis. Það kostar nefnilega að losa sig við hvert kfló sem lendir í ruslagáminum. Iðntæknistofnun hefur komið á fót sérstakri Umhverfisdeild, en starfs- menn hennar eru til þjónustu og ráð- gjafar fyrir fyrirtæki sem vilja efla mengunarvarnir sínar. Æ fleiri rekstraraðilar gera sér grein fyrir því að lágmörkun úrgangsefna frá þeim felur í sér beinan spamað og um leið betri markaðsstöðu. Þess vegna er við því að búast að úrbætur í um- hverfismálum fyrirtækja verði meira á döfinni. Ráðgjafar Iðntæknistofnun- ar munu veita þjónustu í þeim efnum. Aður var minnst á nauðsyn þess að menn skoðuðu allt framleiðsluferlið til að draga úr myndun úrgangs. Hreinsitæki og annar búnaður á loka- stigi eru aldrei fullnaðarlausn. Eða eins og einn ágætur umhverfisvemd- armaður orðaði það: „Það er ódýrara að bólusetja gegn sjúkdómnum held- ur en fjölga sjúkrahúsunum!" Fyrir- byggjandi aðgerðir skila mestum ár- angri og þær kosta einfaldlega minnst. í frétt frá Iðntæknistofnun segir m.a. að markmið þeirrar þjónustu, sem Umhverfisdeildin býður fyrir- tækjunum, sé að koma af stað innra eftirliti í fyrirtækjum sem leiði til lág- mörkunar úrgangsefna. Þá er farið yfir þætti eins og þessa: Innkaupa- venjur skoðaðar. Athugað hvort hægt sé að nota minna skaðleg efni en þau sem notuð hafa verið. Athugað hvort hægt sé að nota minna magn af þeim efnum sem þarf að nota. Litið á söfnun og meðferð spilliefna innan fyrirtækisins og loks veittar leiðþein- ingar um hvar hægt sé að fá frekari upplýsingar um einstök mál. Þeir, sem áhuga hafa á þessari þjónustu, geta snúið sér til Guðjóns Jónssonar, deildarstjóra hjá Iðntækn- istofnun, en síminn þar er 91-687000. Pappír er mjög fyrirferðarmikill í heimilissorpinu. Nú tekur Sorpa á móti dagblöðum og öðru sem til fellur á heimilum. Fer það utan til endurvinnslu. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.