Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 50
£ BSMI^^^^^^^^^M HmL— — ^¦iihiMÍ IémV ^ai ~~~^F-1-"^"ff —Ý ~\ ^sSHp^^ jj |n 'yBft^nn^ /W ¦ flf^* ¦MJJl^-l ^^^^^ J Hækkun afturhlutans gefur bílnum nýtískulegri svip, á þátt í því að bíllinn eyðir innan við 10 lítrum á hundraðið á langkeyrslu með því að minnka vindviðnám, stækkar farangursrýmið úr 389 í 405 lítra og lækkar þröskuld- inn um 12 sm. getur undirritaður staðfest að þessi búnaður virkar ótrúlega vel. AKSTURSEIGINLEIKAR Volvo 960 er, sem betur fer að mati undirritaðs, með vélina frammi í og drifið á afturhjólunum. Þessari grundvallarhönnun fylgja vissir ókostir sem sjálfskiptingin (W-pró- grammið) og sjálfvirkra driflæsingin draga verulega úr þannig að kostirnir verða miklu meiri, a.m.k. íbílafþess- ari stærð og þyngd. Kostirnir eru fyrst og fremst þægilegri hreyfingar bílsins, fyrirfram ákveðin hegðun undir miklu álagi, minna veghljóð og þægilegra stýri. í 960 er nýi liðöxullinn að aftan sem kom fyrst í 760 bílnum. Liðöxullinn, gagnstætt stífa afturöxlinum sem er áfram í 940 bílnum, gefur hvoru aftur- hjóli sjálfstæða fjöðrun og um leið aukið veggrip á miklum hraða. Gormafjöðrun er á fram- og afturhjól- um. Með liðöxlinum verða hreyfingar bflsins þægilegri, einkum fyrir far- þega í aftursæti. Volvo 960 er með þessa dæmi- gerðu evrópsku aksturseiginleika og minnir að mörgu leyti á nýja BMW 520 og 525. Volvoinn er þó heldur mýkri. Það finnst greinilega þegar ek- ið er á litlum hraða á slæmu malbiki. Hafi Volvo einhvern tímann þótt leið- inlegur í stýri þá er 960 algjör undan- tekning - þessi bfll er rásfastur og stöðugur, stýrið er „hæfilega þungt" án þess að vera þungt eða of létt og bfllinn snýr á hring með innan við 10 metra þvermáli sem er betra en ger- ist með marga minni bfla. Veltistýri og margvíslegir stillimöguleikar á framstólum gera það að verkum að mjög vel fer um bílstjórann sem getur ekið um langan veg án þess að þreyt- ast. LUXUSINNRETTING Volvo 960 fæst með tvenns konar innréttingu, annars vegar skinn- klæddri en hins vegar plussklæddri. Framstólarnir eru með upphituðum sessum og fást með hand- eða rafstill- ingu. Rafknúin sóllúga er staðalbún- aður ásamt gífurlega öflugu mið- stöðvar- og kælikeríi sem hægt er að láta halda stöðugu völdu hitastigi í bflnum á sjálfvirkan hátt. Með bflnum kemur hljómflutnings- kerfi, m.a. með diskaspilara (6 diska geymsla í skottinu), sem mér fróðari menn um þess háttar búnað sögðu frábært. Mælaborðið er nýtt af nál- inni. í fljótu bragði er ekki að sjá mik- inn mun á því og mælaborðinu í 760. Hins vegar er munurinn mikill þegar það er borið saman við mælaborðið í 740, sérstaklega eru línurnar ávalari og mýkri. SAMKEPPNIN Volvo 960 mun keppa á markaðn- um við BMW 600/700 og Mercedes- Benz 300. I fljótu bragði kann verðið að virðast svipað. Við nánari skoðun kemur í ljós að Volvo 960 er með alls konar aukabúnað innifalinn í verði sem greiða verður fyrir sérstaklega í öðrum bflum. í því sambandi má nefna sóllúgu, ABS-bremsur, driflæsingu, 4ra gíra sjálfskiptingu, veltistýri, sjálfvirkan hraðastilli, skinnáklæði, upphituð sæti, innbyggðan loftpúða í stýrishjóli, sem blæs upp við árekst- ur, innbyggðan barnabflstól í afturs- æti, álfelgur o.fl. T.d. lætur nærri að fullbúinn Volvo 960 fáist fyrir svipað verð og greiða þarf fyrir „fokheldan" Mercedes-Benz 300. Nú er rætt um „innrás" Japana á sk. lúxusbflamarkað, sérstaklega í Bandaríkjunum. Bæði Toyota og Nissan bjóða nú bfla sem margir bfla- sérfræðingar telja að gefi Mercedes- Benz ekkert eftir hvað gæði snertir. Um réttmæti þess mats má sjálfsagt deila. Á hinn bóginn er ljóst að jap- anskir fjöldaframleiðendur vandaðra „vísitölubfla" standa að því leyti verr að vígi en Volvo að þeir eiga eftir að skapa réttu ímyndina - þeir eiga eftir að sannfæra kaupendur lúxusbfla um að japanskur bfll geti verið eftirsókn- arverður sem stöðutákn. Volvo hefur verið stöðutákn svo árum skiptir, að vísu dálítið mismunandi mikið eftir löndum og ef til vill eftir þjóðfélags- hópum. Aftur á móti hefur Volvo alltaf vantað herslumuninn til þess að vera talinn fullgildur keppinautur á markaði fyrir lúxusbfla. Með 960 er enginn vafi á því að Volvo fyllir þann flokk. Að mati undirritaðs er enginn vafi á því að Volvo 960 mun reynast skæður keppinautur m.a. vegna þess að tæknilega fullkomnari forstjórabfl er vandfundinn fyrir 4 milljónir króna, bíllinn er mjög rúmgóður og þægileg- ur, sænsk smíði og tækni eru viður- kenndar fyrir gæði, Volvo er í farar- broddi hvað varðar umferðaröryggi og umhverfisvernd, þjónusta er fáan- leg um allt land og endursöluverð Volvo bfla er með því hæsta sem ger- ist. ;:;.......i...........:.......:;...........m......:......;i;:..........;;...........:......;i......:........:.......II..............:.....<..............;...........:............sl.....;:: 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.