Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 20
FORSIÐUGREIN Uppbygging gæðakerfis á Iðntæknistofnun hefur staðið yfir í nokkurn tíma eða frá því ákvörðun þar um var tekin sl. sumar. Hefur verkefnið gengið samkvæmt áætlun og mark- miðið er auðvitað að gera bet- ur, auka framleiðni innan stofnunarinnar og bæta þjón- ustuna. „Við sáum einfaldlega að markað- urinn hér á landi mun þurfa að upp- fylla alþjóðlega staðla sem tengjast þeirri þjónustu sem við erum að veita. Það þýðir að til þess að við getum veitt þessum fyrirtækjum þjónustu varðandi prófanir og eftir- lit, verðum við að hafa vottuð gæða- kerfi. Þess vegna var tekin ákvörð- un um uppbyggingu gæðakerfis á Iðntæknistofnun“, sagði Páll Kr. Pálsson forstjóri í samtali. Strax í upphafi var samin gæða- stefna fyrir stofnunina. Hópar starfsmanna hafa haft hana til hlið- sjónar við markmiðasetningu í hverjum starfshópi fyrir sig. Gæð- astefnan var samin í samræmi við ISO staðla. Ætlunin er að koma á gæðakerfi á stofnuninni fyrir 1. nóv- ember á þessu ári. „Það má segja að upphaflegur til- gangur þessa átaks hafi verið sá sem ég lýsti, þ.e. að vera í stakk búin að veita þá þjónustu sem við ÞURFUM AÐ MÆTA AUKNUM KRÖFUM RÆTT VIÐ PÁL KR. PÁLSSON FORSTJÓRA IÐNTÆKNISTOFNUNAR viljum veita og sýna fram á að við værum með vottuð gæðakerfi. Við nánari skoðun fórum við að kanna hverju vottað gæðakerfi á svona stofnun gæti skilað okkur í rekstrin- um. Niðurstaðan er svipuð og al- mennt gerist í öðrum fyrirtækjum, m.a. bætt verkstjórn, betra skipu- lag aðfanga, markvissari vinnu- brögð og aukin framleiðni. Allt þetta eflir fyrirtækið og treystir stöðu þess á markaðnum", sagði Páll Kr. Pálsson forstjóri. Hann lagði á það áherslu að þessi þróun í íslenskum fyrirtækjum væri rétt að hefjast. „Ég bind hins vegar miklar vonir við gæðastjómunina en tel að hún muni fara hægt af stað en að margfeldisáhrifin muni segja fljótt til sín. Ég get tekið dæmi af stóru fyrirtæki eins og ísal. Þar eru menn að fá vottað gæðakerfi sem leiðir það af sér að þeir gera sömu kröfur til allra sinna birgja. Þannig mun það gerast á tiltölulega skömmum tíma að fá en stór fyrirtæki ríða á vaðið og áður en varir hafa tugir og hundruð fyrirtækja fylgt í kjölfarið. Ég spái því að stærri þjónustufyrirtæki muni leggja mikla áherslu á vottuð gæðakerfi en að framleiðslufyrir- tæki, t.d. í sjávarútvegi, sjái sig knúin til að taka upp þessi vinnu- brögð,“ sagði Páll Kr. Pálsson að síðustu. móti en hafa sama tilganginn: Að auka gæðin. Það er m.a. gert með umbót- um í rekstri, vörustjórnun og mikilli áherslu á að virkja alla starfsmenn til átaka. Eins og áður sagði hafa Japanir náð þjóða lengst í gæðastjómun og á síð- ustu árum hafa Bandaríkjamenn fylgt fast á eftir. Við þetta hefur skapast samstaða meðal Evrópuríkja um að- gerðir og birtast þær m.a. í sameigin- legum innri markaði þeirra í lok árs 1992. Þar með telja menn sig geta náð auknuhagræði, bætt samkeppnistöð- una gagnvart öðrum mörkuðum og spomað gegn vaxandi áhrifum efna- hagssvæða eins og Japans og Banda- ríkjanna. Forsenda þess að hægt sé að versla frjálst milli landa, eru sam- ræmdar kröfur um eiginleika var- anna. Smám saman hafa því þróast staðlar á vegum EB og EFTA og er þá stefnt að því að gera alþjóðastaðla að þjóðarstöðlum í löndum samtak- anna en semja sérstaka Evrópustaðla þar sem á vantar. í kjölfarið hefur svo Evrópubandalagið sett fram stefnu um heildaraðferð við vottun og prófun þar sem sýnt er fram á að vörur og þjónusta fullnægi settum kröfum og að réttir vottunaraðilar lýsi því yfir að svo sé. KRAFA Á ALÞJÓÐAMARKAÐI í heildaraðferð Evrópubandalags- ins við vottun og prófanir er lögð mikil áhersla á gæðakerfi. Gæðastaðlarnir ISO 900x voru samþykktir árið 1987 og á síðustu árum hefur sú krafa auk- ist í Evrópu að framleiðendur leggi fram vottorð um að gæðakerfi þeirra samræmist þessum stöðlum. Hvað íslensku fyrirtækin varðar gerist það æ algengara að þau séu krafin um vottuð gæðakerfi, sérstaklega þau sem framleiða vörur til útflutnings. Jóhannes Þorsteinsson er for- stöðumaður staðladeildar Iðntækni- stofnunar íslands, en hún fer með yfirstjóm staðlamála hér á landi. Hann sagði í samtali við Frjálsa versl- un að nú væri verið að ljúka við að þýða ISO 900x staðlana á íslensku og aðlaga þá aðstæðum hér. Hann sagði ljóst að með aukinni þátttöku íslend- inga í alþjóðaverslun ykjust kröfur um vottuð gæðakerfi héðan og því hlytu 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.