Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 14
í ' : FRETTIR VOLVO SAMSTEYPAN: BOTNINUM NAÐISVIÞJOD? Þann 5. mars sl. var sameiginlegur ársreikn- ingur Volvo samsteypunn- ar fyrir árið 1990 birtur eftir að hafa verið lagður fram á aðalfundi í Gauta- borg. Eins og við var búist hefur talsverður sam- dráttur orðið í sölu og heildarsölutekjur dregist saman um 4%. Samanlagt minnkaði salan 1990 um 16% í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Svíþjóð. Þótt hagnaður sé af öllum öðrum greinum starfsem- innar en fólksbílafram- leiðslu er hann talsvert minni en árið á undan eða um 13,7 milljarðar ísl. kr. (Var 67,6 milljarðar árið 1989). Tap á fólksbíla- framleiðslunni var um 8,4 milljarðar ísl. kr. Aðalforstjóri Volvo, Christer Zetterberg er þeirrar skoðunar að nú sé botninum náð í efnahags- lægðinni, sem staðið hefur í Svíþjóð, og að þær skipu- lögðu aðgerðir, sem beitt hefur verið til að draga úr reksturskostnaði hjá Vol- vo, muni skila samsteyp- unni auknum hagnaði upp á 29 milljarða ísl. kr. árin 1991 og 1992. Það er einnig talið ýta undir bjartsýni hjá stjóm- endum Volvo að sérstök upplýsingaherferð og auk- ið aðhald innan fyrirtækj- anna, sem hófst sl. haust, hefur dregið úr strafs- mannaskiptum og vem- lega úr fjarvistum starfs- manna vegna veikinda. Sænsk tímarit hafa ný- lega birt myndir af nýja bílnum, Volvo 850, en kostnaður við að hefja framleiðslu hans er þegar orðinn um og yfir 10 milljarðar ísl. kr. Af mynd- Hagur Volvo fer batnandi í Svíþjóð. unum að dæma er bíllinn gamaldags í útliti, mjög líkur Volvo 740 nema minni um sig. Sérfræð- ingar spá því að Volvo 850 muni ekki fjölga kaupend- um Volvo bíla heldur nái hann einungis að höfða til tryggs kaupendahóps. Ef svo er em það veruleg vonbrigði því Volvo 850 er bíllinn sem átti að marka kaflaskil hjá Volvo. I þessu tölublaði Frjálsrar verzlunar er fjallað ítarlega um Volvo - stærsta fyrirtæki á Norð- urlöndum og kemur þar ýmislegt fram sem ekki er fjallað mikið um í fjölmið- lum dagsdaglega. Meðal þess sem fjallað er um er hinn nýi og glæsilegi for- stjórabíll, Volvo 960. SAGA FILM hf.: PETUR H. BJARNAS0N FRAMKVÆMDASTJORI Pétur H. Bjarnason hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Saga Film hf. Hann lauk námi frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1983. Pétur var markaðsstjóri Hörpu hf. á ámnum 1984 til 1987 en tók þá við starfi framkvæmdastjóra hjá AUK hf., Auglýsingastofu Krístínar, og gegndi því starfi þar til í október á síðasta ári. Þá hóf hann störf hjá Saga film hf. og var svo nýlega ráðinn framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Saga film hf. var stofn- að árið 1978. Fyrirtækið hefur á þessum tíma framleitt nokkur þúsund sjónvarpsauglýsingar, framleitt kvikmyndir, sjónvarpsþætti, kynning- armyndir og heimildar- myndir fyrir ýmis fyrir- tæki og stofnanir. Saga Film hf. hefur á síðari ár- um einnig tekið að sér verkefni erlendis. Pétur H. Bjarnason fram- kvæindastjóri Saga Film. MISTÖK LEIÐRÉTT í 2. tbl. Frjálsrar versl- unar urðu þau mistök að rangt var farið með nöfn frambjóðenda Sjálfstæð- isflokksins í Austur- landskjördæmi í grein um horfur í komandi kosn- ingum. Hið rétta er að Egill Jónsson skipar efsta sæti listans og Hrafnkell Jóns- son er í öðru sæti. Hlutað- eigandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mis- tökum. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.