Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 14

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 14
í ' : FRETTIR VOLVO SAMSTEYPAN: BOTNINUM NAÐISVIÞJOD? Þann 5. mars sl. var sameiginlegur ársreikn- ingur Volvo samsteypunn- ar fyrir árið 1990 birtur eftir að hafa verið lagður fram á aðalfundi í Gauta- borg. Eins og við var búist hefur talsverður sam- dráttur orðið í sölu og heildarsölutekjur dregist saman um 4%. Samanlagt minnkaði salan 1990 um 16% í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Svíþjóð. Þótt hagnaður sé af öllum öðrum greinum starfsem- innar en fólksbílafram- leiðslu er hann talsvert minni en árið á undan eða um 13,7 milljarðar ísl. kr. (Var 67,6 milljarðar árið 1989). Tap á fólksbíla- framleiðslunni var um 8,4 milljarðar ísl. kr. Aðalforstjóri Volvo, Christer Zetterberg er þeirrar skoðunar að nú sé botninum náð í efnahags- lægðinni, sem staðið hefur í Svíþjóð, og að þær skipu- lögðu aðgerðir, sem beitt hefur verið til að draga úr reksturskostnaði hjá Vol- vo, muni skila samsteyp- unni auknum hagnaði upp á 29 milljarða ísl. kr. árin 1991 og 1992. Það er einnig talið ýta undir bjartsýni hjá stjóm- endum Volvo að sérstök upplýsingaherferð og auk- ið aðhald innan fyrirtækj- anna, sem hófst sl. haust, hefur dregið úr strafs- mannaskiptum og vem- lega úr fjarvistum starfs- manna vegna veikinda. Sænsk tímarit hafa ný- lega birt myndir af nýja bílnum, Volvo 850, en kostnaður við að hefja framleiðslu hans er þegar orðinn um og yfir 10 milljarðar ísl. kr. Af mynd- Hagur Volvo fer batnandi í Svíþjóð. unum að dæma er bíllinn gamaldags í útliti, mjög líkur Volvo 740 nema minni um sig. Sérfræð- ingar spá því að Volvo 850 muni ekki fjölga kaupend- um Volvo bíla heldur nái hann einungis að höfða til tryggs kaupendahóps. Ef svo er em það veruleg vonbrigði því Volvo 850 er bíllinn sem átti að marka kaflaskil hjá Volvo. I þessu tölublaði Frjálsrar verzlunar er fjallað ítarlega um Volvo - stærsta fyrirtæki á Norð- urlöndum og kemur þar ýmislegt fram sem ekki er fjallað mikið um í fjölmið- lum dagsdaglega. Meðal þess sem fjallað er um er hinn nýi og glæsilegi for- stjórabíll, Volvo 960. SAGA FILM hf.: PETUR H. BJARNAS0N FRAMKVÆMDASTJORI Pétur H. Bjarnason hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Saga Film hf. Hann lauk námi frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1983. Pétur var markaðsstjóri Hörpu hf. á ámnum 1984 til 1987 en tók þá við starfi framkvæmdastjóra hjá AUK hf., Auglýsingastofu Krístínar, og gegndi því starfi þar til í október á síðasta ári. Þá hóf hann störf hjá Saga film hf. og var svo nýlega ráðinn framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Saga film hf. var stofn- að árið 1978. Fyrirtækið hefur á þessum tíma framleitt nokkur þúsund sjónvarpsauglýsingar, framleitt kvikmyndir, sjónvarpsþætti, kynning- armyndir og heimildar- myndir fyrir ýmis fyrir- tæki og stofnanir. Saga Film hf. hefur á síðari ár- um einnig tekið að sér verkefni erlendis. Pétur H. Bjarnason fram- kvæindastjóri Saga Film. MISTÖK LEIÐRÉTT í 2. tbl. Frjálsrar versl- unar urðu þau mistök að rangt var farið með nöfn frambjóðenda Sjálfstæð- isflokksins í Austur- landskjördæmi í grein um horfur í komandi kosn- ingum. Hið rétta er að Egill Jónsson skipar efsta sæti listans og Hrafnkell Jóns- son er í öðru sæti. Hlutað- eigandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mis- tökum. 14

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.