Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 44
SKRIFSTOFUTÆKI Sturla Eiríksson og Sigurður Guðmundsson hjá Agli Guttormssyni Fjölvali standa hér við eina af Mita ljósritunarvélunum. Riso fjölritinn prentar frá 60-130 eintök á mínútu og hentar vel þar sem þarf að fjölfalda mikið magn af prent- uðu máli. Sigurður Guðmundsson, sölustjóri fyrirtækisins, segir að fyrstu fimmtán til tuttugu eintökin, sem fjölfölduð eru, séu dýrari en úr ljósritunarvél en eftir það hríðlækki kostnaðurinn og sé kominn niður í 33 aura við hundraðasta eintak. Hann segir einnig að viðhaldskostnaður við Riso fjölritana sé nánast enginn því uppbygging fjölrita sé einfaldari en t.d. ljósritunarvéla og slitfletir séu nær eingöngu á gúmmívalsinum sem færir blöðin til. Fjölritinn er sjálfvirkur að miklu leyti og lætur notandann vita hvað á að gera næst með því að birta skipanir í sérstökum glugga. Með stafræna lespennanum, sem fylgir dýrari teg- undinni, má leggja áherslu á ákveðin atriði í texta, stroka út og bæta inn ljósmyndum. Það er einnig möguleiki á að minnka og stækka letur, breyta um leturgerð og skipta um bakgrunn. Að sögn Sturlu er hægt að breyta litum með því að skipta um tromlu og er val um 6 liti. Hægt er að tengja fjölritann sér- stökum raðara sem gerir honum kleift að raða síðum í skýrslur eða jafnvel bækur í endanlega röð. Riso kynnir um þessar mundir tengingu fjölrita við tölvur starfs- manna þannig að hægt verður að senda texta úr ritvinnslu tölvunnar beint í fjölritann. Egill Guttormsson-Fjölval hf. flyt- ur einnig inn Mita ljósritunarvélarnar sem hafa verið á markaðnum hér á landi í tólf ár. Þessar vélar voru fram- leiddar undir öðrum vörumerkjum þar til árið 1977 að fyrirtækið hóf framleiðslu undir eigin nafni og að sögn Sigurðar er Mita orðinn einn af stærstu framleiðendum ljósritunar- véla í dag. Hann segir þá hafa allar stærðir og gerðir af ljósritunarvélum á boðstólum, allt frá vélum sem ljós- rita frá 8 eintökum á mínútu til véla sem ljósrita 85 eintök á mínútu. Þá framleiðir Mita vélar, sem ljósrita A0 teikningar, og einnig A2 vélar með minnkun og stækkun fyrir teikningar. Við stærri vélarnar frá Mita er hægt að fá frumritamatara og afrita- raðara sem ganga frá afritum saman- brotnum og samanheftuðum. Mita framleiðir einnig vélar sem ljósrita ljósmyndir með góðum árangri. Jónas Hreinsson hjá Tæknivali í verslun fyrirtækisins þar sem allar þeirra vörur eru seldar. TÆKNIVAL HF. Að sögn Jónasar Hreinssonar hjá Tæknivali leggur fyrirtækið áherslu á að þjóna skrifstofum hvað varðar öll þau tæki og tól, sem þær þurfa að vera búnar, nema ritföng. Fyrir utan tölvurnar segir Jónas þá hafa sérhæft sig í öryggistækjum fyrir skrifstof- una. Þessi tæki eru hlutir eins og pappírstætarar, sem eru að verða nauðsynlegir á hverri skrifstofu eins og dæmin hafa sannað, skjáhlífar til verndar augum og húð, varaaflgjafar, sem eru nokkurskonar rafhlaða fyrir rafmagnstæki til að þau skemmist ekki ef rafmagn fer skyndilega af, af- ritunarstöðvar fyrir tölvur, sem taka afrit af öllu því, sem unnið er þann daginn, og er þá engin hætta á að texti glatist og hjóðdeyfar fyrir prentara. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.