Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 12
FRETTIR FORMANNSFRAMBOÐ DAVÍÐS: RAUNVERULEGA ÁSTÆÐAN Þegar Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, voru gefnar upp ýmsar ástæður fyrir framboð- inu. M.a. var því haldið fram að Davíð gæti rennt sterkari stöðum undir Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum, þó svo skoðanakannanir sýndu að straumurinn lægi til flokksins undir forystu þáverandi for- manns. Talað var um að nú væri rétti tíminn fyrir flokkinn að skipta um for- mann og breyta um vinnubrögð. Ýmsar aðrar ástæður voru tíndar til og gefnar upp til skýringar á hinu óvænta mótfram- boði. En hin raunverulega ástæða fyrir framboðinu hefur ekki verið mikið í umræðunni. Einn af nán- um samverkamönnum borgarstjórans gaf blað- inu þá skýringu á fram- boði Davíðs, að hann væri hreinlega orðinn leiður á embætti borgarstjóra, sem hann hefur gengt af miklum krafti í 9 ár, og honum sé orðið mikið í mun að breyta til og kom- ast á nýjan starfsvett- vang. Þegar Davíð sá að stefndi í kosningasigur hjá Sjálfstæðisflokknum í vor, hafi hann ákveðið að leggja allt í sölurnar til að ná formennskunni og tryggja flokknum forystu í stjórnarmyndun að loknum kosningum þar sem hann yrði að sjálf- sögðu forsætisráðherra. Þessi heimildarmaður telur að Davíð hafi óttast að seta á Alþingi myndi taka svo mikinn tíma frá borgarstjórastarfinu að hann færi að sinna því of lítið. Hingað til hefur ekki veitt af öllum vinnu- deginum til að reka borg- ina af myndarskap og með því að skipta sér með þessum hætti var sú hætta fyrir hendi að störf- in yrðu ekki leyst af hendi með viðunandi hætti. Niðurstaða Davíðs var sú að nú væri best að stökkva - og þá alla leið upp í forsætisráðherra- stólinn, en kveðja borgar- stjóraembættið meðan allt er í blóma. Þessi skýring á fram- boði Davíðs er auðvitað miklu sennilegri en þær mörgu ástæður og afsak- anir sem bornar voru fram til að réttlæta þau vinnubrögð sem beitt var. Á næstu vikum kemur svo á daginn hvort áætl- unin gengur fullkomlega upp. Nýir BMW bílar á dansgólfi Hótel Islands. BILAUMBOÐIÐ H/F: BMW KYNNTUR Bílaumboðið hf., sem hefur umboð fyrir BMW og Renault bifreiðar, efndi nýlega til glæsilegr- ar kynningar á nýrri teg- und af BMW bifreiðum sem var að koma á mark- aðinn. Hér er um svo- nefnda 3 línu af BMW að ræða sem nú hefur verið framleidd í nýrri og end- urbættri útgáfu. Þessi kynning var mjög sérstök og glæsileg. Hún fór fram á Hótel íslandi þar sem þrír bílar voru sýndir á aðalsviði staðar- ins að viðstöddu fjöl- menni. A meðfylgjandi mynd kynnir Pétur Óli Péturs- son, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins hf., nýju 3 línuna frá BMW á sviði Hótel íslands. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.