Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 12

Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 12
FRETTIR FORMANNSFRAMBOÐ DAVÍÐS: RAUNVERULEGA ÁST/EÐAN Þegar Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, voru gefnar upp ýmsar ástæður fyrir framboð- inu. M.a. var því haldið fram að Davíð gæti rennt sterkari stöðum undir Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum, þó svo skoðanakannanir sýndu að straumurinn lægi til flokksins undir forystu þáverandi for- manns. Talað var um að nú væri rétti tíminn fyrir flokkinn að skipta um for- mann og breyta um vinnubrögð. Ymsar aðrar ástæður voru tíndar til og gefnar upp til skýringar á hinu óvænta mótfram- boði. En hin raunverulega ástæða fyrir framboðinu hefur ekki verið mikið í umræðunni. Einn af nán- um samverkamönnum borgarstjórans gaf blað- inu þá skýringu á fram- boði Davíðs, að hann væri hreinlega orðinn leiður á embætti borgarstjóra, sem hann hefur gengt af miklum krafti í 9 ár, og honum sé orðið mikið í mun að breyta til og kom- ast á nýjan starfsvett- vang. Þegar Davíð sá að stefndi í kosningasigur hjá Sjálfstæðisflokknum í vor, hafi hann ákveðið að leggja allt í sölurnar til að ná formennskunni og tryggja flokknum forystu í stjórnarmyndun að loknum kosningum þar sem hann yrði að sjálf- sögðu forsætisráðherra. Þessi heimildarmaður telur að Davíð hafi óttast að seta á Alþingi myndi taka svo mikinn tíma frá borgarstjórastarfinu að hann færi að sinna því of lítið. Hingað til hefur ekki veitt af öllum vinnu- deginum til að reka borg- ina af myndarskap og með því að skipta sér með þessum hætti var sú hætta fyrir hendi að störf- in yrðu ekki leyst af hendi með viðunandi hætti. Niðurstaða Davíðs var sú að nú væri best að stökkva - og þá alla leið upp í forsætisráðherra- stólinn, en kveðja borgar- stjóraembættið meðan allt er í blóma. Þessi skýring á fram- boði Davíðs er auðvitað miklu sennilegri en þær mörgu ástæður og afsak- anir sem bornar voru fram til að réttlæta þau vinnubrögð sem beitt var. Á næstu vikum kemur svo á daginn hvort áætl- unin gengur fullkomlega upp. Nýir BMW bílar á dansgólfi Hótel íslands. BÍLAUMBOÐIÐ H/F: BMW KYNNTUR Bílaumboðið hf., sem hefur umboð fyrir BMW og Renault bifreiðar, efndi nýlega til glæsilegr- ar kynningar á nýrri teg- und af BMW bifreiðum sem var að koma á mark- aðinn. Hér er um svo- nefnda 3 línu af BMW að ræða sem nú hefur verið framleidd í nýrri og end- urbættri útgáfu. Þessi kynning var mjög sérstök og glæsileg. Hún fór fram á Hótel íslandi þar sem þrír bílar voru sýndir á aðalsviði staðar- ins að viðstöddu fjöl- menni. Á meðfylgjandi mynd kynnir Pétur Óli Péturs- son, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins hf., nýju 3 línuna frá BMW á sviði Hótel íslands. 12

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.