Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 52
Kostnaður við klæðnað stúlkunnar er í báðum tilfellum mjög svipaður og f líkurnar allar mjög vandaðar. Á fyrri myndinni eru gerð grundvallarmistök j klæðaburði. Ullarjakki og silkiblússa eru of miklar andstæður fyrir utan að annað er köflótt og hitt röndótt. Jakkinn er of síður fyrir hæð stúlkunnar og sýnast fótleggir því allt of stuttir miðað við búk. Vasar á jakka eru of stórir því þeir draga athyglina að mjöðmum sem verða of miklarfyrir bragðið. Að sögn Önnu er besta samræmið ef lengd frá hvirfli að neðsta hluta jakka og þaðan niður á gólf er sú saina. Buxur eru of stuttar og sokkar eiga að vera samlítir buxum og skóm. Á seiimi myndinni er er klæðnaðurinn í fullkomnu samræmi. Hún er ánægð með sjálfa sig, örugg og traustvekjandi. Klæðnaður stúlkunnar er frá versluninni Sér á laugavegi, og gleraugun frá Linsunni Aðalstræti. KLÆÐNAÐUR FÓLKSIVIÐSKIPTUM RÆTT VIÐ ÖNNU GUNNARSDÓTTIR LITA- OG FATASTÍLSLEIÐBEINANDA „í hörðum heimi viðskiptalífs- ins er ekki svigrúm til að gefa öllum færi á að sýna hvað í þeim býr. Oft er það þannig að það eru fyrstu áhrifin, þ.e. hvernig við komum öðrum fyrir sjónir, sem ráða úrslitum um hvort við fáum tækifærið eða ekki. Það kemur aldrei annað tækifæri til að skapa góð „fyrstu áhrif'. Þetta eru orð Önnu Gunnarsdóttur, lita- og fatastílsleiðbeinanda. Anna nam lita- og fatastíl við The Academy of Colour and Style í London fyrir tveimur ár- um og hefur starfað sem fata- stílsleiðbeinandi síðan, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Margir hafa eflaust lent í því að óska þess að geta spólað til baka og lagfært fyrstu áhrifin sem þeir höfðu t.d. á væntanlegan vinnuveitanda. BLÁTT NAGLALAKK „Það fyrsta, sem við bjóðum til- vonandi vinnuveitanda eða viðskipta- vini upp á, er við sjálf. Varan, fyrir- tækið og þjónustan koma þar á eftir. Fjárfestið þess vegna í sjálfum ykk- ur," ráðleggur Anna. „Þegar fram- kvæmdastjóri tekur umsækjendur í viðtöl um lausa stöðu, sem margir umsækjendur eru um, mun hann ör- ugglega finna einhverjar leiðir sem geta sparað tíma því í viðskiptum er tími peningar. Hann mun leita eftir sýnilegum hæfileikum og eiginleikum umsækjendanna og flokka þá úr strax sem honum líst ekki á. Dæmi, sem gætu lýst áhrifum umsækjenda á framkvæmdastjóra, gætu verið: „Segið manninum í brúnu jakkafötun- um með fjólubláa bindið að ég sé hætt (ur) við að ráða í sölumannsstarfið", eða, „segið stúlkunni með bláa naglal- akkið og tyggigúmmíið að búið sé að ráða í einkaritarastöðuna". Fram- kvæmdastjórinn hefur misst áhugann á viðkomandi umsækjendum vegna útlits þeirra og hátternis og ályktar sem svo að þeir hafi ekki mikla hæfni til að selja vöru fyrirtækisins eða vera góður einkaritari vegna þess að um- sækjendurnir hafa ekki lært að leggja rétta áherslu á framkomu sína og útl- it". Það hafa skapast vissar hefðir TEXTI: SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.