Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 36
UMHVERFISMAL STAÐREYNDIR UM SORPU • Fyrirtækið byrjar móttöku úrgangsefna 26. aprfl 1991. • Sorpflokkunarstöð þessi er risin í Gufunesi. Þangað fer allt heimilissorp svo og rusl frá atvinnufyrirtækjum. Sorpið er bundið í bagga og þeir urðaðir á Álfsnesi í Kjalarneshreppi. • Fyrirtækið mun starfrækja átta gámastaði um allt höfuð- borgarsvæðið. Almenningur fer þangað með ruslið úr bfl- skúrnum eða geymslunni. Einnig er þar tekið við spilliefn- um, t.d. lyfjaafgöngum, málningardósum, rafhlöðum o.fl. • Allt sorp til stöðvarinnar í Gufunesi er vegið og móttökugj- ald innheimt eftir þyngds farmsins. Það kostar minna að losa sig við flokkað sorp! • Sérstök spilliefnastöð mun starfrækt. Slíkum efnum verð- ur safnað í fyrirtækjunum. Almenningur kemur með þau til gámastaðanna. Spilliefnastöðin flytur efnin til eyðingar erlendis. • Um þriðjungur af öllu sorpi á höfuðborgarsvæðinu mun fara til endurvinnslu. Sennilega mun það hlutfall fara hækkandi á næstu árum. • Stofnkostnaður við Sorpu er um 600 milljónir króna. Áætl- aður reksturskostnaður nemur um 325 milljónum og söfn- unarkostnaður sorps á öllu höfuðborgarsvæðinu 300-400 milljónum króna á ári. • Starfsmenn fyrirtækisins í Gufunesi og á gámastöðunum verða um 30 talsins en að auki munu nokkrir verktakar starfa á þess vegum. • Sorpa er í eigu átta sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er spanna alltfrá Hafnarfirði til Kjalarness. Fyrirtækið þjónar 145 þúsund manns eða 57% þjóðarinnar. • Framkvæmdastjóri Sorpu heitir Ögmundur Einarsson og stöðvarstjórinn Ásmundur Reykdal. Skrifstofur fyrirtækis- ins eru í Gufunesi og síminn er 91-676677. • Markmið Sorpu eru: Hreint land — betra land! ÁTTA GÁMASTAÐIR Með starfsemi böggunarstöðvar Sorpu í Gufunesi er þó ekki allt upp talið. Nú er verið að hefja fram- kvæmdir við átta gámastaði fyrirtæk- isins víðs vegar um höfuðborgar- svæðið. Sveitarfélögin hafa rekið nokkra gámastaði en frá og með yfir- töku Sorpu á þessum þætti, verður hann efldur verulega. Stöðvarnar verða afgirtar og opnar 12 tíma á dag. Leiðbeinandi varsla verður á stöðun- um og sundurgreining úrgangs aukin frá því sem nú er. Gámastaðirnir verða átta talsins eins og áður sagði og staðsettir við 1) Gylfaflöt, austan gömlu sorphaug- anna í Gufunesi, 2) nærri hesthúsa- byggð í Mosfellsbæ, 3) á Ártúns- höfða, við Sævarhöfða, 4) í Selja- hverfi, sunnan Breiðholtsbrautar, 5) við Ánanaust, nálægt gatnamótum Grandagarðs og Mýrarvegar, 6) við Sléttuveg vestan Borgarspítala, 7) við Dalveg í Kópavogi og 8) í Moldu- hrauni, á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þeir, sem koma með sorp á gáma- staðina, munu ekki þurfa að greiða neitt fyrir losunina. Staðirnir eru einkum ætlaðir almenningi og eftir- leiðis mun ekki tekið á móti rusli af háaloftinu eða úr bflskúrnum í Gufu- nesi nema viðkomandi greiði fyrir talsvert fé. Með sérstakri gjaldskrá er almenningi beint frá flokkunarstöð- inni í Gufunesi til gámastaðanna úti í byggðinni. Á gámastöðunum verður um að ræða flokkun á tilfallandi sorpi í sex flokka. Þannig verða aðgreindir gám- ar fyrir timbur, málma, garðaúrgang, steinefni og pappa. Loks verða gámar fyrir það rusl sem ekki er hægt að flokka í þessa þætti. Einnig verður tekið á móti innpökkuðum dagblöðum og öðrum prentmálspappír frá íbúun- um. Umhverfi gámastöðvanna verður til fyrirmyndar svo og daglegur rekst- ur þeirra. Þeir verða í eða við íbúðar- hverfi og því lögð áhersla á snyrti- mennsku. Um leið verða þeir mikil- væg þjónusta við íbúa svæðisins. Þess má geta að sveitárfélögin munu hér eftir sem hingað til reka móttök- ustaði fyrir jarðvegsúrgang o.fl. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.