Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 36

Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 36
UMHVERFISMAL STAÐREYNDIR UM SORPU • Fyrirtækið byrjar móttöku úrgangsefna 26. aprfl 1991. • Sorpflokkunarstöð þessi er risin í Gufunesi. Þangað fer allt heimilissorp svo og rusl frá atvinnufyrirtækjum. Sorpið er bundið í bagga og þeir urðaðir á Álfsnesi í Kjalarneshreppi. • Fyrirtækið mun starfrækja átta gámastaði um allt höfuð- borgarsvæðið. Almenningur fer þangað með ruslið úr bfl- skúrnum eða geymslunni. Einnig er þar tekið við spilliefn- um, t.d. lyfjaafgöngum, málningardósum, rafhlöðum o.fl. • Allt sorp til stöðvarinnar í Gufunesi er vegið og móttökugj- ald innheimt eftir þyngds farmsins. Það kostar minna að losa sig við flokkað sorp! • Sérstök spilliefnastöð mun starfrækt. Slíkum efnum verð- ur safnað í fyrirtækjunum. Almenningur kemur með þau til gámastaðanna. Spilliefnastöðin flytur efnin til eyðingar erlendis. • Um þriðjungur af öllu sorpi á höfuðborgarsvæðinu mun fara til endurvinnslu. Sennilega mun það hlutfall fara hækkandi á næstu árum. • Stofnkostnaður við Sorpu er um 600 milljónir króna. Áætl- aður reksturskostnaður nemur um 325 milljónum og söfn- unarkostnaður sorps á öllu höfuðborgarsvæðinu 300-400 milljónum króna á ári. • Starfsmenn fyrirtækisins í Gufunesi og á gámastöðunum verða um 30 talsins en að auki munu nokkrir verktakar starfa á þess vegum. • Sorpa er í eigu átta sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er spanna alltfrá Hafnarfirði til Kjalarness. Fyrirtækið þjónar 145 þúsund manns eða 57% þjóðarinnar. • Framkvæmdastjóri Sorpu heitir Ögmundur Einarsson og stöðvarstjórinn Ásmundur Reykdal. Skrifstofur fyrirtækis- ins eru í Gufunesi og síminn er 91-676677. • Markmið Sorpu eru: Hreint land — betra land! ÁTTA GÁMASTAÐIR Með starfsemi böggunarstöðvar Sorpu í Gufunesi er þó ekki allt upp talið. Nú er verið að hefja fram- kvæmdir við átta gámastaði fyrirtæk- isins víðs vegar um höfuðborgar- svæðið. Sveitarfélögin hafa rekið nokkra gámastaði en frá og með yfir- töku Sorpu á þessum þætti, verður hann efldur verulega. Stöðvarnar verða afgirtar og opnar 12 tíma á dag. Leiðbeinandi varsla verður á stöðun- um og sundurgreining úrgangs aukin frá því sem nú er. Gámastaðirnir verða átta talsins eins og áður sagði og staðsettir við 1) Gylfaflöt, austan gömlu sorphaug- anna í Gufunesi, 2) nærri hesthúsa- byggð í Mosfellsbæ, 3) á Ártúns- höfða, við Sævarhöfða, 4) í Selja- hverfi, sunnan Breiðholtsbrautar, 5) við Ánanaust, nálægt gatnamótum Grandagarðs og Mýrarvegar, 6) við Sléttuveg vestan Borgarspítala, 7) við Dalveg í Kópavogi og 8) í Moldu- hrauni, á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þeir, sem koma með sorp á gáma- staðina, munu ekki þurfa að greiða neitt fyrir losunina. Staðirnir eru einkum ætlaðir almenningi og eftir- leiðis mun ekki tekið á móti rusli af háaloftinu eða úr bflskúrnum í Gufu- nesi nema viðkomandi greiði fyrir talsvert fé. Með sérstakri gjaldskrá er almenningi beint frá flokkunarstöð- inni í Gufunesi til gámastaðanna úti í byggðinni. Á gámastöðunum verður um að ræða flokkun á tilfallandi sorpi í sex flokka. Þannig verða aðgreindir gám- ar fyrir timbur, málma, garðaúrgang, steinefni og pappa. Loks verða gámar fyrir það rusl sem ekki er hægt að flokka í þessa þætti. Einnig verður tekið á móti innpökkuðum dagblöðum og öðrum prentmálspappír frá íbúun- um. Umhverfi gámastöðvanna verður til fyrirmyndar svo og daglegur rekst- ur þeirra. Þeir verða í eða við íbúðar- hverfi og því lögð áhersla á snyrti- mennsku. Um leið verða þeir mikil- væg þjónusta við íbúa svæðisins. Þess má geta að sveitárfélögin munu hér eftir sem hingað til reka móttök- ustaði fyrir jarðvegsúrgang o.fl. 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.