Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 22
FORSIÐUGREIN GERUM AUKNAR KRÖFUR RÆTT VIÐ JÓHANNES SIGGEIRSSON HJÁ ÍSLANDSBANKA Jóhannes Siggeirsson fram- kvæmdastjóri hjá íslands- banka sagði að bankinn hefði haft það markmið frá upphafi að þjóna viðskiptavinum sín- um af þekkingu, vandvirkni og lipurð. Forsenda þess að ís- landsbanki veitti viðskiptavin- um sínum góða þjónustu væri markviss gæðastjórn og eftir- lit. Með slíkri stefnu vildi bankinn auka markaðshlut- deild sína og auka hagræðingu í rekstri. „Við stofnun íslandsbanka var ákveðið að gæðastjórn yrði sérstök stoðdeild innan bankans, sem feng- ist við það að hrinda í framkvæmd og hafa eftirlit með gæðastefnu bankans. Með þeim hætti vildi bankaráð íslandsbanka leggja áherslu á þá miklu þýðingu, sem gæðastefha bankans hefur. í raun má skipta gæðastefnu bankans í tvo hluta, þ.e. gæði þjón- ustu við viðskiptavini og gæðin í innra skipulagi og verklagi. íbáðum tilfellum byggir árangur gæðastefn- unnar á sömu þáttunum: • Þjálfun og þekkingu starfs- fólks. • Aðbúnaði og tækniumhveríi. • Virku upplýsingastreymi. • Jákvæðu viðhorfi og vönduðum vinnubrögðum. • Virkum stuðningi stjórnenda bankans. Stuðningur starfsfólks við gæða- stefnuna skiptir sköpum við fram- kvæmd hennar. Sá stuðningur næst ekki nema með víðtækum og virk- um stuðningi stjórnenda, sem hver um sig verða að gerast frumkvöðlar á sviði gæðamála. Aðeins með góðu fordæmi stjórnenda og með því að starfsfólk fái notið afraksturs og ávinnings gæðastofnunar mun slík- ur ávinningur nást." Jóhannes sagði engan vafa leika á því að fjárfesting í gæðum skilaði sér margfalt. „Oft fer mikill kostnaður í að leiðrétta mistök. Þess vegna er áríðandi að gera hlutina rétt strax í upphafi. Með því að fækka villum og mistökum verður þjónustan betri. Starfsfólk er ánægðara, minni fjar- vera hjá starfsfólki, ánægðari við- skiptavinir og um leið bætt ímynd og betri fjárhagur fyrirtækisins. Gæði þjónustunnar geta ráðið úr- slitum um það hvort fyrirtæki eins og banki lifir af eða verður undir í harðnandi samkeppni," sagði hann að lokum. æ fleiri fyrirtæki að sækja um slík gögn. Með þátttöku í ISO 900x kerf- inu væru menn að tala sams konar mál. Vandinn væri hins vegar sá að hér á landi væru ekki aðilar sem gæfu slík vottorð en Samtök í sjávarútvegi, Félag íslenskra iðnrekenda og Skrif- stofa viðskiptalífsins, væru að undir- búa stofnun slíks fyrirtækis. Þess má geta hér að á síðasta ári gerði Félag íslenskra iðnrekenda könnun meðal iðnfyrirtækja í landinu í þeim tOgangi að athuga hver kynni að vera staða þeirra gagnvart ISO 900x stöðlunum. Og niðurstöðurnar komu í sjálfu sér ekki á óvart: Menn töldu talsvert skorta á að íslensk fyrirtæki uppfylli almennt evrópsku staðlana. T.d höfðu innan við 20% aðspurðra komið sér upp gæðahandbók og gera má ráð fyrir að í raun hafi ekki nema 5-10% íslenskra iðnfyrirtækja komið sér upp þannig handbókum. Misjafnar kröfur eru gerðar til gæðakerfa og fer það m.a. eftir eðli starfseminnar, aðstæðum í fyrirtæki eða óskum kaupenda. í ISO 900x kerfínu eru þrenns konar gæðakerfi með vottun. ISO 9001 spannar allt framleiðsluferlið og tekur til vöruþró- unar, hönnunar, innkaupa á hráefni, stýringar á vörum undirverktaka, framleiðslu, uppsetningar og við- haldsþjónustu. Þá er um að ræða ISO 9002 staðal en hann tekur aðallega til sjálfs framleiðsluferlisins. Loks er það ISO 9003 sem er notaður þegar seljandinn þarf einungis að fullnægja kröfum um skoðun og prófun að lok- inni framleiðslu. Á vegum Alþjóða staðlasambandsins er unnið að staðli fyrir gæðakerfi í þjónustustarfsemi, auk staðla um ýmsar hliðar gæða- kerfa og vottunar. AÐ VIRKJA ALLA STARFSMENN Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur fengið vottað að það noti viðurkennt gæðakeríi samkvæmt ISO 900x stöðlunum. Á hinn bóginn hafa 10.000 bresk fyrirtæki fengið slíka vottun og sama þróun er hafin víða á megin- landinu. En um hvað snýst þetta mál? Við skulum stikla á atriðisorðum um þær kröfur til gæðakerfa sem gerðar eru í ISO 900x staðlaflokknum. Stjórnendum fyrirtækja er ætlað að skilgreina gæðastefnu þeirra og 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.