Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 46
SKRIFSTOFUTÆKI tækni sem gerir notandanum kleift að stækka myndir, teygja á myndum, setja „negatívur" yfir á pappír, stækka af „slides" myndum, ljósrita í lit á glærur, setja litmyndir á fatnað, fjölfalda eina mynd á sama blaðið, t.d. nafnspjöld, stækka eina mynd á mörg A-3 blöð o.fl. Ljósritunarstofan Nón hf. hefur fest kaup á tveimur fyrstu vélunum. Canon fyrirtækið, sem er einn stærsti framleiðandi ljósritunarvéla í heiminum, setti nýlega á markaðinn litla ljósritunarvél, Canon PC/11. Hún ljósritar 10 blöð á mínútu og stækkar og minnkar stiglaust á bilinu 70- 122%. Fyrirrennari vélarinnar er Canon PC-20. Skrifvélin flytur inn Canon litmyndaljósritunarvélina en hún getur t.d. stækkað eina litmynd á mörg A-3 blöð. OPTIMA Fyrirtækið OPTÍMA, flytur inn NASHUA skrifstofuvélar. Þorsteinn Jónsson, sölustjóri, segir mestu við- skipti þeirra vera í myndritum og ljós- ritunarvélum. Optíma er með 17 gerðir ljósritunarvéla og 5 gerðir myndrita. Að sögn Þorsteins gerir Nashua fyrirtækið geysilega miklar kröfur til viðhalds- og viðgerðarþjónustu um- boðsmanna sinna og segir hann þró- unina vera þá að helstu framleiðendur hanni vélar sem séu, að því er virðist, með mjög svipaða eiginleika, svo að munurinn liggi fyrst og fremst í end- ingu tækjanna, verðinu og hversu góða viðhaldsþjónustu söluaðilarnir veiti. Stærstu Nashua ljósritunarvélarn- ar segir Þorsteinn að taki 72 ljósrit á mínútu. Þær raða afritunum saman í sett og hefta þau í lokin. Meðalstórar vélar taka 35-50 ljósrit á mínútu og eru fáanlegar með öllum þeim auka- búnaði sem venjuleg skrifstofa þarf á að halda. Nashua vélarnar eru með sérstaka siliconsmurða hitavalsa, sem endast lengur en aðrir valsar og gera það að verkum að auðveldara er að ljósrita beggja vegna á pappírinn. Minni vélarnar eru að mestu byggðar upp af skiptanlegum eining- um og nota myndbelti í stað mynd- tromlu. Myndbeltin henta vel í vélar sem ætlaðar eru fyrir tiltölulega litla notkun og skipt er um þau með einu haldtaki þegar endurnýjunar er þörf. Myndritar eru nú fáanlegir allt frá mjög ódýrum og einföldum tækjum, sem segja má að henti vel til heimilis- notkunar, upp í mjög fullkomin tæki með minni, fjöldasendingum o.fl. Fyrir utan ljósritunarvélar og myndrita flytur Optíma inn fjölrita fyrir skóla og aðra stærri notendur, gormabinditæki fyrir skýrslur og skjöl og binditæki sem líma kápur á skýrslur. Þorsteinn segir Nashua litaljós- ritunarvélarnar orðnar mjög full- komnar, en markaðurinn hér sé raun- verulega of lftill fyrir svo dýrar og þjónustufrekar vélar. Hann segir að í Bandaríkjunum hafi verið íhugað al- varlega að setja litaljósritunarvélar á bannlista vegna hættunnar á að þær verði notaðar til að falsa skjöl og jafn- vel peninga. Optíma flytur inn þessar Nashua skrifstofuvélar. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.