Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 66
 BREF FRA UTGEFANDA SKATTHEIMTA OG ÞJÓÐARSÁTT Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir þingrofið á dögunum var að samþykkja nýja vegaáætlun. Þar er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum á næstu árum og geta víst flestir tekið heilshugar undir að ekki sé van- þörf á átaki í þeim efnum. En böggull fylgir skammrifi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar verði fjármagnað- ar með stórauknum skattaálögum á bílaeigendur. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, vakti athygli á því í sjón- varpsviðtali að þessar skattahækkanir einar og sér gætu skert kaupmátt Iaunafólks um allt að einu prós- entustigi. Hann lét raunar svo um mælt að hann von- aðist til þess að þessi kosningavíxill kæmi ekki til greiðslu, yrði ekki framlengdur. En með ummælum sínum drap Þórarinn á atriði sem því miður virðist svo oft horft fram hjá. íslenskir stjórnmálamenn hafa verið iðnir við kolann að sam- þykkja aukin ríkisútgjöld, bæði í stóru og smáu. Til þess að standa undir þeim þarf að afla tekna og þær verða ekki sóttar annað en í vasa skattborgaranna. Fólk þarf að átta sig á því að ríkisframkvæmdir og aukin opinber umsvif hafa það í för með sér að upphæð- in í launaumslagi þess lækkar. Gildir þar jafnt hvort sem um er að ræða veggöng á Vestfjörðum, búvöru- samninga við bændur, ráðhús í Reykjavík eða aukna skólaþjónustu. Það er nauðsyn 1 egTsað hver og einn líti í eigin barm og spyrji sig að því hvort hann sé tilbúinn til þess að borga brúsann. Það er því miður svo oft ríkjandi sú tilhneiging að telja að einhver annar hafi breiðara bak og álögurnar lendi á honum en staðreynd málsins er hins vegar bláköld. Aukin opinber umsvif þýða minnkandi kaupmátt launatekna og eru kannski, þegar öllu er á botninn hvolft, meginástæða þess að íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum vestrænum þjóðum. Því hefur óspart verið haldið á lofti að skattar séu ekki hærri hérlendis en víða annars staðar. Raun- ar virðist ekki sama hver reiknar það dæmi og hvað er tekið með í reikninginn í samanburðinum. Það gleym- ist líka að geta þessa að í þeim löndum, sem skaftaá- þjánin er mest, er um þessar mundir að ffliga öflug andstaða gegn slíkri skattpíningu. Og þar á allur al- menningur hlut að máli. Hann er einfaldlega búinn að fá nóg og vill fá aukið svigrúm til þess að ráðstafa aflatekjum sínum sjálfur. Þá þarf einnig að líta til þess að eðli málsins samkvæmt kemur skattabyrði öðruvísi út í svo fámennu þjóðfélagi sem fsland er en í mill- jónaþjóðfélögum þar sem tekjumunur er í raun mun meiri en hérlendis. Á íslandi verður aldrei hjá því komist að skattaálögur lendi með fullum þunga á hin- um almenna launþega. Breiðu bökin sem alltaf er verið að tala um eru örugglega ekki svo mörg að þau ein fái borið þá bagga sem alltaf er verið að bæta á Brúnku. Nú er tími þjóðarsáttar. Hún er mikilvægasta efna- hagsaðgerð, sem gripið hefur verið til í íslensku efna- hagslífi í langan tíma, og aðilar vinnumarkaðarins eiga hrós skilið fyrir ötula baráttu sína fyrir því að hún haldi. Það voru launþegasamtökin og atvinnurekend- ur sem eiga allan heiður af því að þjóðarsáttin varð til og sá stöðugleiki, sem verið hefur í íslensku efnahags- lífi að undanförnu er þeim að þakka. Hefðu þessi sam- tök ekki gripið í taumana og í raun tekið völdin af stjórnmálamönunum er erfitt um að segja hvernig ástandið væri á fslandi núna. En þessi samtök mega ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að þau þurfa líka að veita stjórnvöldum aðhald. Það er ekki nóg að benda á það að aðgerðir og samþykktir stjórnmála- manna og þá ekki síst í hita kosningaleiksins geta orðið til þess að kippa fótum undan grundvelli þjóðar- sáttarinnar. Og það er hlutverk þessara aðila að taka í taumana. Til þess hafa þeir það afl og þann skilning sem þeir þurfa að beita. Eins og staðan er nú, þegar þjóðartekjur standa í stað ár eftir ár, er eina raunhæfa leiðin til þess að bæta kjör fólks að draga úr umsvifum hins opinbera. Að lækka skatta í einni eða annarri mynd og láta fólkið sjálft fá meira í umslögin sín. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.