Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 27
Sérfræðingar telja að stórauka megi framleiðni í íslenskum fyrirtækjum og þar með hagnað þeirra. gæðastjómun og afla vottorða þar um, muni margfalt fleiri aðilar bætast sjálfkrafa í þann hóp.“ „Það er greinilega mikil vakning í þessum efnum hér á landi og m.a. hefur Staðlaráð íslands og Gæðast- jómunarfélagið verið virk í að kynna nauðsyn gæðastjórnunar á síðustu misserum. Menn eru að átta sig á því að þetta er ekki aðeins spurning um að uppfylla kröfur sem almennt er far- ið að gera erlendis heldur liggur einn- ig fyrir að íslensk fyrirtæki eru í sam- keppni við innflutning af ýmsu tagi. Ef framleiðslukostnaður innanlands er of hár eða ef varan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til hennar, verða íslensku fyrirtækin fljótt undir í samkeppninni. Þess vegna verða þau að þróa gæðastjórnun og fá vottun hjá viðurkenndum aðOum þar um“, sagði Ágúst Einarsson hjá Lýsi hf. Ágúst sagði að fulltrúar helstu við- skiptaaðila Lýsis hf. í Bretlandi kæmu hingað í apríl í vor til að taka fyrirtæk- ið út. Þessir aðilar myndu meta hvort tímabært væri að afla vottorða frá British Standard og ef allt gengi að óskum kæmu aðilar frá þessu viður- kennda breska vottunarfyrirtæki til íslands í haust. Vonuðust forráða- menn Lýsis hf. til að þar með yrði fyrirtækið hið fyrsta hér á landi er hefði vottun upp á það að starfsemi fyrirtækisins uppfylli kröfur sam- kvæmt ISO 900x stöðlunum. „Við vitum að þetta átak okkar í gæðastjórnun hefur þegar skilað fjár- munum inn í fyrirtækið og um leið eflt stöðu þess á kröfuhörðum erlendum mörkuðum. Við höfum rekið okkur á ýmsa galla í rekstrinum og lagfært þá. Mest er þó urn vert að þetta hefur aukið samkennd starfsmanna innan fyrirtækisins og gert þá meðvitaðri um alla starfsemi þess, allt frá inn- kaupum og þar til sala eða afhending á sér stað. Vinnubrögðin hjá okkur verða því markvissari og agaðri. Burtséð frá vottuninni, sem við raun- ar bindum miklar vonir við, hefur þetta verkefni því orðið okkur til góðs í daglegum rekstri,“ sagði Ágúst Ein- arsson að lokum. þeirra sem vinna í fyrirtækinu, allt frá sendlinum til forstjórans. Kennismið- irnir benda á hina svokölluðu „földu verksmiðju", sem eingöngu felst við það að laga með ærnum tilkostnaði sem úrskeiðis hefur gengið. Þeir benda á að kostnaður við að framleiða gallaða einingu sé þrisvar sinnum meiri en við að búa til ógallaða. Það felst m.a. í kostnaðinum við að leita uppi galla og bæta fyrir þá. Þegar búið er að ná svo góðum tökum á stjórnun- ar- og verkferlunum að framleiðslu- eftirlit sé óþarft, og með því að vinna að stöðugum umbótum, hættir fyrir- tækið smám saman að sóa 15-45% starfskrafta og aðfanga sinna eins og nú er algengt í Bandaríkjunum og V- Evrópu. Þar sem verulegur árangur hefur náðst með altækri gæðastjóm- un, hefur þetta hlutfall farið undir 5%. Halldór Ámason er formaður Gæðastjómunarfélags íslanfs en jafn- framt verkefnisstjóri sameiginlegs verkefnis sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja sem áður var rninnst á. Hann sagði engan vafa leika á að með markvissum og öguðum vinnubrögð- um við gæðastjórnun í sjávarútvegi, sem og annars staðar í þjóðfélaginu, mætti ná gífurlegum árangri. „Með því að gera allt í senn: Að draga veru- lega úr tilkostnaði, nýta hráefnið bet- ur og framleiða verðmætari vörur. Vissulega hefur sjávarútvegurinn náð ótrúlegum árangri á þessari öld, ekki síst á undanförnum árum, en með al- tækri gæðastjómun má ná skjótari ár- angri en áður hefur þekkst hér á landi. Þá þurfum við ekki lengur að tala um japanska efnahagsundrið heldur get- um farið að ræða um íslenska efna- hagsundrið. í heimi stöðugra breyt- inga er ekki nóg að ná árangri og bæta sig heldur skiptir máli hve hratt það gerist. Ég hef haldið því hiklaust fram að upphaf tíunda áratugarins marki tímamót í rekstri íslenskra fyrirtækja og að gæðastjómun sé að hefja inn- reið sína í íslenskt atvinnulíf. Þetta mál snýst um það að tryggja aukin gæði framleiðslunnar, sem leiðir af sér meira skapandi og ánægjulegri störf, betri nýtingu og þar með aukna framleiðni og miklu arðbærari fyrir- tæki en nú er. Ef altæk gæðastjórnun verður almennt tekin upp hér á landi, reynast allar hrakspár um stöðnun og stórskert lífskjör íslendinga um næstu aldamót, rangar," sagði Hall- dór Árnason í samtali. Halldór lagði á það áherslu að við íslendingar gætum, ef við vildum, náð árangri á þessu sviði, árangri sem ekki ætti sér hliðstæðu annars staðar íheiminum. Japanska efnahagsundr- ið byggir á þeim árangri sem þeir hafa náð í framleiðsluiðnaðinum og það kom til af þeirri neyð sem þeir voru í eftir stríðið. Þeir hafa hins vegar ekki beitt altækri gæðastjórnun í opinberri stjórnsýslu, sjávarútvegi og landbún- aði. í þessum greinum er framleiðni mjög lítil. Nýverið fóru þeir að beita 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.