Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 54

Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 54
IMYND að allir starfsmennirnir taki þátt í því átaki. Forsvarsmenn fyrirtækja eru nefnilega farnir að gera sér grein fyrir því að klæðnaður starfsfólksins skipt- ir oft jafn miklu máli fyrir ímynd fyrir- tækisins og innréttingar skrifstof- anna. Það þarf að vera heildarsvipur yfir því sem viðskiptavinurinn sér þegar hann kemur inn í fyrirtækið. Ég hef t.d. unnið töluvert með starfsfólki íslandsbanka en forsvarsmenn bank- ans fengu ungan fatahönnuð, Guð- rúnu Hrund Sigurðardóttur, til að hanna einkennisklæðnað á starfs- menninna. í því tilfelli var hönnuð fleiri en ein tegund af klæðnaði, þ.e. dragtir, skokkar, kjólar, samfesting- ar, jakkaföt og blússur og skyrtur í ýmsum útgáfum og unnið var út frá merki fyrirtækisins, þ.e. bláu, grænu og gulu. Það er einmitt svo mikilvægt að gera ráð fyrir að sama sniðið klæð- ir ekki alla því fólk er svo mismunandi í vextinum. Það er samt hægt að hafa heildarsvip á einkennisklæðnaðinum eins og hefur tekist í tilfelli íslands- banka. Mitt hlutverk er að ráðleggja fólki hvaða snið fari því best og hvaða fylgihlutir passi með.“ SAMRÆMDIR LITIR Ásbjörn Björnsson í fataverksmiðj- unni Fasa er sammála Önnu um að fatnaður starfsfólks þurfi að vera í samræmi við heildarímynd fyrirtæk- isins. Fasa hefur starfað í sjö ár og segir Ásbjörn að hlutverk þeirra hafi breyst töluvert frá upphafi og séu þeir nú með eigin saumastofu og 25 manns í vinnu. „Við höfum sérhæft okkur í einkennisklæðnaði og starfsmanna- búningum en tökum líka að okkur að sauma fyrir einstaklinga," segir Ás- björn. „Við saumum mikið fyrir banka, hótel, ferðaskrifstofur, Póst og síma, Flugleiðir o.fl. Yfirleitt eru verkefnin unnin þannig að við erum fengin til að koma á vinnustaðina og hitta fólkið sem við eigum að sauma á í því umhverfi sem það vinnur í. Síðan fæðast hugmyndirnar í samráði við fulltrúa frá starfsfólkinu. Tekið er tillit til lita á innréttingum, lita í merkjum fyrirtækjanna o.s.frv. Það er orðin algeng sjón að sjá sömu liti í innrétt- ingum, fatnaði starfsfólksins, möpp- um, sem unnið er með, og litum á veggjum. Allt þetta miðar að því að gera ímynd fyrirtækisins sem nútíma- legasta og sem mest traustvekjandi. Annar kostur við samræmdan klæðn- að starfsmanna á stórum vinnustöð- um er án efa sá að hann kemur í veg fyrir meting í klæðaburði meðal starfsfólks. Aðstæður eru svo mis- munandi hjá hverjum og einum. Sum- ir geta leyft sér að mæta í nýjum föt- um nánast daglega sem skapar leiðin- legan anda ef samstarfsmanneskjan getur það alls ekki,“ segir Ásbjörn að lokum. I f'*'i kótel SELFOSS Eyrarvegi 2, sími 98-22500 Leigjum út, allt að 400 manna sali fyrir ráðstefnur, fundi og árshátíðir. Aðstaðan er fyrsta flokks og við leggjum metnað okkar í góðan mat og lipra þjónustu. 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.