Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 22

Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 22
Eftir að íslendingar tóku við stjórn Nord-Morue hefur fyrirtækið verið eflt og endurskipulagt. Umsvifin hafa aukist og markaðsstarfsemin hefur styrktst til muna. Einnig hefur verið ráðist í gæðaátak í verksmiðjunni og hefur allt starfsfólkið tekið þátt í því og ber sameiginlega ábyrgð á gæðum framleiðslunnar. Barbados, Pureto Rico og Sviss, svo dæmi séu nefnd.“ Sighvatur er spurður um þær breytingar sem gerðar voru á fyrir- tækinu þegar það komst í eigu SÍF fyrir tæpum tveimur árum. „Við höfum lagt mikla áherslu á að efla markaðsstarfið í Frakklandi. Þegar SÍF keypti fyrirtækið var ein- ungis einn sölumaður starfandi. Nú eru þeir fjórir. Auk sölumennskunnar lögðum við áherslu á að endurskipu- leggja og bæta framleiðslustarfsem- ina en ég tel að hún gangi nú mjög vel fyrir sig. í markaðsstarfsemi okkar höfum við lagt aukna áherslu á út- flutning. Við teljum að þar sé vaxtar- broddurinn. Nord-Morue jók útflutn- ing sinn um 145% árið 1991 í saman- burði við árið á undan.“ MARKAÐSLEIÐANDI Fyrirtækið starfar á markaði þar sem samkeppni er mikil. Hún kemur einkum frá Noregi að því er þurríisk- inn varðar en á flakamarkaðnum frá smærri aðilum í Frakklandi. Nord- Morue er markaðsleiðandi á báðum sviðum. Það telur Sighvatur mjög mikilvægt og hann segir að fyrirtækið megi alls ekki gefa forystuhlutverk sitt eftir þó samkeppni sé mikil. „Staða okkar á franska markaðnum er sterk“, segir Sighvatur. „Við höf- um barist hart fyrir því að ná árangri og þurft að vinna af kappi til þess. Það má hins vegar hvergi gefa eftir. Til að ná árangri þarf stöðuga árvekni. ís- lenskur fiskur hefur sterka ímynd og við nýtum okkur það að sjálfsögðu. En það þarf að fara fram stöðug vöru- þróun sem er alltaf í gangi hjá okkur í samstarfi við utanaðkomandi ráðgjaf- arfyrirtæki. Líftími einstakra vöru- tegunda er ákaflega skammur og því þarf að prófa sig stöðugt áfram með nýtt. Menn halda ekki markaðsfor- ystu nema með því að taka ávallt næsta skref á undan keppinautunum. Við fylgjumst stöðugt með við- brögðum markaðarins og við erum alltaf að leita að nýjum viðskiptavin- um. Ég vil láta þess getið hér að Al- bert Guðmundsson, sendiherra ís- lands í París, hefur verið okkur ein- staklega hjálplegur við að koma á viðskiptasamböndum og kynna okkur fyrir hugsanlegum kaupendum. Það hefur verið okkur ákaflega mikils virði. Albert er vel þekktur hér í landi og hann þekkir fjölda manna í við- skiptalífinu sem hafa mikil áhrif. Al- bert og hans fólk í sendiráðinu hefur stutt okkur dyggilega í markaðsstarf- inu og við kunnum ákaflega vel að meta það. Ég vil nota þetta tækifæri hér til að koma sérstökum þökkum á framfæri til Alberts Guðmundssonar og samstarfsfólk hans í sendiráði ís- lands í París.“ HRÁEFNAKAUP Á HEIMSMARKAÐI Hvaðan kemur hráefnið sem verk- smiðja ykkar vinnur úr — ekki kemur það allt frá íslandi? 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.