Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 22
Eftir að íslendingar tóku við stjórn Nord-Morue hefur fyrirtækið verið eflt og endurskipulagt. Umsvifin hafa aukist
og markaðsstarfsemin hefur styrktst til muna. Einnig hefur verið ráðist í gæðaátak í verksmiðjunni og hefur allt
starfsfólkið tekið þátt í því og ber sameiginlega ábyrgð á gæðum framleiðslunnar.
Barbados, Pureto Rico og Sviss, svo
dæmi séu nefnd.“
Sighvatur er spurður um þær
breytingar sem gerðar voru á fyrir-
tækinu þegar það komst í eigu SÍF
fyrir tæpum tveimur árum.
„Við höfum lagt mikla áherslu á að
efla markaðsstarfið í Frakklandi.
Þegar SÍF keypti fyrirtækið var ein-
ungis einn sölumaður starfandi. Nú
eru þeir fjórir. Auk sölumennskunnar
lögðum við áherslu á að endurskipu-
leggja og bæta framleiðslustarfsem-
ina en ég tel að hún gangi nú mjög vel
fyrir sig. í markaðsstarfsemi okkar
höfum við lagt aukna áherslu á út-
flutning. Við teljum að þar sé vaxtar-
broddurinn. Nord-Morue jók útflutn-
ing sinn um 145% árið 1991 í saman-
burði við árið á undan.“
MARKAÐSLEIÐANDI
Fyrirtækið starfar á markaði þar
sem samkeppni er mikil. Hún kemur
einkum frá Noregi að því er þurríisk-
inn varðar en á flakamarkaðnum frá
smærri aðilum í Frakklandi. Nord-
Morue er markaðsleiðandi á báðum
sviðum. Það telur Sighvatur mjög
mikilvægt og hann segir að fyrirtækið
megi alls ekki gefa forystuhlutverk
sitt eftir þó samkeppni sé mikil.
„Staða okkar á franska markaðnum
er sterk“, segir Sighvatur. „Við höf-
um barist hart fyrir því að ná árangri
og þurft að vinna af kappi til þess. Það
má hins vegar hvergi gefa eftir. Til að
ná árangri þarf stöðuga árvekni. ís-
lenskur fiskur hefur sterka ímynd og
við nýtum okkur það að sjálfsögðu.
En það þarf að fara fram stöðug vöru-
þróun sem er alltaf í gangi hjá okkur í
samstarfi við utanaðkomandi ráðgjaf-
arfyrirtæki. Líftími einstakra vöru-
tegunda er ákaflega skammur og því
þarf að prófa sig stöðugt áfram með
nýtt. Menn halda ekki markaðsfor-
ystu nema með því að taka ávallt
næsta skref á undan keppinautunum.
Við fylgjumst stöðugt með við-
brögðum markaðarins og við erum
alltaf að leita að nýjum viðskiptavin-
um. Ég vil láta þess getið hér að Al-
bert Guðmundsson, sendiherra ís-
lands í París, hefur verið okkur ein-
staklega hjálplegur við að koma á
viðskiptasamböndum og kynna okkur
fyrir hugsanlegum kaupendum. Það
hefur verið okkur ákaflega mikils
virði. Albert er vel þekktur hér í landi
og hann þekkir fjölda manna í við-
skiptalífinu sem hafa mikil áhrif. Al-
bert og hans fólk í sendiráðinu hefur
stutt okkur dyggilega í markaðsstarf-
inu og við kunnum ákaflega vel að
meta það. Ég vil nota þetta tækifæri
hér til að koma sérstökum þökkum á
framfæri til Alberts Guðmundssonar
og samstarfsfólk hans í sendiráði ís-
lands í París.“
HRÁEFNAKAUP Á HEIMSMARKAÐI
Hvaðan kemur hráefnið sem verk-
smiðja ykkar vinnur úr — ekki kemur
það allt frá íslandi?
22