Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 50

Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 50
VERKTAKAR Stórhýsi fyrir Mosfellsbæ og fjölmarga aðra aðila eru að rísa af grunni í miðbæ kaupstaðarins og er Álftárós byggingaraðilinn. kjörorðunum: Rjúfum kyrrstöðuna! Að sögn Arnar vildi stjórn Verktaka- sambandsins með því leggja sitt af mörkum til að snúa neikvæðri um- ræðu í samfélaginu upp í þjóðarátak til að sigrast á erfiðleikunum. Þar komu fram ýmsar athyglisverðar hugmynd- ir. GEGN ATVINNULEYSI í hugmyndum Verktakasambands- ins er bent á fjölmörg verkefni sem talið er þjóðhagslega hagkvæmt að ráðast í, m.a. til að forða mikilli aukn- ingu atvinnuleysis. í ályktun síðasta aðalfundar sambandsins 14. mars sl. um þetta efni segir m.a.: „Verktakasamband íslands telur hins vegar engan vafa leika á því að skynsamlegt sé að auka framkvæmd- ir og draga úr atvinnuleysi með því að fela einkaaðilum að annast ijármögn- un, framkvæmdir og rekstur fjöl- margra opinberra verkefna. Slík til- högun samrýmist einnig þeirri einka- væðingarstefnu sem ríkisstjórnin sjálf hefur boðað. Sé skynsamlega staðið að einkavæðingu, má ná fram verulegum sparnaði í ríkisútgjöldum og færa ríkissjóði skatttekjur sem hann annars yrði af, auk þess sem slíkt myndi fjölga störfum í atvinnu- lífinu. Tillaga Undirbúningsfélags um tvöföldun Reykjanesbrautar er eitt dæmi um slíka tilhögun sem ríkis- stjórnin hlýtur að skoða með jákvæð- um huga, eins og göngum undir Hval- Qörð.“ „Stjórnvöld hafa mjög verið gagn- rýnd fyrir bein afskipti af atvinnumál- um á síðustu árum enda gífurleg fjár- festingarmistök verið gerð fyrir at- beina stjómmálamanna. Ég er sammála því að pólitíkusar eiga ekki að vasast í framkvæmdum og ríki og sveitarfélög eiga sem allra minnst að standa í beinum framkvæmdum ef hægt er að sýna fram á að einkaaðilar geti annast þau verkefni. Það þýðir hins vegar ekki að stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af atvinnulífinu. Þau af- skipti eiga hins vegar að vera almenns eðlis og einkum fólgin í því að jafna verkefnum út þannig að það dragi úr þessum séríslensku sveiflum sem hér koma inn með reglulegu millibili. Hlutverk stjómvalda á fyrst og fremst að vera að skapa almenn skil- yrði fyrir atvinnulífið svo það geti vax- ið og dafnað en jafnframt verða þau að sýna fordæmi og hvatningu í auknum mæli, ætli þau að ná fram sínum markmiðum í efnahagsmálum." Örn benti á að á vegum opinberra aðila væri fjöldi rannsóknarstofnana af ýmsu tagi auk þess sem Háskólinn ynni þörf verkefni sem atvinnulífið ætti að geta nýtt sér. Hann taldi skynsamlegt að slík verkefni héldu áfram að vera aðstoð hins opinbera við atvinnulífið en síðan yrðu einstak- lingar og fyrirtæki að láta á það reyna hvort hægt væri að nýta sér þær hug- myndir sem þar kviknuðu. ÞOKKALEG VERKEFNASTAÐA Eins og áður sagði er fyrirtækið Álftárós 10 ára á þessu ári, en það hefur einkum fengist við byggingu iðnaðar- og íbúðarhúsnæðis af hvers konar tagi. Upphaflega störfuðu að jafnaði 15-20 manns hjá fyrirtækinu en nú eru starfsmenn á bilinu 70-100 talsins. „Verkefnastaðan hjá okkur hefur verið ágæt á síðustu árum og um þessar mundir myndi ég telja að hún væri þokkaleg. Við erum nú að ljúka við 70 húsa byggð í Skógarnesi í Mos- fellsbæ og eru örfáar íbúðir þar óseld- ar. Nú er meginverkefnið bygging 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.