Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 66
TÆKNI
Stritað með viti: í stað skurðgraftrar
er borað fyrir lögnunum
Hann þolir 240 stiga hita og hefur
mjög mikla yfirborðshörku, eða 6 á
sk. Mohs-skala sem mun vera ámóta
harka og emaléring hefur. Efnið lítur
út eins og granít. Það fylgir sögunni
að vaskar úr þessu efni séu eftirsóttir
um þessar mundir.
• Sérsmíöum glugga eftir þínum óskum.
• Gerum föst verötilboö í alla smíði.
• Yfirborösmeöhöndlun - 400 litir.
• Góðir greiðsluskilmálar.
• Smíðum einnig sólstofur.
Áratuga reynsla í glugga- og
viö Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444
HRAÐVIRKUR
LAGNABOR
Sænska fyrirtækið Diamant Boart
Craelius í Marsta (Fax: +0760 187
82) framleiðir alls konar hátæknibún-
að fyrir verktaka. Það nýjasta er flytj-
anlegur bor sem gerir kleift að leggja
lagnir svo sem kapla eða rör undir
vegi, vatnsæðar, byggingar o.fl. án
þess að það þurfi að grafa. Með þessu
móti er ekki einungis fljótlegra að
leggja lagnir heldur verður það bæði
einfaldara og ódýrara, að sögn fram-
leiðandans.
Búnaðurinn nefnist „Terrabor
2001“ og er einfaldari útgáfa af um-
fangsmeira tæki sama framleiðanda
sem nefnist „Terrabor 3000“ og
verið hefur í notkun um árabil. Með
„Terrabor 2001“ er hægt að leggja
lagnir með allt að 20 sm þvermáli allt
að 150 metra vegalengd og dýpst 10
metra í mjúkan eða harðan jarðveg.
Þessi aðferð sparar skurðgröft og
vinnu við að moka ofan í skurð og
ganga frá honum, hún getur komið í
veg fyrir jarðrask og gróðurskemmd-
ir á viðkvæmum stöðum, ekki þarf að
loka vegum vegna lagna, veita vatni
framhjá o.s.frv.
Tæknin gengur út á að tækið snýr
borkrónu og þrýstir henni áfram. Til
að auðvelda borunina er sérstökum
vökva dælt með miklum þrýstingi út
úr krónunni. Stefnu krónunnar er
fjarstýrt en radíósendir í henni gefur
stefnuna til kynna um móttakara sem
er á stjómborði. Borkrónan er fest á
66