Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 102
LÝSING
reglulegu millibili því þær vilja dofna
og gefa oft mun minni birtu en þær
eru skráðar fyrir.
Ekki er síður nauðsynlegt að miða
styrkleika peranna við þá notkun sem
þeim er ætlað að þjóna. Við skulum
birta helstu styrkleika, sem að mati
ljóstæknifræðinga eru heppilegir í
mismunandi vistarverum hvers húss.
Loftljós í barnaherbergi . 1x75 w.
Lampi við rúm............ 1x60 w.
Borðlampi................ 1x60 w.
Ljós við spegil.......... 1x40 w.
Loftljós í hjónaherbergi . 2x60 w.
Óbein lýsing í stofu .... 4x60 w.
Bókahillulampi........... 2x40 w.
Sjónvarpslampi........... 1x40 w.
Loftljós í baðherbergi ... 2x60 w.
Ljós í forstofu ......... 2x40 w.
Ljós undir eldhússkápum 2x60 w.
Loftljós í eldhús ....... 2x60 w.
Útiljós ................. 1x60 w.
SÉRSTÖK LISTGREIN
Þegar litið er í lampaverslanir
dagsins í dag kemur í ljós gífurlegt
úrval hvers konar lýsingar sem þar er
að fmna. Lampar í öllum stærðum og
gerðum fást hér á markaði og senni-
lega eru flestir þeirra frá löndum eins
og Danmörku og Ítalíu en einnig frá
öðrum ríkjum hins vestræna heims.
Víða er hönnun lampa sérstök list-
grein og þá er við það miðað að lamp-
inn standist ströngustu kröfur um út-
lit, öryggi og síðast en ekki síst þá
birtu sem honum er ætlað að varpa á
umhverfi sitt.
Sérstök ástæða er til að benda fólki
á að gera strangar kröfur varðandi
öryggisþáttinn. Hér á landi eru öll raf-
magnstæki prófuð af sérstakri stofn-
un og þess gætt að lélegir lampar
komist ekki á markaðinn. Þeir sem
hér fást eru hins vegar afar misjafnir
að gæðum og alla jafna eru ódýrustu
lamparnir líklegastir til að bregðast
þegar mest á reynir.
Eldsvoðar og alvarleg slys frá
þessum rafmagnstækjum eru því
miður allt of algeng. Þá er ekki nóg að
sjálfur lampinn uppfylli kröfur heldur
verður að tengja hann rétt við rafkerfi
hússins. Þar vill oft verða misbrestur
á þegar fólk er sjálft að setja upp lýs-
ingu án þess að hafa vit til.
Lampar til notkunar í herbergjum
yngstu fiölskyldumeðlimanna verða
að uppfylla ströngustu kröfur því þeir
verða að þola óblíða meðhöndlun af
alls kyns tagi. Sama er að segja um þá
lampa sem eru notaðir í votrými, þ.e.
baðherbergjum, þvottahúsum og svo
auðvitað utandyra. Því miður vill það
bregða við að fólk setji óvarða lampa
upp í slíkar vistarverur, stundum með
afleiðingum sem geta reynst óbætan-
legar.
Það eru því okkar ráð að fólk vandi
vel til lýsingar á heimilum sínum og
spari ekki allt of mikið við sig þegar
þessi nauðsynlegu tæki hvers húss
eiga í hlut. Við skulum ekki gleyma
því að lampinn er ekki aðeins nauð-
synlegt hjálpartæki við leik og störf
heldur ekki síður gleðigjafi sem veitir
okkur birtu þegar skammdegið sækir
á.
Úrval góðra verkfæra og vinnupalla.
Stigar og tröppur af ýmsum stærðum
ir Steypuhrærivélar
m- Jarðvegsþjöppur
««- Háþrýstiþvottur
•r Járnaklippur
m- Hitablásarar
•r Múrfræsarar
ir Naglabyssur
■«- Múrhamrar
iv- Rafstöðvar
iv- Stingsagir
iv- Víbratorar
•v- Hjólsagir
iv- Flíasagir
iv- Borvélar
iv- Skerar
OPIÐ:
mánudaga - föstudaga kl. 8-18
og laugardaga kl. 9-16
VELA- OG
PALLALEIGAN
Hyrjarhöfða 7-112 Reykjavík • Sími 91-687160
Járnabeygjuvélar -m
Mótahreinsivélar -v.
Rafsuðuvélar -m
Mosatætarar -m
Loftverkfæri -m
Tréfræsarar -m
Hekkklippur -m
Vatnssugur -m
Loftpressur -m
Slípirokkar -m
Sláttuvélar -m
Ryksugur -v«
Slípivélar -m
Sláttuorf -m
Nagarar -m
Kerrur -m
102