Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 37

Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 37
ANDLIT FYRIRTÆKJA vilja ná símsambandi fljótt og vel og fá góba fyrirgreiðslu þess sem svarar þeirra skapast af því að starfsmaður, sem annast súnsvörun, er einfaldlega ekki nægilega vel að sér um starf hvers og eins í fyrirtækinu. Þetta get- ur haft það í för með sér að viðskipta- vinur, sem hringir til að afla sér upp- lýsinga, lendi í því að fá samband við þrjá eða fjóra starfsmenn áður en hann fær loks samband við þann rétta. GÓÐ SÍMAÞJÓNUSTA ER GÆÐASTJÓRNUN Stjómendur geta rétt ímyndað sér tímasóunina og truflunina ef mikið er um óþarfa svörun hjá almennum starfsmönnum vegna þess að starfs- maður við símsvörun getur ekki greint fyrirspum viðskiptavinarins í upphafi og vísað símtalinu beint til þess starfsmanns sem hefur með málið að gera. Það er tákn um gæðastjórnun ef stjómendur kappkosta að ráða til sín lipra og hæfileikaríka starfsmenn við símsvörun, starfsmenn sem hafa vilja til að leysa úr málum viðskiptavinar- ins með þeim formerkjum að það sé mál fyrirtækisins, en ekki þess sem hringir, ef umbeðinn starfsmaður er ekki við. íslenskir stjórnendur em almennt taldir fljótir að tileinka sér nýjustu tækni í símamálum og símaþjónustu. En þá er bara hálf sagan sögð. Það verður að aðlaga símkerfið að fyrir- tækinu og fyrirtækið (starfsmenn) að símkerfinu; upplýsa þarf starfsmenn rækilega um símkerfið. Stundum vill það brenna við að Símar hafa tekið miklum breyting- um. Hér er einn fallegur upp á gamla móðinn. (Mynd birt með leyfi Pósts og síma - Mynd Guð- mundur Ingólfsson) arins og hvort einhver annar geti lið- sinnt honum. Jafnframt á hann að bjóðast til að taka skilaboð og gefa upplýsingar um það hvenær viðkom- andi starfsmaður komi aftur, sé hann til dæmis á fundi úti í bæ. ÞJÓÐARLÖSTUR AÐ SVARA ILLA SKILABOÐUM Að vísu er það þjóðarlöstur að skilaboðum sé illa svarað. Það, að svara skilaboðum, er hluti af síma- þjónustu fyrirtækisins og þar með hluti af andliti þess út á við gagnvart viðskiptavinunum. í sumum fyrirtækjum er ekkert upplýsinga- eða skráningakerfi hjá starfsmanni skiptiborðs um viðveru einstakra starfsmanna. Þetta er mjög slæmt og dregur úr þjónustunni. Auðvitað eiga að liggja fyrir upplýs- ingar um hvort einstaka starfsmaður sé á fundi úti í bæ, hvert hann hafi farið og hvenær sé von á honum aft- ur. Einnig hvort hann sé á fundi innan- húss og vant við látinn. Sumir stjóm- endur byrja stundum vinnudaginn á fundi úti í bæ. Starfsmaður skipti- borðs á að hafa allar slíkar upplýsing- ar. Aðalatriðið er að hann geti gefið viðskiptavinunum viðhk'tandi svör. Fleiri dæmigerð vandamál er hægt að nefna um lélega símaþjónustu. Eitt 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.