Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 10
NÚVERANDISTJÓRNENDUR Jón Erling Ragnarsson. Vilhjálmur Jónsson. Lárus Berg Sigurbergsson. Nokkrar umræður hafa verið í viðskiptalífinu að undanförnu um þá ákvörðun Eiríks Hannes- sonar að hætta sem fram- kvæmdastjóri Ölgerðar- innar en þar hefur hann unnið síðustu 20 ár, þar af sl. 9 ár sem fram- kvæmdastjóri og í 11 ár þar áður sem skrifstofu- stjóri. Finnst mörgum furðulegt að hann sé að hætta í svo góðu starfi og því spyrja flestir: Hvað er Eiríkur að fara að gera? „Ég er að þessu til að láta draum rætast og hyggst fara út í sjálf- stæðan atvinnurekstur. Þess vegna mun ég dvelja erlendis um tíma á nýju ári. Því miður get ég ekki upplýst sem stendur hvað ég hef í huga. En ég vil honum leyndum um sinn.“ Eiríkur segir að vissu- lega sé þetta áhætta þegar menn sé komnir yfir fimmtugt. „En 20 ár hjá sama fyrirtæki eru líka langur tími og allir hafa gott af að breyta til. Ég mat það svo að nú væri sá tími kominn ætlaði ég á annað borð að breyta til. Nú væri að hrökkva eða stökkva.“ „Þegar í byrjun febrúar sl. var ég farinn að bræða þetta mjög með mér en ákvað svo að stíga skrefið og sagði starfi mínu lausu í byrjun júní. Þessi ákvörðun mín kom á óvart en það varð úr að ég starfaði út árið, eða að minnsti kosti þangað til að eftirmaður minn fynd- ist. Hann fannst svo í raun ekki fyrr en fyrir skömmu þannig að ég mun hætta um áramót.“ Eiríkur segir það mjög skemmtilegt að hafa fengið að taka þátt í uppbyggingu Öl- gerðarinnar á sl. tuttugu árum eftir að þeir Jó- hannes og Tómas Agnar tóku við af föður sínum. Eiríkur hefur verið for- maður stjórnar Endur- vinnslunnar frá því hún var stofnuð árið 1989. „Menn vildu gjarnan að ég yrði áfram stjórnarfor- maður Endurvinnslunnar þótt ég hætti í Ölgerðinni en það gengur ekki upp þar sem ég er að fara af landi brott,“ segir Eirík- ur. Samhliða því að Eirík- ur hættir hjá Ölgerðinni hafa verið gerðar skipu- lagsbreytingar hjá fyrir- tækinu. Jón Snorri Snorrason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Lýs- ingar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjár- mála. Þess má geta að Jón Snorri hefur skrifað reglulega um viðskipta- bækur í Frjálsa verslun sl. tvö ár og verður svo áfram. Jón Snorri verður einn Sigurður Eyjólfur Helgason. Lórusson. þriggja framkvæmda- stjóra hjá Ölgerðinni. Benedikt Hreinsson hef- ur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs en hann hefur starfað hjá Ölgerð- inni frá 1992, þar af sem markaðsstjóri síðustu þrjú ár. Lárus Berg Sigur- bergsson hefur verið og verður áfram fram- kvæmdastjóri fram- leiðslu. Þá hefur Vilhjálmur Jónsson verið ráðinn skrifstofustjóri Ölgerðar- innar. Hann hefur starfað sem aðalbókari hjá Öl- gerðinni síðan 1994. Jón Erling Ragnarsson hefur verið ráðinn sölustjóri. Hann hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 1992. Sigurður Helgason hefur verið ráðinn sölustjóri þjónustu- og veitinga- deildar. Hann hefur starf- að hjá Ölgerðinni frá ár- inu 1991. Eyjólfur Lárus- son hefur verið ráðinn sölustjóri landsbyggðar- innar. Jón Snorri Snorrason. Benedikt Hreinsson. láta reyna á gamlan draum og hann rætist kannski frekar ef ég held Eiríkur Hannesson er á Ieiðinni í eigin rekstur eft- ir tuttugu ára farsælt starf hjá Ölgerðinni. EG VIL LATA REYNA Á GAMLAN DRAUM ...og þú lækkar bensínkostnaðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.