Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Síða 17

Frjáls verslun - 01.10.1995, Síða 17
Það er skemmtileg hógværð því Öss- ur er vissulega hvoru tveggja. BÆÐIUPPFINNINGAMAÐUR OG MIKILL SÖLUMAÐUR Það er hógværð vegna þess að hin mikla velgengni fyrirtækisins á und- anfömum árum í útflutningi stafar af sölu vara sem byggja á uppfinningum sérfræðingsins Össurar, sem er einn fremsti uppfinningamaður á sínu sviði í heiminum, og kynningum og fyrir- lestrum hans sem reynst hafa besta söluaðferð fyrirtækisins til þessa. Össur hefur verið eftirsóttur fyrirles- ari erlendis um margra ára skeið og þykir vísindamaður á heimsmæli- kvarða. Vísindi, pælingar og uppfinningar eru ævinlega ofarlega í huga hans. Hann tekur daginn snemma og vakn- ar oftast rétt fyrir klukkan sjö á morgnana. Hann hefur það fyrir sið að setjast fljótlega fyrir framan tölvuna heima hjá sér og láta hugann reika með teikningar á skjánum fyrir fram- an sig, finna lausnir á ýmsum tækni- málum sem koma fyrirtæki hans til góða. Össur stofnaði fyrirtækið árið 1971 þegar hann kom heim frá námi í Sví- þjóð í stoðtækjafræði. Fjárskortur háði fyrirtækinu lengi vel. Fyrirtækið var bláfátækt. Rannsóknar- og þró- unarstarf er dýrt og yfirleitt líður langur tími frá því hugmynd fæðist og þar til hún skilar árangri. LAGÐIALLT UNDIR En þá kom að athafnamanninum Össuri, hann lagði allt undir og meira til - hann veðsetti íbúðarhús sitt og 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.