Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 24

Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 24
MAÐUR ARSINS á stúfinn og smíða stoðgrind utan um það. Þetta leiddi til byltingar í gerð hulsa og kom af stað miklu j)róunar- starfi í Bandaríkjunum. „Eg sýndi þessa lausn fyrst á ráðstefnu í Hous- ton í Texas árið 1983 og skömmu seinna á ISPO ráðstefnu (Intemation- al Society for Prosthetics and Ortho- tics) í Svíþjóð en þaðan flaug hug- myndin um allan heim á skömmum tíma. ISPO em þverfagleg samtök sem halda ráðstefnur á þriggja ára fresti og þangað koma stoðtækja- fræðingar, læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfarar og stjórnsýslufólk alls staðar að úr heiminum. Með því að kynna vöru á þessum vettvangi nær maður til mjög margra sem máli skipta. Ég var búinn að vinna mér traust á alþjóðlegum ráðstefnum og hafði jákvæða ímynd. Ég var vanur að sýna fólki hvað ég var að fást við, þótt ég sýndi þeim kannski ekki nákvæm- lega hvernig það var gert, og var op- inskár við kollega mína. Það var nokkuð óvenjulegt á þeim tíma en skapaði áhuga og forvitni um það sem ég var að fást við og greiddi götuna þegar silikonhulsan kom fram.“ Össur segir að margir hafi glímt við að fmna lausn á þessu vandmáli, t.d. hafi nokkrir verkfræðingar tekið sig saman fyrir 25 árum og ætlað að leysa vandamálið með þróuðu kerfi sem er enn langt í frá nógu gott. í fremstu röð á sínu sviði. Össur er eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum þingum og ráðstefnum. Fyrirlestrar hans hafa reynst einhver besta söluað- ferð fyrirtækisins. I september sl. hélt hann fyrirlestur í Melbourne í Astra- líu og sést í fremstu röð á meðal ráðstefnugesta. Nýlega hlaut hann hin virtu The Brian Blatchford verðlaun. BYLTINGARKENND NÝJUNG Eftir að Össur kynnti ICEROSS hulsuna hafa menn reynt að kópíera hugmyndina en þeir hafa ekki getað komist að því hvernig silikonblandan er búin til. Það er leyndarmál Össurar og efnisframleiðanda í Kalifomíu. „Efnið var þróað í samvinnu okkar á milli um 1980 en þá hafði ég reynt ótal efni. Blandan er vernduð með einkaleyfi og „know how“ og er ein- stök að mýkt, teygjanleika og rifhaldi, þ.e. efnið slitnar ekki í sundur þegar togað er í það. í markaðssetningu silikonhulsunn- ar leggjum við mesta áherslu á að kenna fólki rétta notkun hennar. Rétt notkun er gríðarlega mikilvæg því öllu er hægt að snúa upp í andhverfu sína ef ekki er rétt að farið. Við höfum skipulagt námskeið í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Samkeppnin er mjög mikil á þessu sviði og því vegur þjón- ustan mjög þungt. Við verðum að leggja alla áherslu á að standa okkur á því sviði og erum nú að skipuleggja enn víðtækari kennsluprógramm þegar við markaðssetjum nýju vöruna sem á eftir að valda enn meiri bylt- ingu,“ segir Össur og verður dular- fullur á svipinn. Hvaða vara er það? „Það er afrakstur þrotlausrar vinnu þróunardeildar fyrirtækisins. Hún var stofnuð fyrir tveimur árum og þar vinna efnafræðingar, verkfræðingar og fleira tæknifólk. Við höfum lagt 10% af veltu fyrirtækisins í þróunar- og rannsóknavinnuna. Ein af söluvör- um okkar er „Icecast" en það er tæki sem notað er við gifsmótatöku. Þeir sem nota það gera yfirleitt mun betri hulsur en þeir sem taka mót með öðr- um aðferðum. Gervifótur fyrir neðan hné samanstendur af hulsu eða hylki, sem stúfurinn fer ofan í, og framleista eða ökklalið. Álrör tengir svo þessa hluti saman. Silikonhulsan er til þess að vernda stúfinn og tengja hann við gervifótinn. Hulsugerð er afar vanda- samt verk og er það m.a. ástæðan fyrir því að við höfum lagt svo mikla áherslu á kennslu. Þessi nýja tækni leysir þann vanda. Hulsan er gerð beint á stúfinn, yfir silikonhulsuna. Beinhnútur eru verndaðar með púð- um úr silikonhlaupi, hulsuefnið er sett þar yfir og síðan er þrýst með „Icecast" tækinu,“ segir Össur og er að vonum stoltur yfir þessum árangri. 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.