Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 27
„Ég var ekki ánægður með það sem ég gat boðið
viðskiptavinum mínum upp á, þó að það væri í sjálfu
sér ekki verra en það sem í boði var annars staðar.“
því að setja fé í rannsókna- og þróun-
arstarf því þar liggur vaxtarbroddur-
inn. Til þess að ná verulegum árangri
þarf upphafsfé. Jarðvegur slíkra fram-
fara er fjármagnið og það er ekki hægt
að sá í jarðveg sem ekki er til.
Japanir hafa verið duglegir við að
setja saman hópa til að þróa áfram
hugmyndir sem þeir fá annars staðar
frá. Á því byggðist japanska efna-
hagsundrið.
Ég sé fyrir mér uppfinningahótel
fyrir hugmyndaríkt fólk þar sem væru
þjálfaðir sérfræðingar og aðstaða til
að vinna úr hugmyndum. Gallinn er
bara sá að allt er svo smátt í sniðum
hér á þessu litla landi. Það eru
kannski ekki frumlegheitin sem allan
vanda leysa, þótt vissulega skaði ekki
að vera frumlegur. Helstu iðnaðar-
þjóðir heims eru allar að framleiða
sömu hlutina í mismunandi útfærsl-
um. Það er ef til vill aðeins spurning
um að veita eða safna nægjanlegu fé
til þess að hægt sé að byggja sam-
keppnishæfan iðnað og markaðskerfi
á hvaða sviði sem er. Það er hins
vegar nauðsynlegt að móta traust-
vekjandi stefnu í þessum málum svo
að innlendir og erlendir þárfestar fái
áhuga.
Ertu alltaf að brjóta heilann um eitt-
hvað nýtt?
Össur hlær og neitar því en svarar
svo: „Þegar ég var unglingur pældi ég
mikið í jóga og las allt sem ég komst
yfir um það. Ég hélt því áfram þegar
ég kom til Svíþjóðar og fiktaði þá dálít-
ið við hugleiðslu. Svo óx ég frá því en
ég hef alltaf lesið mjög mikið. Ég hef
t.d. lesið Scientific American og New
Scientist í tuttugu og fimm ár. Á tíma-
bili sökkti ég mér niður í occultisma,
sem íjallar um yfirnátttúruleg fyrir-
bæri, en óx frá því líka. Nú má segja
að allar mínar biblíur standi föstum
fótum í raunvísindum og ég er löngu
orðinn sannfærður Darwinisti. Höf-
undar eins og Richard Dawkins, sem
skrifaði m.a. The Selfish Gene, The
Extended Phenotype og The Blind
Watchmaker; Roger Penrose og
margir fleiri hafa haft djúp áhrif á mig.
Douglas R. Hofstader, sem skrifaði
Gödel, Escer, Bach, er einnig í sér-
stöku uppáhaldi,“ segir Össur.
Að lokum er Össur spurður
hvernig hann sjái fyrir sér framtíð
fyrirtækisins og hvað það sé sem dríf-
ur hann áfram.
„Við þurfum að vera með klæmar
út um allt og fleyta okkur áfram á
þeirri öldu sem hefur borið okkur
uppi. Ég sé fyrir mér stöðugan vöxt
og fjárfestingar næstu ár. Síðan tekur
við eðlileg markaðsþróun með mögu-
leikum á lækkuðu vömverði. Hvað
drifkraftinn áhrærir þá er það svo að
þegar maður er kominn af stað með
vinnu af þessu tagi verður hún pískur
á mann. Maður er kominn í einhvem
farveg og verður að halda áfram og
kanna alla litlu stígana sem koma í
ljós. Þetta verður eins og net sem
togar mann áfram. Ég er sérfræðing-
ur með mikla reynslu og hef sem bet-
ur fer getað miðlað af þeirri reynslu.
Eins og ég sagði í upphafi var það
þörfin fyrir að finna betri lausnir fyrir
viðaskiptavini mína sem dró mig
áfram en síðan tekur athafnaþráin við.
Nú verð ég að fylgja þráðunum og sjá
hvað úr þessu verður. Það er ekki
hægt að láta staðar numið að svo
komnu máli,“ sagði Össur að lokum.
VW Æ W ÆMÆ MM Wf/W ÆW.ÆWÆ,
Þú nærð forskoti
'á ---------.rmmF- j
þegar tæknin vinnur meo þer
CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum er framtíöarlausn
fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi.
Umhverfisvæn Ijósritun
Hljóölát framleiösla
Endurnýtanleg prenthylki
Orkusparnaðarrofi
Lífrænn myndvals
MINOLTA
CS-PfíO Ijósritunarvélar
Skrefi á undan inn í framtíðina
KJARAN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR
SlÐUMÚL114, 108 REVKJAVlK, SlMI 5813022
27