Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 30
BÆKUR
Frjáls verslun velur viðskiptabók ársins:
WARREN BUFFETT
Bókin The Warren Buffett Way er viðskiptabók ársins, að
mati Frjálsrar verslunar. Hún segir ævisögu fjármálasnillings og er afar
gagnleg og fræðandi við kaup á hlutabréfum
Jón Snorri Snorrason hagfræd-
ingur, sem fjallar um viðskipta-
bækur Jyrir Frjálsa verslun, hefur
valið bókin The Warren Buffett
Way sem viðskiþtabók ársins
1995. Bókin segir ævisögu
Warren Buffett, frægasta fjár-
festis Bandaríkjanna. Hún er
afar gagnleg og fræðandi við kauþ
á hlutabréfum. Bókin var kynnt í
3. tölublaði Frjálsrar verslunar á
þessu ári.
BÓKAANNÁLL ÁRINS1995
□ þessu ári voru kynntar til sög-
unnar 10 bækur. Það er óhætt
að segja að þær hafi verið fjöl-
breyttar. Þó má skipta þeim í 5 pör: 2
eru eftir Tom Peters, sem er einn
afkastamesti höfundur á sviði við-
skiptabóka í dag. Anægjulegt var að
geta kynnt 2 bækur eftir innlenda höf-
unda; Þorkel Sigurlaugsson og
Thomas Möller. Síðan eru 2 um
markaðsmál og 2 um forsendur fyrir
árangri í stjómun og loks 2 um goð-
sagnir í viðskiptaheiminum, Richard
Branson og Warren Buffet.
Það má segja að það sé sameigin-
legt þessum bókum að þær fjalla um
breyttan viðskiptaheim. Þessi heim-
ur einkennist af sífellt meiri hraða og
kröfum um hagsýni og aukinn árangur
í vaxandi samkeppni. Vonandi geta
þau ráð og sú reynsla, sem fram kem-
ur í bókunum, reynst mönnum ómet-
anleg hjálp við að ná markmiðum sín-
um með betri stjórnun og tímaskipu-
lagningu sem skilar margföldum
árangri. Það er nauðsynlegt öllum
starfsstéttum að fylgjast vel með og
lesa það nýjasta sem er verið að fjalla
um í heimi viðskipta. Lestur góðrar
bókar hefur alltaf verið afslappandi og
gefandi og sama á við um góða við-
skiptabók. Þó ég hafi haft mjög gaman
af öllum þeim bókum, sem kynntar
voru, er engu að síður auðvelt að
velja bók ársins á meðal þeirra. Eftir
að ég kynnti bókina snemma á þessu
ári hef ég marga hitt sem eru sam-
mála mér um að hún sé einhver besta
bók sem menn hafi lesið um þetta
efni. Hún fjallar um Warren Buffett
sem er mesta goðsögn fjármála-
heimsins.
Viðskiptabók ársins:
The Warren Buffett Way
- eftir Robert G. Hagstrom jr.
Hér er á ferðinni ekki aðeins ævi-
saga frægasta fjárfestis Bandaríkj-
anna heldur nánast leiðbeininga- og
kennslubók um hvernig hann hugsar
og hvemig hann hegðar sér þegar
kemur að fjárfestingum. Bókin gefur
lesendum mjög glögga mynd af því
sem hann leggur til grundvallar
ákvörðunum og er því öllum lesend-
um gagnleg og sérstaklega fræðandi.
Bókin er skemmtilegt sambland af
ævi- og reynslusögum Warren Buff-
ett; skiptist í umfjöllun um manninn
Jón Snorri Snorra-
son hagfræðingur
skrifar reglulega
um viðskiþtabækur
í Frjálsa verslun.
sjálfan og hugsunina að baki fjárfest-
ingunum og síðan er fjallað í smáatrið-
um um einstaka fjárfestingar og farið
gaumgæfílega í fjárfestingakosti á
verðbréfamarkaði og hvað eigi að
forðast í þeim efnum.
Bókin er einstaklega aðgengileg.
Það er með mjög skemmtilegum
hætti sem höfundur setur fram for-
múluna um velgengni Warren Buffett
og síðan er hvert fjárfestingadæmið
tekið af öðru og sýnt hvemig kenn-
ingum er beitt í raunveruleikanum á
þau fyrirtæki sem hann hefur keypt.
Aðrar bækur, sem kynntar voru,
eru eftirfarandi í tímaröð:
1. tbl. The Tom Peters Seminar -
höfundur: Tom Peters
Holl og góð lesning um byltingar-
kenndar hugmyndir í stjórnun fyrir-
tækja.
Breytingar í viðskiptaheiminum
gerast mun hraðar en áður og því
þurfa stjómendur að vera opnir fyrir
nýjungum og ef nauðsyn krefur að
vera tilbúnir að gera það miklar breyt-
ingar hjá sér í vinnubrögðum að jaðri
við byltingu.
2. tbl. Beyond 2000 - The Future
of Direct Marketing - ritstjóri: Jerry
I. Reitman
Efnismikið og fjölbreytt greinasafn
um áhugavert viðfangsefni.
A undanfömum 15 árum hefur bein
markaðssetning (direct marketing)
verið notuð í æ ríkari mæli ár frá ári.
Aðferðin hefur sýnt það og sannað að
hún er góð leið og gagnleg til að koma
á og viðhalda viðskiptasamböndum.
4. tbl. Lyklar stjómandans - höf-
undur: Tom Lambert
30