Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 37
venjur mótast á þessu sviði, mismun- andi eftir því um hvaða tegund samn- inga er að ræða,“ sagði Tómas. NYTJALEYFISSAMNINGUR ÁHUGAVERÐUR FYRIR MARGA ÍSLENDINGA Tómas segir að fyrir marga íslend- inga geti sá möguleiki, að gera nytja- leyfissamning þegar hugmynd er á þróunarstigi, verið hagstæður. „Hér á landi er mikið um hugvitsmenn en þá skortir fjármagn og með slíkum samningum er hugsanlega hægt að fá fjársterka útlendinga til að halda áfram þróunarvinnu og sjá um mark- aðssetningu sem getur verið óhemju dýr. ísland er svo lítið land og þó að okkur takist að framleiða vöru eru oft litlar líkur á að okkur takist að þróa hana nægilega hratt áfram og fram- leiða hana í því magni og á því verði sem markaðurinn krefst ef varan nær mikilli útbreiðslu. Hins vegar getur það verið vandamál að fá erlenda aðila til þess að trúa því að menn hér á landi hafi fundið lausn á vandamáli sem fjölmargir starfmenn þeirra hafa glímt við án árangurs. Ég þekki dæmi þess að það hafi tekið allt upp í tvö ár að fá þá til að skilja að örfáir menn, sem kannski vinna við frumstæðar að- stæður, hafi raunverulega slíkt hug- vit, elju og áræði til að bera.“ NOKKRIR MÖGULEIKAR Hægt er að gera nytjaleyfissamn- ing hvort heldur einkaleyfi er fyrir hendi, varan nýtur hönnunarvemdar, höfundaréttar eða fellur undir verk- þekkingu (know-how). Auðvitað er einnig oft um að ræða hugverka- og verkþekkingarsamninga sem byggja á fleiri en einum þessara flokka. Samning má gera á ýmsum stigum þróunarferils vörunnar. „Ef varan er ekki fullbúin er athugandi að gera rannsóknar- og þróunarsamning og þá er mjög mikilvægt að kveða á um hvað gerist ef niðurstaða rannsókn- anna verður jákvæð. Hver á þá fram- leiðsluréttinn og hver á að sjá um sölu og dreifingu, hvernig skal skipta tekj- um o.s.frv? Slíkir samningar eiga t.d. mjög oft við um lyf og í mörgum tilvik- um um framleiðslu flóknari hluta, t.d. vélasamstæðna. Nytjaleyfissamningur getur verið framleiðslusamningur, framleiðslu- og dreifingarsamningur eða eingöngu dreifingarsamningur. Einnig er möguleiki á ýmiskonar samstarfs- samningum (joint venture) þar sem tekin er, að ákveðnu marki, sameig- inleg áhætta. Með slíkum samningum setja menn sér ákveðin markmið og stofna oftast sérstakt fyrirtæki, yfir- leitt hlutafélag, í þeim tilgangi. SAMSTARFSSAMNINGAR GETA VERIÐ VARASAMIR Samningamir geta verið sérstakir samstarfssamningar eða í formi hlut- hafasamninga. Fyrirtækið verður sérstakur lögaðili og verður að öllu jöfnu samningsaðili upphaflegs rétt- hafa, t.d. uppfinningamanns, vegna hugsanlegrar þróunar, framleiðslu og dreifingar á vörunni. Áður en menn gera alvöru úr slíkum samningum er áríðandi að gera sér grein fyrir því að þátttaka í samstarfssamningum er mjög fyrirhafnarmikil og tímafrek og veruleg hætta á að íslendingar hafi takmörkuð áhrif í slíku samstarfi ef staðsetning viðkomandi verkefnis og fyrirtækis er erlendis. Oft verður endanleg niðurstaða af slíku samstarfi sú að upphaflegi rétthafinn fær minna í sinn hlut en verið hefði með hefð- bundnum nytjaleyfissamningi ein- göngu enda lækka yfirleitt greiðslur vegna nytjaleyfisins ef viðkomandi er aðili að samstarfssamningi. En sam- starfsaðilinn hefur á hinn bóginn yfir- leitt yfirburðastöðu til þess að hagn- ast með beinum og óbeinum hætti á rekstri samstarfsfyrirtækisins og halda þannig beinum arðgreiðslum eða eignamyndun í lágmarki. Samn- ingsaðila að slíkum samningum verð- ur að velja sérstaklega vel enda er um að ræða nokkurs konar hjónaband sem verður að byggja á gagnkvæm- um trúnaði og trausti." FRAMLEIÐSLU- OG DREIFINGARSAMNINGUR Þegar gerður er framleiðslu- og/ eða dreifingarsamningur við ákveðið fyrirtæki segir Tómas að mikilvægt sé að tilgreina lágmarks söluskyldu því menn geti lent í því að ekkert seljist af vörunni og þeir fái þar með engar tekjur. „Það getur komið fyrir að fyrirtæki, sem tekur að sér sölu á KRINGLUNNI SÍMI 588 7230 IWC S&ux. fS(<S „ Fliegerchronograph " frá IWC. Fyrir fólk sem vill vera á toppnum. Nýjasta gæðaúrið frá IWC er nýlega lent hjá IWC umboðsmanni þínum - sögulegur sigurvegari hins fræga úrs Mark XI. Best væri fyrir þig að hefja þig til flugs í stutta flugferð í verslun okkar. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.