Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 39

Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 39
landi skuldbindur sig þá til þess að fara eftir þeirri formúlu um fram- reiðslu og þjónustu og gæði vörunnar sem eigandinn setur og eigandinn hefur ákveðinn eftirlitsrétt með þess- um þáttum en skuldbindur sig jafn- framt til þess að veita ákveðna þjón- ustu og ráðgjöf. Á grundvelli vöru- merkis og viðskiptavildar fyrirtækis- ins eru ákveðnar gæðakröfur settar og á neytandinn að geta gengið að sömu gæðum og þjónustu hjá öllum samningsaðilum rétthafans hvar sem er í heiminum. Samningsform þetta hefur mjög lítið verið notað af íslensk- um rétthöfum hingað til. Þetta form er þó rétt að hafa sterklega í huga þegar ákvörðun er tekin um hvaða samningsform sé best að nota enda geta slíkir samingar oft gefið mikið í aðra hönd. Eitt af skilyrðum þess að eðlilegt sé að nota þetta form er að veruleg og jákvæð reynsla sé komin á viðkomandi viðskiptahugmynd eða kerfi sem hægt sé að vísa til þegar slíkir samingar eru boðnir. Samningar sem þessir eru mjög algengir víða er- lendis og gilda sumstaðar sérstök lög um þá. í ýmsum fylkjum Bandaríkj- anna er til dæmis gildi þeirra háð leyfi viðkomandi yfirvalda, í öðrum er ein- ungis skylt að skrá slíka samninga hjá viðkomandi skráningaryfirvöldum en í enn öðrum eru engar sérstakar kröf- ur gerðar til slíkra samninga. En hvemig líst Tómasi á stöðu hugverkaiðnaðarins í dag? „í raun er árangur síðustu tveggja ára á þessu sviði ótrúlega góður þar sem mörg ný fyrirtæki hafa sýnt og sannað að þau eigi fullt erindi á erlenda markaði. Þess vegna sé ég ekki ástæðu til ann- ars en mikillar bjartsýni um framtíð nýsköpunar á þessu sviði enda sýnist mér að stjórnvöld séu að öðlast betri skilning á þörfum og möguleikum þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir,“ sagði Tómas að lokum. Á markað íDanmörku og Bandaríkjunum HELGIBALDURSSON FANN UPP MIKILVÆGT KENNSLUGAGN élgi Baldursson, kennari við Verslun- arskólann, hefur hannað nýjung til að halda utan um kennslugögn. Það er glæruvasi með flettan- legum hliðarvasa. Helgihef- ur fengið mynsturvernd hér heima og einkaleyfi (small patent) í Danmörku og hef- ur sótt um sams konar vernd í Bandaríkjunum. Verndin er staðfesting á því að hugverkið sé hans og mikilvæg forsenda fyrir frekara markaðsstarfi. Frjáls verslun spurði Helga um uppfinninguna og hvað hann ætlaði að gera við hana í framtíðinni. „Ég útbjó sérstaka hand- bók fyrir kennara og er hún þannig uppbyggð að í henni eru geymd á sama stað verkefni, lausnir og kennsluleiðbeiningar," seg- ir Helgi. „Mig vantaði hent- ugan geymslustað sem rúmaði þetta þrennt og fékk þá hugmyndina að hliðar- vasa sem yrði fastur við Helgi fékk einkaleyfi fyrir glaeruvasanum í Dan- mörku og hefur einnig sótt um slíkt leyfi í Bandaríkj- unum. glæruvasann. Þannig er hægt að hafa allt á sama stað og er það til mikils hægðar- auka fyrir kennarann. Þetta verkefni hugsa ég sem hluta af gæðastarfi í skólum. Ég kannaði fyrst hvort hægt væri að fá svona glæruvasa en komst að því að svo var ekki. Frumat- hugun fór fram á nýnæmis- deild Iðntæknistofnunar, síðan lét ég framkvæma nýnæmisathugun erlendis og komst að því að þetta væri ný uppfinning. Þá sótti ég um mynsturvemd hjá Einkaleyfastofunni og leit á það sem fyrstu vemd eða opinbera skráningu á því út- liti og formi sem ég hafði í huga.“ FRAMLEIÐSLAOG MARKAÐSSETNING MIKILVÆGUST Helgi segir mikilvægt að vanda vel til kröfu- og tæknilýsinga á hlutnum fyrir skráningu en sú lýsing getur farið í gagnabanka þar sem sagt er frá tækninýjungum. „Við tæknilýsinguna þarf að draga fram nýnæmið við hugmyndina,“ segir hann. „Ég ákvað að skrá hlutinn í Danmörku og tók það nokkra mánuði en aðal vinn- an er fólgin í áðumefndum lýsingum. Sú skráning er viðurkennd út um allan heim og veitir mér rétt (prioritet) til að framleiða og selja hlut- inn í tíu ár. Margir láta staðar numið þegar búið er að skrá hlutinn en þá verða kaflaskil í ferlinu og mikilvægt að halda áfram. Nú þarf að finna framleiðanda að vörunni og hefja markaðsstarfið. Ég fékk Múlalund til þess að framleiða vöruna hér á landi og er að undirbúa fyrstu sendinguna til söluaðila í Danmörku.“ Helgi leggur áherslu á mikilvægi þess að menn gefi sér tíma og hafi þolinmæði til þess að koma nýjungum áfram. Einnig þurfa menn að vera tilbúnir til að leggja fram áhættufé. „Ég veit að mörgum getur reynst erfitt að brúa bilið frá því að hlutur er skráður og þangað til hægt er að fara að selja hann með ágóða. Skráningin í Danmörku kostaði t.d. um 200.000 krónur og skráning í Bandaríkjunum kostar enn meira. Þegar ég sótti um þar lét ég þýða efnið, sem ég fékk þegar hluturinn var samþykkturíDanmörku, og síðan þurfa Bandaríkjamenn að laga þetta að sínum fors- endum. Ég er ákveðinn í að koma vösunum á markað í Bandaríkjunum og finnst mikilvægt að fá skráningu þar áður. Þá fær hluturinn ákveðið númer sem auð- veldar markaðssetningu hans,“ segir Helgi. 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.