Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 40
VIÐ ARAMOT
HVAÐ SEGJA ÞEIR
UMÁRAMÓT?
1. Hvað einkenndi árið
1995 í þinni atvinnu-
grein?
2. Hvemig metur þú horf-
urnar fyrir árið 1996?
Tölvur og ráðgjöf:
FROSTIBERGSSON,
OPNUIH KERFUM
1. Árið 1995 var ár mikilla breyt-
inga. Mikill vöxtur var í greininni þar
sem mörg fyrirtæki skiptu um upp-
lýsingakerfi og fjárfestu í tölvubúnaði.
Við eignuðumst marga nýja viðskipta-
vini á árinu, þar á meðal mörg stór
fyrirtæki. Það hefur ekki gerst áður
að svo margir stórir aðilar hafi skipt
um upplýsingakerfi.
2. Eg sé ekki annað en að þessar
breytingar og fjárfestingar í tölvubún-
aði haldi áfram á næsta ári og ég geri
ráð fyrir góðu ári hjá okkur þar sem
Frosti Bergsson, Opnum kerfum:
„Ekki gerst áður að svo mörg stór
fyrirtæki hafi skipt um upplýsinga-
kerfi hjá sér á einu ári.“
við höfum verið að gera breytingar í
fyrirtækinu sem eiga eftir að skila
sér. Margir hafa haldið að sér hönd-
um, verið að skoða málin og eiga enn
eftir að endurnýja hjá sér. Mikil
hreyfing er einnig á heimilismarkaðn-
um og ég spái því að hann eigi eftir að
opnast enn meir á næstu árum.
Þrýstingurinn á að kaupa nýja tölvu
mun koma frá börnunum og það hefur
færst í vöxt að starfsmenn tengi
heimilistölvuna við tölvu fyrirtækis-
ins. Þeir hafa þá möguleika á að vinna
heima og tengjast innlendum og er-
lendum upplýsingabönkum. Tölvu-
byltingin er rétt að byrja,“ sagði
Frosti hjá Hewlett Packard.
Flutningar:
HÖRÐUR
SIGURGESTSSON,
FORSTJÓRIEIMSKIPS
1. „Árið 1995 var ár framvindu en
einnig ár sviptinga og samkeppni. í
efnahagslegu umhverfi ríkti jafnvægi
og hagstæð ytri skilyrði, bæði hér
heima og erlendis.
2. Árið 1996 leggst þokkalega í
mig. Vonandi verður efnahagslegt
umhverfi erlendis áfram hagstætt,
eins og við höfum þekkt undanfarin
misseri. Hér á landi verður þróunin á
næsta ári líklega hraðari með tilkomu
nýs álvers. Mér finnst ástæða til að
hafa áhyggjur af því að hún verði of
hröð og skapi vandamál þótt mér finn-
ist vissulega fagnaðarefni að við tök-
umst á við ný verkefni. Það verður
viðfangsefni stjómvalda að taka á
þessu og sjá til þess að málin fari ekki
úr böndum. Jákvæðum breytingum
Hörður Sigurgestsson, Eimskip:
„Árið 1995 var ár framvindu en
einnig ár sviptinga og samkeppni.“
geta fylgt vandamál. Hjá Eimskip
hlökkum við til að takast á við ný
verkefni en á næsta ári verða veru-
legar breytingar í rekstri þar sem við
höfum breytt siglingaáætlunum og fá-
um ný skip. Við munum áfram leggja
áherslu á uppbyggingu erlendis en nú
vinna 250 manns fyrir fyrirtækið í
öðrum löndum,“ sagði Hörður, for-
stjóri Eimskips.
Verslun:
JÓHANNESJÓNSSON
í BÓNUS
1. „Harðnandi samkeppni á mat-
vörumarkaðnum einkenndi árið 1995
og ákveðin spenna ríkti í kringum
bensínsöluna þegar við byrjuðum
þann rekstur. Samkeppnin í matvör-
unni kom víða að en við höfum full-
komið eftirlitskerfi með verðtilboðum
samkeppnisaðila og þegar við opnum
verslanir okkar klukkan tólf bjóðum
við lægra verð en þeir. Það má því
segja að í gangi hafi verið verðstríð
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON OG KRISJÁN EINARSSON
40