Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 42

Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 42
VIÐ ARAMOT 1. „Þjónusta við ferðamenn hefur mikinn meðbyr í daglegri umræðu manna á meðal. Það er skilningur þjóðfélagsins að ferðaþjónustan sé vaxtarbroddur sem sé atvinnuskap- andi á mörgum sviðum. Aukning hef- ur orðið á fjölda erlendra gesta á árinu en þessi aukning skilar sér mismikið til fyrirtækjanna eftir því hvar þau eru í sveit sett. Aukning á höfðatölu segir því miður ekki alltaf til um afkomu í greininni vegna mismunandi dvalar- lengdar, eðli viðskiptanna o.fl. 2. Fyrirtæki í hótel- og veitinga- rekstri munu einbeita sér meira að gæðamálum en hefur verið á undan- fömum árum, bæði vegna kröfu frá ríkisvaldinu, þ.e. heilbrigðiskröfu, og vegna aukinna krafna markaðarins. Virk gæðastjómun einstakra fyrir- tækja, auk stefnumótunar samgöngu- ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, á eftir að skila ferðaþjónustunni markvissari vinnubrögðum. Sú stefnumótunarvinna á t.d. eftir að svara hvort við eigum áfram að stefna á sem mestan fjölda ferðamanna eða hvort önnur markmið séu áhugaverð- ari. Því miður hefur verið of mikið um sveiflur í tekjum í ferðaþjónustunni frá einu ári til annars sem stafa af utanaðkomandi ástæðum. Ég spái því að tekjulínuritið verði ekki strik upp á við 1996 heldur í besta lagi lárétt lína,“ sagði Jónas á Hótel Sögu. Útflutningur: BENEDIKT SVEINSSON, ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM 1. „í sjávarútveginum einkenndist árið 1995 af mikilli baráttu við að halda þokkalegri stöðu miðað við erfiðar að- stæður. Fiskur af íslandsmiðum var ekki nægur til þess að halda uppi veið- um og vinnslu sem leiddi til áfram- haldandi verðhækkana á aflaheimild- um og enn aukinnar áherslu á veiðar utan landhelgi. Hefðbundin fisk- vinnsla í landi átti og á verulega undir högg að sækja en hún hefur orðið að búa við erfiðar ytri aðstæður, svo sem lækkun á helstu gjaldmiðlum og takmarkað og dýrt hráefni. Hvað varðar okkar fyrirtæki var Benedikt Sveinsson, íslenskum sjávarafurðum: „I sjávarútvegi er- um við að fara inn í tímabil þar sem hugsa verður stórt.“ árið baráttuár og mikið um að vera. I byrjun var tekist á um UA og Akur- eyri, síðan reistar nýjar höfuðstöðvar f Reykjavík og aukin áhersla lögð á öflun afurða erlendis. Þegar upp var staðið var árið, sem nú er að líða, okkur gott. 2. Ég lít björtum augum á framtíð- ina, enda er ég bjartsýnismaður. í sjávarútveginum erum við að fara inn í tímabil þar sem gæta verður vel að öllum möguleikum og hugsa stórt. Nauðsynlegt er að leysa strax þá miklu erfiðleika sem hefðbundin fisk- vinnsla er í en hún aflar í dag gjaldeyr- is sem seldur er fyrir slikk og flæðir hratt út úr landinu. Þetta ástand veg- ur alvarlega að framtíð þess fólks í byggðum landsins sem aflar gjaldeyr- isins með mikilli vinnu. Ég spái góðri loðnuvertíð, góðum markaði fyrir frysta loðnu og yfirleitt góðum markaði fyrir sjávarafurðir. Samkeppnin í matvælaiðnaðinum mun áfram verða hörð og því nauð- synlegt að hyggja vel að framleiðslu- kostnaði. Við erum með mörg verk- efni í gangi bæði heima og erlendis og horfum með tilhlökkun fram á nýtt og spennandi ár,“ sagði Benedikt hjá ís- lenskum sjávarafurðum. Matvælaiðnaður: STEINÞÓR SKÚLASON, SLÁTURFÉLAGI SUÐURLANDS 1. „Mjög mikil samkeppni ein- kenndi kjötmarkaðinn á yfirstandandi ári. Neytendur hafa notið þessa ástands í lækkuðu verði en þrengt er að afkomu fyrirtækjanna. Markaður- inn hefur færst hratt frá frosinni vöru til ferskrar. Það gerir meiri kröfur en áður til vörumeðhöndlunar á öllum stigum vegna þess hve viðkæmar ferskar vörur eru. Hollustusjónarmið fara mjög vax- andi svo og vitund neytenda um eigin- leika þeirrar vöru sem þeir neyta. Miklar framfarir hafa orðið í gæða- málum með tilkomu innra eftirlits sem er orðin skylda í matvælafyrir- tækjum frá og með desember 1995. 2. Til að tryggja framtíð sína til lengri tíma litið verður innlend fram- leiðsla að nálgast erlenda aðila betur á sviði framleiðslukostnaðar. Þetta á jafnt við um frumframleiðsluna í sveit- unum og frekari vinnslu. Það styður Steinþór Skúlason, Sláturfélagi Suðurlands: „Markaðurinn hefur færst hratt frá frosinni vöru til ferskrar." innlenda framleiðslu að þeir þættir, sem draga úr framleiðni innanlands, eins og litlar framleiðslueiningar og mmni vélvæðing, teljast vaxandi kostir hjá mörgum neytendum í sam- anburði við verksmiðjubúskap er- lendis. Framleiðsla í sátt við um- hverfið, dýravernd og hreinleiki af- urða eru þau lóð sem við getum lagt á vogarskálina á móti ýtrustu hag- kvæmni erlendra risaverksmiðja,“ sagði Steinþór hjá Sláturfélagi Suður- lands. 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.