Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 45

Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 45
DREGIÐ ÚR GERD AUGLÝSINGA Fjórmenningarnir eru sammáia um að áhersiur hafi breyst á auglýsingamarkaðnum á undanförnum árum. Hlutfallslega hafi dregið úr auglýsingum í markaðsstarfi fyrirtækja og lögð sé meiri áhersla á starfá vettvangi, vörukynningar, uppstillingar á vörum, eigin boðleiðir, markpóst og upplýst starfsfólk. ÁKVEÐNIR MARKHÓPAR „Það helsta sem mér finnst vanta á markaðinn hér er að fyrirtæki geti keypt ákveðna markhópa í auglýsingamiðlunum. “ - Bogi Siguroddsson, formaður ímarks. STERKIR MIÐLAR Það eru ekki margir þróaðir auglýsingamarkaðir með jafn sterka auglýsingamiðla og sá íslenski. Hér eru sjónvarpsþættir sem um 40% þjóðarinnar horfa á. - Finnur Árnason, Sldtutfélagi Suðurlands. FÆRRI STARFSMENN Margir þættir, svo sem aukin samkeppni og færri starfsmenn auglýsingastofanna, hafa auðveldað þeim að lækka verðið. - Ólafur E. Ólafsson, Osta- og smjörsölunni. TÆKNIN EKKI LÆKKAÐ VERÐIÐ NÆGILEGA Tæknibyltingin í auglýsingagerðinni hefur ekki skilað sér í lægra verði til viðskiptavina auglýsingastofanna. - Birna Einarsdóttir, íslandsbanka. Örjáls verslun birtir reglulega greinar um auglýsingar og markaðsmál, sagðar er sögur að baki einstökum auglýsingaherferð- um og fleira í þá veru. En hvemig standa íslenskar auglýsingastofur sig? Leitað var í smiðju fjögurra aðila, fulltrúa ólíkra fyrirtæka sem öll eru áberandi á íslenska auglýsingamark- aðnum, eftir svörum við þessari spumingu. Leitað var til Finns Áma- sonar, markaðsstjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands, Ólafs E. Ólafssonar, framkvæmdastjóra íjármálasviðs hjá Osta- og smjörsölunni, Bimu Einars- dóttur, markaðsstjóra íslandsbanka og Boga Siguroddssonar, formanns ÍMARKS sem einnig sér um heild- sölusvið Hans Petersen. Þessir fjórir viðmælendur Frjálsrar verslunar vom sammála um að áherslur hefðu breyst síðustu miss- erin. Auglýsingar skipta enn miklu máli en þurfa að vera sterkar til að fanga athygli fólks í þessu mikla flóði auglýsinga sem skellur á hveijum og einum. Hlutfallslega hefur því dregið úr auglýsingum í markaðsstarfi fyrir- tækjanna og nú er meiri áhersla Iögð á starf á vettvangi, vömkynningar, uppstillingar á vörum, eigin boðleiðir, markpóst og upplýst starfsfólk. AUGLÝSINGAMARKAÐURINN Fjórmenningamir em sammála um að íslenski auglýsingamarkaðurinn sé nokkuð þróaður miðað við hversu smár hann sé. Finnur segir að ekki sé margt sem fmnist á þróuðum auglýs- ingamarkaði sem beinlínis vanti hér á markaðinn, hvorki miðlar né auglýs- ingaefni. Bogi segir auglýsingamarkaðinn bæði vera þróaðan og faglegan „með öllum þeim tækjum og tólum sem okkur vantar. Það helsta sem mér finnst vanta á markaðinn hér er að fyrirtæki geti keypt ákveðna mark- hópa í auglýsingamiðlunum. Það er þekkt víða erlendis að fyrirtæki með sérhæfðar vörur, sem ætlaðar eru ákveðnum markhópi, greiði fýrir snertiverðið til markhópsins, þ.e. greiði ekki fyrir að áreita alla þá sem sjá auglýsinguna, heldur einungis fyrir þá sem sjá hana og tilheyra markhópnum. Þannig gætu tvær aug- lýsingar í sama auglýsingatíma sjón- varpsstöðvar, svo dæmi sé tekið, verið seldar á misjöfnu verði, eftir því hver markhópurinn er hjá viðkomandi auglýsendum. Þetta kann að hljóma flókið en er í raun einfalt því allar upplýsingar, sem þessi aðferð grund- vallast á, eru til í könnunum.“ AUGLÝSINGAR Þorsteinn G. Gunnarsson Bima segir íslenska auglýsinga- markaðinn Ktinn og þægilegan „og enn er frekar einfalt að ná til megin- þorra landsmanna." Sem dæmi nefnir Bima að hefðbundnir auglýsingamiðl- ar hafi verið notaðir við kynningu á Heimabanka íslandsbanka nú í haust „og samkvæmt skoðanakönnunum sáu 60% landsmanna þær auglýsingar okkar, sem er einstakt afrek.“ Finnur segir íslenska auglýsinga- markaðinn „skemmtilega smáan, að

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.