Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 48
ERLENDIR FRÉTTAMOLAR Irena og Jacek Szot telja fyrirtæki sitt í Póllandi geta mætt gæða- og verðkröfum í framleiðslu fyrir General Motors. VIÐSKIPTIBLÓMGAST □ ólverjar hrintu af stað áætlun 1990 sem hefur borið þann ávöxt að efnahagslíf hefur tek- ið stórt stökk fram á við. Með óbreyttum launakostnaði og aukinni framleiðni hafa þúsundir nýrra fyrir- tækja meira fé til að stuðla að vexti sínum. Útflutningur hefur aukist um 37% á þessu ári og er um að ræða 200.000 fýrirtæki í útflutningi en þau voru 200 fyrir 5 árum síðan. Minni launakostnaður bætir samkeppnis- stöðu landsins gagnvart framleiðslu og verðum Asíulanda og viðskipti landamærabæja í landinu auka gjald- eyristekjur um 4 milljarða dollara ár- lega. Irena og Jacek Szot eru meðal þeirra, sem tekið hafa þátt í efnahags- undrinu, en þau reka fýrirtæki í bfla- hlutaframleiðslu sem metið er á 2 milljónir dollara og framleiðir m.a. fyrir bandaríska fyrirtækið General Motors. SLÆST VIÐ C0KE □ illy Payne, forseti fram- kvæmdanefndar Ólympíuleik- anna í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 hefur í mörg hom að líta. Byggja á upp Ólympíugarð, sem verður nokkurs konar hjarta leikanna, og við hliðina á verður garður sýndarvem- leika sem Coca-Cola ætlar að reisa. Hængur er þó á framkvæmdinni því á sama landi eru þijú smáfyrirtæki, þ.á.m. prentstofa Ed Taylor en hún stendur á því svæði þar sem Coca- Cola ætlar að byggja upp fyrir 20 millj- TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSS0N ónir dollara. Coke hefur boðið Taylor 95 dollara fyrir ferfetið (9,29 m2) en hann vill 115 dollara auk nýrrar bygg- ingar annars staðar í borginni og segir að lóðaverð hafi hækkað um 1.300% síðan Payne og Coke tilkynntu fyrir- hugaðar framkvæmdir. Allir vilja bita af kökunni og segist Taylor aðeins vilja sína sneið. Kannski ætti Payne að bjóða honum eftirsóttustu miðana, þ.e. þá er gilda við opnunarhátíð leik- anna. HEIMSMETIÐ 0G AUGLÝSINGARNAR ar. Fræg ljósmynd ekki í auglýsingarn- LAND R0VER í SÓKN Land Rover umboð á Long Island í New York býður tilvonandi kaupend- um sínum í ökuferð um torfænisvæði á landareign bflasölunnar til að auka á sölumöguleikana. Charles R. Hughes, forstjóri fyrir umboð LR í Norður-Am- eríku, hefur óskað eftir því við umboðin 93 í álfunni að taka þátt í uppbyggingu margmilljóna dollara sölumiðstöðva. Síðan LR hóf sölu á Discovery bflnum á árinu ’94 á þessu sölusvæði, hefur sala þar aukist um 78% með sölu 13.383 bifreiða sem setur LR í efsta sæti í þessum flokki bifreiða. ir Roger Bannister, sem fyrst- ur manna hljóp mflu á undir 4 mínútum árið 1954 og setti heimsmet, vill ekki að mynd sú, er tekin var af honum á marklínu, sé notuð í auglýsingaskyni. Þetta varð hins vegar raunin í auglýsingu Airbus Industrie í Wall Street Journal og Business Week ekki alls fyrir löngu. Bannister gerði athugasemd við uppátækið en ekki er leyfflegt í Bandaríkjunum að nýta sér slíkar myndir án samþykkis viðkomandi en er þó leyfilegt í heimalandi Bannister, Bretlandi. Airbus og auglýsingastof- an hafa boðist til að leggja fé í þá góðgerðarstarfsemi er Bannister kýs helst sem sárabætur. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.