Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 48
ERLENDIR FRÉTTAMOLAR
Irena og Jacek Szot telja fyrirtæki sitt í Póllandi geta mætt gæða- og
verðkröfum í framleiðslu fyrir General Motors.
VIÐSKIPTIBLÓMGAST
□ ólverjar hrintu af stað áætlun
1990 sem hefur borið þann
ávöxt að efnahagslíf hefur tek-
ið stórt stökk fram á við. Með
óbreyttum launakostnaði og aukinni
framleiðni hafa þúsundir nýrra fyrir-
tækja meira fé til að stuðla að vexti
sínum. Útflutningur hefur aukist um
37% á þessu ári og er um að ræða
200.000 fýrirtæki í útflutningi en þau
voru 200 fyrir 5 árum síðan. Minni
launakostnaður bætir samkeppnis-
stöðu landsins gagnvart framleiðslu
og verðum Asíulanda og viðskipti
landamærabæja í landinu auka gjald-
eyristekjur um 4 milljarða dollara ár-
lega. Irena og Jacek Szot eru meðal
þeirra, sem tekið hafa þátt í efnahags-
undrinu, en þau reka fýrirtæki í bfla-
hlutaframleiðslu sem metið er á 2
milljónir dollara og framleiðir m.a.
fyrir bandaríska fyrirtækið General
Motors.
SLÆST VIÐ C0KE
□ illy Payne, forseti fram-
kvæmdanefndar Ólympíuleik-
anna í Atlanta í Bandaríkjunum
1996 hefur í mörg hom að líta. Byggja
á upp Ólympíugarð, sem verður
nokkurs konar hjarta leikanna, og við
hliðina á verður garður sýndarvem-
leika sem Coca-Cola ætlar að reisa.
Hængur er þó á framkvæmdinni því á
sama landi eru þijú smáfyrirtæki,
þ.á.m. prentstofa Ed Taylor en hún
stendur á því svæði þar sem Coca-
Cola ætlar að byggja upp fyrir 20 millj-
TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSS0N
ónir dollara. Coke hefur boðið Taylor
95 dollara fyrir ferfetið (9,29 m2) en
hann vill 115 dollara auk nýrrar bygg-
ingar annars staðar í borginni og segir
að lóðaverð hafi hækkað um 1.300%
síðan Payne og Coke tilkynntu fyrir-
hugaðar framkvæmdir. Allir vilja bita
af kökunni og segist Taylor aðeins
vilja sína sneið. Kannski ætti Payne
að bjóða honum eftirsóttustu miðana,
þ.e. þá er gilda við opnunarhátíð leik-
anna.
HEIMSMETIÐ 0G
AUGLÝSINGARNAR
ar.
Fræg ljósmynd ekki í auglýsingarn-
LAND R0VER í SÓKN
Land Rover umboð á Long Island í
New York býður tilvonandi kaupend-
um sínum í ökuferð um torfænisvæði á
landareign bflasölunnar til að auka á
sölumöguleikana. Charles R. Hughes,
forstjóri fyrir umboð LR í Norður-Am-
eríku, hefur óskað eftir því við umboðin
93 í álfunni að taka þátt í uppbyggingu
margmilljóna dollara sölumiðstöðva.
Síðan LR hóf sölu á Discovery bflnum á
árinu ’94 á þessu sölusvæði, hefur sala
þar aukist um 78% með sölu 13.383
bifreiða sem setur LR í efsta sæti í
þessum flokki bifreiða.
ir Roger Bannister, sem fyrst-
ur manna hljóp mflu á undir 4
mínútum árið 1954 og setti
heimsmet, vill ekki að mynd sú, er
tekin var af honum á marklínu, sé
notuð í auglýsingaskyni. Þetta varð
hins vegar raunin í auglýsingu Airbus
Industrie í Wall Street Journal og
Business Week ekki alls fyrir löngu.
Bannister gerði athugasemd við
uppátækið en ekki er leyfflegt í
Bandaríkjunum að nýta sér slíkar
myndir án samþykkis viðkomandi en
er þó leyfilegt í heimalandi Bannister,
Bretlandi. Airbus og auglýsingastof-
an hafa boðist til að leggja fé í þá
góðgerðarstarfsemi er Bannister kýs
helst sem sárabætur.
48