Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Síða 58

Frjáls verslun - 01.10.1995, Síða 58
ftir áramótin fara margir að skipuleggja ferðir á skíði til Austurríkis, Sviss eða Frakk- lands. Margir leigja sér bíl í Luxem- borg og aka suður á bóginn til skíða- svæðanna. Þegar ekið er til t.d Aust- urríkis eða skíðasvæðanna í Frakk- landi er styst og þægilegast að aka til Metz - Dijon og áleiðis til Lyon. Ef þessi leið er farin er ekið í gegn- um Burgundy-hérað. Þetta gamla hertogadæmi hefur í aldaraðir verið eitt helsta menningarsvæði Frakk- lands. Héraðið er þekkt fyrir góðan mat og frábær vín. A veitingahúsun- um eru á boðstólum réttir sem eru einkennandi fyrir héraðið. Nefna mætti ýmsar tegundir af villibráð og coq au vin eða hani soðinn í víni, einn- ig nautakjöt soðið í víni. Bændumir framleiða úrvals afurðir eins og Char- olais nautakjöt og Bresses kjúklinga. Þá er héraðið þekkt fyrir sniglaréttina sem nú þykja orðið sælkeramatur. Frægast er þó héraðið fyrir vínin. Rauðu Búrgundarvínin eru bæði bragð- og ilmmikil og hvítvínin þurr SigmarB. Hauks- son skrifar reglulega um þekkta erlenda bisnessveitingastaði í Frjálsa verslun. Le vieux Moulin.(Gamla myllan). Eitt það allra Gamla myllan er í Bou- besta í Evrópu. illand, mitt á milli Lyon og Dijon. Veitingahúsið Gamla myllan í Frakklandi: EITT ÞAÐ ALLRA BESTA í EVRÓPU Samhliða veitingahúsinu reka Silva-hjónin lítið en afar þægi- legt hótel. gamlar hefðir í matargerð Burgundy-héraðs þörfum nú- tímamannsins. Hann hefur dregið úr notkun rjóma, smjörs og eggja, en notar í staðinn ýmiskonar soð sem bragð- bætt eru með víni og kryddjurtum. Auk þess notar hann ýmsar gerðir af olíum, t.d. úr hnetum og blómum. Þá notar hann þurrkað grænmeti og ávexti til að skreyta og bragðbæta réttina. Maturinn er sem sagt bæði hollur og góður. Þá hefur meistari Silva þróað nýjar aðferðir við sjálfa matreiðsluna. Ein aðferðin er að elda t.d. fuglakjöt ogýmsargerðirafbaun- um og linsum við mjög lágan hita í langan tíma í ofni. Það sem einkennir réttina er hvað þeir eru bragðmiklir og bragðgóðir. Silva segist hafa kynnt sér matargerð Asíuþjóða og lært mjög mikið. Eins og áður sagði hefur hann einnig kynnt sér matreiðslu- hefðir Burgundy-héraðs. Jean - Pier- re Silva leggur ríka áherslu á að nota hráefni og vörur sem framleiddar eru í næsta nágrenni við hann. Silungur úr ánni er á matseðlinum á vorin og á haustin sveppir og ber úr skóginum. Hann kaupir endur, kjúklinga og lambakjöt frá bændunum í dalnum. Matseðillinn er ekki stór, en þó býsna fjölbreyttur. Einkum er hinn svokallaði sælkeraseðill áhugaverður en það eru fínni réttir, eða það besta á matseðlinum. Þessir fínu, frábæru réttir kosta aðeins 3.800 krónur og verður enginn svikinn af þeim. Vín- seðillinn er auðvitað mjög fjölbreytt- ur, eins og gefur að skilja. Þetta er friðsæll staður sem er öllum ógleym- anlegur. Hótelið er eins og áður sagði mjög þægilegt, en það er maturinn sem er ógleymanlegur - hreint meist- araverk. með áleitnu aldinbragði. Vínakramir eru aðallega á milli Dijon og Lyon. Bestu vínin koma frá svæði sem kall- ast Cöte D’or. í þröngum dal, sem endar í gili sem úr rennur lítil silungsá, stendur veit- ingahús sem lfldegast er eitt af þeim bestu í Evrópu. Þessi veitingastaður heitir Le vieux Moulin. Eigandinn er ein skærasta stjaman á himni matar- gerðarlistarinnar, Jean-Pierre Silva. Samhliða veitingahúsinu reka Silva hjónin lítið en afar þægilegt hótel. Það er sem sagt tilvalið fyrir þá sem em á leið á skíði eða em á ferð í Burgundy. En hvað er það sem gerir þennan afskekkta veitingastað svo sérstak- an? Jean-Pierre Silva hefur á meistaralegan hátt tekist að sameina Hostell Grie du Vieux Moulin 21420 Bouilland Prés Beaune sími 80215116 fax 80215990 58

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.