Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 62

Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 62
NÆRMYND „Löngu áður en Finnur fór að skipta sér af pólitík var hann alltaf maðurinn sem öllu reddaði. Hann þekkti alltaf einhvers staðar mann sem þekkti mann og hafði mikla ánægju af því að verða vinum og kunningjum að liði. “ búa þeir í parhúsi við Jöklafold í Graf- arvogi sem þeir byggðu nær algjör- lega sjálfir en þeir eru báðir handlagn- ir eins og starfsval Magnúsar bendir til en Finnur mun ekki síður banghag- ur en bróðir hans. Finnur gekk í barnaskóla á heima- slóðum í Vík en unglingaskóla á heimavistarskólanum á Skógum undir Eyjafjöllum eins ogþá tíðkaðist. Hann settist á skólabekk í Samvinnuskólan- um og var fyrst í Bifröst 1973 til 1975 en hélt áfram og tókst á við fram- haldsnám Samvinnuskólans í Reykja- vík árin 1976 til 1978 og varð loks stúdent frá Samvinnuskólanum árið 1979. Hann þótti alla tíð ágætur námsmaður en á stundum liðu ein- kunnir hans fyrir hin fjölþættu áhuga- mál og virka þátttöku í félagslífi. ÓLST UPP í VÍK Finnur ólst upp í Vík á þeim árum sem erfitt var að vita hvar þorpið end- aði og sveitin tók við, áður en sjón- varp og sjálfvirkur sími eyðilögðu fé- lagslíf sveitanna og gervihnattadisk- urinn varð besti félagi Islendingsins. Faðir Finns átti nokkrar kindur eins og algengt var á þessum árum og í kringum þær var ýmislegt bústang. Finnur var samt sendur í sveit í æsku sinni og ólst upp við algeng sveita- störf en hann var lengi í sveit hjá systkinum sem bjuggu í Búlandi í Skaftártungu en einnig fékk hann ungur að árum að fara í leiðangra með móðursystur sinni Huldu Magnús- dóttur sem var ráðskona hjá brúar- vinnumönnum og hélt henni selskap um hríð meðan hún sauð og brasaði ofan í brúarkarla. Besti vinur Finns á æskuárum og enn í dag er náfrændi hans og uppeld- isfélagi Sæmundur Runólfsson fram- kvæmdastjóri Ungmennafélags ís- lands. Þeir félagar léku sér mikið saman í æsku en þeir eru bræðrasyn- ir og nágrannar. Þeir veiddu saman lunda og fýl og spiluðu fótbolta af mik- illi hörku. Keppnin var stundum býsna óvægin eins og sést á því að þegar þeir kumpánar voru um ferm- ingu fótbrotnaði Finnur í fótbolta við Sæmund frænda sinn. Þeir félagar vösuðust einnig mikið í hrossum í æsku sinni. Á unglingsárum var Finnur eitt ár í sveit í Sumarliðabæ í Holtum hjá Guð- laugi Jónssyni og þar tók hestamenn- skan á sig nýja mynd en þar eignaðist Finnur Sörla sem varð mikill gæðing- ur og vann til verðlauna í tölti í b-flokki gæðinga og var alla sína tíð í miklum metum hjá eigandanum sem kom nokkuð nálægt tamningu hans og þjálfun. Þegar Finnur var búinn með fyrri hluta Samvinnuskólans hélt hann á heimaslóðir á ný og gerðist fram- kvæmdastjóri Prjónastofunnar Kötlu í Vík þegar hann hafði einn um tvítugt og er fullyrt að hann hafi verið prýðis stjórnandi og verið afar vinsæll hjá konunum og verið ófeiminn við að fitja upp á ýmsum nýjungum í stjómun. Sama heimild fullyrðir að þrátt fyrir starf á alls þremur prjónastofum kunni hann ekki að prjóna. Um svipað leyti fékkst hann við löggæslustörf sem héraðslögreglu- maður í Vík og síðar í Reykjavík með námi í Háskólanum. Hann hélt síðan áfram námi í Samvinnuskólanum en vann sumarið 1977 sem verkstjóri hjá Prjónastofunni Hildu í Reykjavík og 1978 var Finnur ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Prjónastofunnar Dyngju á Egilsstöðum en dvaldi þar aðeins eitt ár. Á sama tíma tók hann stúdentspróf utanskóla frá Samvinnu- skólanum. Þegar stúdentinn var í höfn settist Finnur á skólabekk í viðskiptafræði- deild Háskóla íslands og lauk prófí þaðan 1984. Áður en náminu lauk var hann orðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra en hann gegndi því embætti til 1987. 1987 skipti Finnur um húsbónda og gerðist aðstoðarmaður Guðmundar Bjarnasonar sem var heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Þessu starfi gegndi Finnur þar til hann varð þing- maður framsóknarmanna í Reykjavík árið 1991. ÓVENJULEGUR STARFSFERILL Þannig er starfsferill Finns nokkuð óvenjulegur að því leyti að utan Al- þingis hefur hann aðeins unnið á prjónastofum og í ráðuneytum með örstuttri viðkomu á lögreglustöð. Sé það metið svo að aðstoðarmaður ráð- herra sé pólitískt embætti hefur Finn- ur haft atvinnu af stjómmálum frá 1984 þegar hann varð aðeins þrítugur og sýnir í raun mikla stefnufestu hans í átt til frama í stjórnmálum. Finnur hefur verið virkur í félagslífi á ýmsum vettvangi. Fyrst skal telja að hann var formaður Ungmennafé- lagsins Drangs í Vík í Mýrdal og sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Ung- mennasamband Vestur-Skaftfellinga. Hann var í stjórn Nemendasambands Samvinnuskólans og var þar gjald- keri. Hann var formaður Stúdenta- ráðs og formaður stjórnar Félags- stofnunar stúdenta, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna, í miðstjóm, landstjóm og fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins. Þó Finnur sýnist vera mikill áhuga- maður um vöxt og viðgang Fram- sóknarflokksins hafði hann lengi vel, að sögn sumra kunnugra, ekki ástríðuþrunginn áhuga á pólitík. Það var ekki fyrr en hann kom í Háskólann sem pólitískur áhugi hans kviknaði og hann hellti sér út í stjómmálin af gífur- legum áhuga. „Ég hef þekkt Finn Ingólfsson í 20 ár og hann er fæddur aðstoðarmaður. Löngu áður en hann fór að skipta sér af pólitík þá var hann alltaf maðurinn sem öllu reddaði. Hann þekkti alltaf einhvers staðar mann sem þekkti mann og hafði mikla ánægju af því að verða vinum og kunningum að liði með þessum hætti. Ég myndi segja að sem stjómmála- maður, sem þarf að tala mikið við fólk og greiða götu þess, þá væri hann í því starfi eins og fiskur í vatni,“ sagði 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.