Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 63
Starfsferill Finns er nokkuð óvenjulegur að því leyti að utan Alþingis hefur hann aðeins unnið á prjónastofum og í ráðuneytum með örstuttri viðkomu í lögreglunni. maður sem lengi hefur fylgst með ferli Finns en vildi ekki láta nafns síns getið. „Hann hefur alltaf verið pólit- ískur að mínu mati,“ segir hins vegar Sæmundur Runólfsson vinur hans. „Finnur Ingólfsson er stjómsamur en hann kann því jafnframt illa ef menn láta ekki að stjórn. Ég verð að segja að mér fmnst stjórnmálin svolít- ið hafa spillt honum. Hann á í erfið- leikum með ímynd sína sem er varla nógu jákvæð og sumir meðal hans stuðningsmanna frá fyrri tíð hafa orð- ið fyrir vonbrigðum. Mér sýnist hann vera hugsjónalaus dugnaðarforkur," sagði framsóknarmaður í innsta hring í samtali við blaðið sem bætir við: BAKTJALDAMAKK OG VÍGAFERLI „Finnur er þingmaður í Reykjavík þar sem baktjaldamakk og vígaferli hafa tíðkast mjög lengi og hann hefur nauðugur viljugur dregist inn í þau.“ Finnur hefur einnig setið í nefnd- um, ráðum og stjórnum fyrir Fram- sóknarflokkinn, og verið formaður í nefnd um endurskoðun Almanna- trygginga, nefnd um samstarf sjúkra- húsanna, formaður starfsfræðslu- nefndar fískvinnslunnar og í samn- inganefnd Tryggingastofnunar ríkis- ins og lækna. Hann er handgenginn formanni flokksins og er sagður hafa fullt traust Halldórs Asgrímssonar. Finnur réði Árna Magnússon Bjarnfreðssonar sinn aðstoðarmann og er sagður hlusta grannt á hans ráð en einnig leggja eyrun við þegar Atli Asmundsson blaðafulltrúi utanrílíis- ráðuneytis talar. Hans helstu ráðgjafar eru hins vegar Jón Sveinsson, lög- fræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður Stein- gríms Hermannssonar, Baldur P. Erlingsson og Helgi S. Guðmundsson, báðir hjá VÍS, og dr. Arnar Bjarnason svili hans. Þá eru ótaldir vinir hans úr Kóngsbakka-hópnum, þeir Sæmundur, Kristján Skarphéðinsson, fiski- málafulltrúi í Brussel, og Hrólfur Ölvinsson, fram- kvæmdastjóri Tímans. Einnig mun hann leita ráða hjá Lárusi Finnbogasyni, löggiltum endurskoðanda, og dr. Eyjólfi Árna Rafnssyni verkfræðingi sem hann skipaði stjórnarformann Orkustofn- unar. Finnur er áhugamaður um íþróttir og hefur tekið virkan þátt í þeim um dagana. Hann lagði stund á frjálsar íþróttir og keppti í þeim fyrir Ung- mennafélagið Drang, Ungmenna- samband Vestur-Skaftfellinga og KR í Reykjavík. Hann keppti einnig í frjáls- um og knattspymu fyrir íþróttafélag- ið Hött á Egilsstöðum þegar hann stýrði prjónastofunni fyrir Egilsstaða- búa hér um árið. Hann mun á yngri árum einkum hafa þótt liðtækur spretthlaupari en lagði einnig stund á stökkgreinar og var ágætur há- stökkvari sem er skemmtileg sam- svörun við pólitískan feril hans þar sem hann hefur þótt stökkva hátt á köflum. Finnur kynntist spretthlaupum þegar hann var í Skógaskóla þar sem Haukur nokkur Sveinsson, þekktur hlaupari, var íþróttakennari en hann hvatti Finn til dáða á þessum sviðum og sá til þess að hann keppti fyrir KR en Haukur er mikill KR-ingur. Reyndar hefur Finnur frá fyrstu tíð alltaf verið stuðningsmaður Fram án þess að nein sérstök skýring sé á því önnur en líkingin við nafn flokksins. Eftir að Finnur flutti til Reykjavíkur lagði hann jafnan stund á íþróttir, einkum innanhússknattspyrnu og fyrir nokkrum árum voru hann og fé- lagar hans með íþróttahúsið á Varmá í Mosfellssveit á leigu og þar var spil- Nýir, stæltir og sterkir bílar til leigu um land allt. Við bjóðum nýja bíla sem uppfylla ströngustu kröfur Hertz, á sex stöðum á landinu. Þú getur skilað bílnum á þeim afgreiðslustað sem þér hentar best. Reykjavík: Aðalskrifstofa, Flugvallarvegi. Reykjavíkurflugvöllur. Sími: 50 50 600. Akureyri: Akureyrarflugvöllur. Sími: 461 1005. Egilsstaðir: Egilsstaðaílugvöllur. Sími: 471 1210. Höfn: Hornafjarðarflugvöllur. Sími: 478 1250. Keflavík: Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sími: 425 0221. Vestmannaeyjar: Vestmannaeyjaflugvöllur. Sími: 481 3300. FLUGLEIDIR, (Mút Bílaleiga 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.