Frjáls verslun - 01.10.1995, Síða 68
ÞJOÐLIF
EINUNGIS AULABÁRÐAR ERU ÞRÖNGSÝNIR
Umburdarlyndi er ekki bara innantómt orð á íslandi. Á íslensku er þýðingin
á orðinu „stupid“, heimskur, en það merkir þann sem heldur sig heima og ferðast
ekki víða og er þar af leiðandi þröngsýnn. íslendingum finnst að einungis
aulabárðar séu þröngsýnir og geti ekki sett sig í spor annarra.
Munurinn á þessum tveimur þjóðum
er samt sá að þær leggja ólíkt mat á
það hvað þeir vilja fá út úr samfélagi
manna. Á íslandi, sem er þekkt sem
land elds og ísa, lifir fólk og hrærist
með andstæðum öflum. Landið er
meðal virkustu eldfjallalanda á jörð-
unni en að sama skapi eru þar stærri
jöklar en í öðrum Evrópulöndum. Það
er því ekki að undra að samfélag
manna, í landi þar sem hiti og kuldi
koma saman með þvilíku offorsi, sam-
eini svo vel annars konar andstæður,
þ.e. einstaklingshyggju og þörfma
fyrir nánum samskiptum hvert við
annað.
Ef einhver hefur ímyndað sér að
einstaklingshyggjan hafi verið fundin
upp í Bandaríkjunum ætti sá hinn sami
að heimsækja ísland. fslendingum er í
blóð borin mikil virðing fyrir frelsi og
sjálfstæði. Á tíundu öld var ísland lýð-
ræðisríki og þá stofnuðu íbúar lands-
ins þing sem þeir kölluðu Alþingi en
það var 300 árum áður en „Móðir
þinga“ var stofnað í Bretlandi. íslend-
ingar hafa alla tíð neitað að láta setja
sig á bása. Maður hittir sjómann sem
ætlar sér að láta drauminn um að
verða leikari rætast, bókhaldara sem
leggur líf og sálu í að byggja upp lax-
veiðiá o.s.frv.
EINN ALKÓHÓLISTI,
ÓSKILGETIÐ BARN 0G HÚSMÓÐIR
En einstaklingshyggjan þrífst vel
samsíða tilfinningu manna fynr sam-
félagi við aðra. í mörg ár hef ég þekkt
heilsteypta, venjulega íslenska fjöl-
skyldu. Meðlimirnir eru margir, m.a.
einn alkóhólisti og óskilgetið barn og
húsmóðirin kemur fram við óskilget-
inn son eiginmanns síns eins og hann
væri hennar eigin. Ég dáist að þessari
fjölskyldu fyrir að hafa tekið á ábyrgan
hátt á neikvæðum hliðum einstakl-
ingshyggjunnar. Afvegaleiddir með-
limir hennar hefðu aldrei verið hraktir
í burtu. Þórólfur segir að rannsóknir
sýni að í samanburði við aðrar þjóðir
séu samskipti manna á íslandi pers-
ónulegri og samhjálpin sé þar meira
ríkjandi en víða annars staðar.
Þjóðin er fámenn en ekki smásálar-
leg. Margt er t.d. líkt með Japönum
og íslendingum. Efnahagslega eru
Japanir álíka vel settir og íslendingar
og þjóðin hefur ekki blandast öðrum
þjóðum að ráði. Þrátt fyrir það virðast
Japanir ekki ánægðir með lífið. Bæði
Bandaríkjamenn og Japanir geta lært
af íslendingum.
HEIMSKT ER HEIMAALIÐ BARN
Umburðarlyndi er ekki bara innan-
tómt orð á íslandi. Á íslensku er orðið
fyrir „stupid“ heimskur, sem þýðir sá
sem heldur sig heima og ferðast ekki
víða og er þar af leiðandi þröngsýnn.
íslendingum fmnst að einungis aula-
bárðar séu þröngsýnir og geti ekki
sett sig í annarra spor. Þess vegna
finnst þeim pólitískar deilur Banda-
ríkjamanna iðulega frámunalega
„heimskulegar".
íslendingar venjast því að ferðast
út fyrir landsteinana frá unga aldri.
Það er aldagömul hefð að vilja víkka
sjóndeildarhringinn með því að ferð-
ast. Leifur heppni kom til „Nýja
heimsins" 500 árum áður en Cólum-
bus steig hér fyrst fæti. Þörfin fyrir
að leita út fyrir sjóndeildarhringinn
hefur lifað fram á öld þotna og verald-
arvefs. íslendingar læra ungir að
þeirra eigin sjónarmið eru ekki endi-
lega þau einu réttu en þrátt fyrir það
er virðing þeirra fyrir landinu og sögu
þess ómæld. íslendingasögurnar eru
t.d. í hávegum hafðar meðal ungra
sem aldinna en sögurnar eru kenndar
í háskólum um allan heim. Og í augum
margra eru goðsagnimar og hjátrúin
enn við lýði. Þegar laxveiðimaður
veiðir sinn fyrsta lax segir hjátrúin að
hann eigi að bíta af honum veiðiugg-
ann, og enginn sleppur við þessa at-
höfn.
MITT í HRAUNBREIÐUNNI
Síðastliðið sumar, mitt í hraun-
breiðunni, upplifði ég stundir sem
sögðu mér margt um ísland. Sigmar
Björnsson endurskoðandi, sýndi mér
helli þar sem þjóðþekktir þjófar höfðu
notað sem felustað. Hann sýndi mér
hvar þeir höfðu geymt vopn sín og
hvar þorpsbúar höfðu lagt til atlögu
við þá. Hann sagði mér hvemig fótur
eins af þjófunum hefði verið höggvinn
af og hvemig hann hefði síðan hoppað
einfættur upp á jökulinn út í sjóndeild-
arhringinn. Hvenær segirðu að þessir
ribbaldar hafi verið héma, spyr ég og í
mér er svolítill óhugur. Það var fyrir
900 ámm, segir Sigmar. Hversu
margir Bandaríkjamenn ætli séu
svona meðvitaðir um fortíð lands
síns, goðsagnir og sögu? Og hversu
margir ætli láti það sig einhverju
varða?
ÞJÓÐIR MEGAEKKI
GLEYMA HEFÐUM SÍNUM
Ég vildi óska að Bandaríkjamenn
með framtíðarsýn myndu reyna að
skilja það sem Islendingum er aug-
ljóst. Þeir vita sem er að það að
traðka á goðsögnum þjóðarinnar er
sannarlega ekki til þess fallið að skapa
nýtt og betra þjóðfélag. „Allar þjóðir
verða að sýna gestum sínum umburð-
arlyndi," segir virtur sálfræðingur,
Dr. Niel Micklem. „En á sama tíma
mega þær ekki gleyma goðsögnum
sínum og hefðum. Geri þær það
missa þær veruleikaskyn sitt og
miðpunkturinn, sem öllu heldur sam-
an, hverfur."
Kannski hef ég rangt fyrir mér en
mig grunar að það, sem gerir margar
velmegandi þjóðir hins vestræna
heims svo óhamingjusamar mitt í alls-
nægtunum, sé einmitt þegar þessi
miðpunktur hverfur.“
Með þessum augum sér blaðamað-
urinn, Richard C. Morais, land okkar
og þjóð. Maður verður næstum því
feiminn við allt lofið en glöggt er gests
augað og kannski hefur hann rétt fyrir
sér. Við vonum það að minnsta kosti.
68