Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 71

Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 71
FOLK I ölusamband ís- lenskra fiskframleið- I enda er stærsti sölu- aðili á saltfiski, með um 60% af framleiðslu íslensks salt- fisks. Einnig kaupum við saltfisk af Norðmönnum og öðrum þjóðum. Að með- töldum dótturfyrirtækjum okkar er SÍF orðinn einn stærsti kaupandi á saltfiski í heiminum í dag, — segir Brynjar Þórsson, fjármála- stjóri SÍF. Brynjar varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1979 og lauk viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1985. Hann vann við bókhald hjá Eim- skip í eitt ár og gerðist síðan framkvæmdastjóri Bílrúð- unnar en það fyrirtæki fram- leiddi framrúður í flestar gerðir bifreiða. „í lok árs 1987 ákvað ég að hætta hjá Bílrúðunni þar sem fyrirtækið er fremur lítið og ekki lengur þörf á sérstökum framkvæmda- stjóra. Þá tók við erfitt tíma- bil hjá mér. Ég vann hjá Bókabúð Braga í nokkra mánuði og réðst því næst til Allt-hugbúnaðar. Eftir ítar- lega yfirferð yfir fjármál fyrirtækisins lagði ég til að það yrði lýst gjaldþrota. í lok desember 1988 gerðist ég aðalbókari hjá SÍF og varð síðan fjármálastjóri 1992,“ segir Brynjar. Brynjar Þórsson hefur unnið hjá SÍF síðan 1988 og sér um samskipti fyrirtækisins við erlendar lánastofnanir. 1. mars 1993 var SÍF gert að almenningshlutafélagi og var þá séreignasjóðum þess breytt í hlutafé. Gengi hlutabréfa félagsins hefur tvöfaldast á einu ári og rekstur dótturfyrirtækis þess í Frakklandi gengur vel. Yfir 40% af heildar- þorskafla íslendinga í dag fer í salt og hefur saltfisk- framleiðslan aukist hlutfalls- lega miðað við frystar fiskaf- urðir. Hefðbundnir markað- ir okkar eru Ítalía, Grikkland og Spánn en vegna samkeppni frá Norð- mönnum hefur sala til Port- úgal minnkað mikið. Port- úgalir kaupa mest Port-fisk en á SPIG-mörkuðum, þar sem gæðafiskur er seldur, stöndum við vel að vígi“ segir Brynjar. INNRÉTTAR EIGIÐ HÚS Eiginkona Brynjars er Herdís Jónasdóttir hjúkrun- arfræðingur. Þau eiga þrjú börn, 9 ára son og tvær dætur, 3 ára og 7 mánaða. „Húsasmíði hefur tekið mikinn hluta af frítíma mín- um í gegnum árin en fyrir um tíu árum byggði ég tví- býlishús ásamt föður mínum sem er smiður. í ágúst 1994 stækkuðum við svo við okk- ur og keyptum nýtt hús sem ég hef lagt mikla vinnu í að innrétta. Sumarfríið og helgamar hafa því mikið far- BRYNJAR ÞÓRSSON, SÍF SAMSKIPTIVIÐ ERLENDA BANKA Starf Brynjars felst að hluta til í samskiptum við er- lenda banka, auk uppjörs og áætlanagerðar. „Arið 1989 gaf Seðlabankinn fyrirtæk- inu leyfi til gjaldeyrisvið- skipta við erlendar lána- stofnanir en íslenskir bank- ar vom ekki samkeppnis- hæfir í vaxtakjörum á þeim tíma. Eftir að við tókum upp erlendu viðskiptin höfum við getað greitt framleið- endum innan við tveimur vikum eftir útflutningsdag en áður liðu allt upp í þrír mánuðir þar til við gátum greitt þeim. ið í smíðavinnu en við flutt- um inn í febrúar 1995. Mér finnst þessi vinna gott mót- vægi við skrifstofuvinnuna en ég hef líka stundað golf á sumrin til að fá líkamlega hreyfingu,“ segir Brynjar. 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.