Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 72
Meginverkefni okkar er að sigla með frystan fisk fyrir Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna til Bandaríkj- anna, enda á SH 95% í fyrir- tækinu. Við erum með eitt skip, Hofsjökul, í siglingum og er skipið skráð hér á landi og að fullu mannað af íslend- ingum. Undanfarið hefur einnig færst í vöxt að við flytjum saltfísk fyrir SÍF og ýmsa aðra útflytjendur til Kanada, — segir Birgir Ómar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Jökla hf. Birgir Ómar er 40 ára. Hann lauk stúdentsprófi frá Tækniskóla íslands 1974 og vann að því loknu á skipa- tæknideild Eimskips en hann var sjómaður á skipum Birgir Ómar vann hjá Hafskip á sínum tíma en hefur starfað hjá Jöklum hf. síðan 1986. BIRGIR ÓMAR HARALDSSON, JÖKLUM þess félags. Árið 1977 hóf hann nám í skipaverkfræði við Strathclyde University í Glasgow og lauk BSC prófi 1981. „Þegar ég kom heim hóf ég störf hjá Hafskip þar sem ég sá um eftirlit með skipa- viðhaldi og hafði umsjón með tækjum í landi. Ég sá einnig um kaup, sölu og leigu á skipum fyrir félagið. Árið 1985 fékk ég styrk frá breska sendiráðinu til náms við City University Busin- ess School og nam Finance and Shipping. Mér finnst ómetanlegt að hafa verið í erlendum háskólum og kynnst starfi þeirra og finnst athyglisvert hvað þar er lögð mikil áhersla á verk- menntun. Ég skilaði lokarit- gerð 1987 en var kominn heim nokkru áður og gerðist rekstrarstjóri Jökla. Um 1990 tók ég við starfi fram- kvæmdastjóra," segir Birg- ir Ómar. FJÁRFEST Á LANDSBYGGÐINNI „Framkvæmdastjóra- starf í svona litlu fyrirtæki er bæði krefjandi og fjöl- breytt því það spannar tækni-, fjármála- og mark- aðssvið,“ segir Birgir Ómar um starf sitt. Hofsjökull hef- ur fasta áætlun og fer mán- aðarlega til Everett í Boston þar sem Coldwater, dóttur- fyirtæki SH, hefur aðstöðu til að taka á móti frystum fiski. Þegar heim er komið siglir skipið umhverfis land- ið og safnar fiski í næstu ferð. „Skipið kemur einnig við í Sheet Harbour, sem er rétt norðan við Halifax í Kanada, en þangað flytjum við salt- fisk fyrir SÍF og fleiri aðila. Til skamms tíma var flutn- ingur fyrir SH um 95% af rekstrinum en það hlutfall er nú mun minna. Síðan 1987 höfum við lagt aukna áherslu á að nýta skipið bet- ur á leiðinni heim og hefur það tekist ágætlega. Við vorum einnig um- boðsaðilar fyrir erlend frystiskip, sem tóku að sér að sigla með stærri farma til Austurlanda fjær, en nú er- um við bókunaraðilar fyrir slík skip og sjáum um að afla tilboða í stærri farma að ósk SH. Jöklar hafa fjárfest í nokkrum fyrirtækjum úti á landi. Má þar nefna Foldu, Skagstrending, Fiskiðjuna Freyju og Slippstöðina Odda en ég er nú stjórnar- formaður í því fyrirtæki. Mér finnst spennandi að takast á við það verkefni því skipasmíðaiðnaðurinn hefur verið í niðursveiflu og þörf á að rétta hlut hans. Hér á landi er rétt umhverfi til slíks, m.a. með því að nýta þekkingu íslenskra skip- stjórnarmanna," segir Birg- ir Ómar. Sambýliskona Birgis Óm- ars er Hrafnhildur Jóakims- dóttir skrifstofumaður. Birgir Ómar á 20 og 13 ára syni og 10 ára dóttur frá fyrra hjónabandi en Hrafn- hildur á 8 ára dóttur. „Ég hef alltaf unnið mikið og festist illa í ákveðinni íþrótt, tók t.d. vélhjólapróf fyrir nokkrum árum og í haust tók ég próf til að fá byssuleyfi," segir Birgir Ómar þegar hann er spurð- ur um tómstundirnar. „Næst á dagskrá er að taka pungaprófið ef tími gefst til. Ég hef gaman af laxveiði og er ný byrjaður í skotveiði. Birgir Ömar hefur starfað að félagsmálum, siturm.a. í skipulagsnefnd Kópavogs fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tók þátt í bæjarmálum fyrir flokkinn á tímabili. Hann er stofnfélagi og varaforseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur, Miðborg, og tekur við sem forseti klúbbsins eftir ára- mót.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.