Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 72
Meginverkefni
okkar er að sigla
með frystan fisk
fyrir Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna til Bandaríkj-
anna, enda á SH 95% í fyrir-
tækinu. Við erum með eitt
skip, Hofsjökul, í siglingum
og er skipið skráð hér á landi
og að fullu mannað af íslend-
ingum. Undanfarið hefur
einnig færst í vöxt að við
flytjum saltfísk fyrir SÍF og
ýmsa aðra útflytjendur til
Kanada, — segir Birgir
Ómar Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Jökla hf.
Birgir Ómar er 40 ára.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Tækniskóla íslands 1974 og
vann að því loknu á skipa-
tæknideild Eimskips en
hann var sjómaður á skipum
Birgir Ómar vann hjá Hafskip á sínum tíma en hefur starfað hjá Jöklum hf. síðan 1986.
BIRGIR ÓMAR HARALDSSON, JÖKLUM
þess félags. Árið 1977 hóf
hann nám í skipaverkfræði
við Strathclyde University í
Glasgow og lauk BSC prófi
1981.
„Þegar ég kom heim hóf
ég störf hjá Hafskip þar sem
ég sá um eftirlit með skipa-
viðhaldi og hafði umsjón
með tækjum í landi. Ég sá
einnig um kaup, sölu og
leigu á skipum fyrir félagið.
Árið 1985 fékk ég styrk frá
breska sendiráðinu til náms
við City University Busin-
ess School og nam Finance
and Shipping. Mér finnst
ómetanlegt að hafa verið í
erlendum háskólum og
kynnst starfi þeirra og finnst
athyglisvert hvað þar er
lögð mikil áhersla á verk-
menntun. Ég skilaði lokarit-
gerð 1987 en var kominn
heim nokkru áður og gerðist
rekstrarstjóri Jökla. Um
1990 tók ég við starfi fram-
kvæmdastjóra," segir Birg-
ir Ómar.
FJÁRFEST Á
LANDSBYGGÐINNI
„Framkvæmdastjóra-
starf í svona litlu fyrirtæki
er bæði krefjandi og fjöl-
breytt því það spannar
tækni-, fjármála- og mark-
aðssvið,“ segir Birgir Ómar
um starf sitt. Hofsjökull hef-
ur fasta áætlun og fer mán-
aðarlega til Everett í Boston
þar sem Coldwater, dóttur-
fyirtæki SH, hefur aðstöðu
til að taka á móti frystum
fiski. Þegar heim er komið
siglir skipið umhverfis land-
ið og safnar fiski í næstu
ferð.
„Skipið kemur einnig við í
Sheet Harbour, sem er rétt
norðan við Halifax í Kanada,
en þangað flytjum við salt-
fisk fyrir SÍF og fleiri aðila.
Til skamms tíma var flutn-
ingur fyrir SH um 95% af
rekstrinum en það hlutfall er
nú mun minna. Síðan 1987
höfum við lagt aukna
áherslu á að nýta skipið bet-
ur á leiðinni heim og hefur
það tekist ágætlega.
Við vorum einnig um-
boðsaðilar fyrir erlend
frystiskip, sem tóku að sér
að sigla með stærri farma til
Austurlanda fjær, en nú er-
um við bókunaraðilar fyrir
slík skip og sjáum um að afla
tilboða í stærri farma að ósk
SH. Jöklar hafa fjárfest í
nokkrum fyrirtækjum úti á
landi. Má þar nefna Foldu,
Skagstrending, Fiskiðjuna
Freyju og Slippstöðina
Odda en ég er nú stjórnar-
formaður í því fyrirtæki.
Mér finnst spennandi að
takast á við það verkefni því
skipasmíðaiðnaðurinn hefur
verið í niðursveiflu og þörf á
að rétta hlut hans. Hér á
landi er rétt umhverfi til
slíks, m.a. með því að nýta
þekkingu íslenskra skip-
stjórnarmanna," segir Birg-
ir Ómar.
Sambýliskona Birgis Óm-
ars er Hrafnhildur Jóakims-
dóttir skrifstofumaður.
Birgir Ómar á 20 og 13 ára
syni og 10 ára dóttur frá
fyrra hjónabandi en Hrafn-
hildur á 8 ára dóttur.
„Ég hef alltaf unnið mikið
og festist illa í ákveðinni
íþrótt, tók t.d. vélhjólapróf
fyrir nokkrum árum og í
haust tók ég próf til að fá
byssuleyfi," segir Birgir
Ómar þegar hann er spurð-
ur um tómstundirnar.
„Næst á dagskrá er að taka
pungaprófið ef tími gefst til.
Ég hef gaman af laxveiði og
er ný byrjaður í skotveiði.
Birgir Ömar hefur starfað
að félagsmálum, siturm.a. í
skipulagsnefnd Kópavogs
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
tók þátt í bæjarmálum fyrir
flokkinn á tímabili. Hann er
stofnfélagi og varaforseti
Rótarýklúbbs Reykjavíkur,
Miðborg, og tekur við sem
forseti klúbbsins eftir ára-
mót.