Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN HVAD HELDUR ÞJÓDUM SAMAH? Á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum sl. sumar gengu 197 þjóðir fylktu liði inn á ólympíu- leikvanginn. Þær voru komnar til að keppa í nafni bræðralags þjóðanna. í liðum margra þjóða, sér- staklega gestgjafanna, Bandaríkjamanna, voru íþróttamenn af óiíkum kynþáttum. Þeir gengu sam- an inn á leikvanginn sem samlandar - sem ein þjóð - þótt hjörðin væri aug- ljóslega mislit. Þegar 197 fánar eru við hún á einum og sama stað er ástæða til að spyrja sig hvað haldi þjóðum saman? Algeng svör eru sameiginleg tunga, saga, menning og fósturjörð. En fleira kemur til - sjálft frelsið. Það má halda því fram að frelsið haldi þjóðum saman. Frelsi til athafna og hugsunar; frelsi til að fá tækifæri jafnt á við aðra; frelsi til að njóta ávaxta erfiðis síns og hæfileika og frelsi til að skara fram úr - líkt og íþróttamenn- irnir í Atlanta fengu. Sagt hefur verið um Bandaríkjamenn að þeir séu margar þjóðir, að í Bandaríkjunum búi allra þjóða lýður - svo mörg þjóðarbrot séu þar. En hvað heldur þeim þá saman sem bandarískri þjóð? Fyrir utan að þau eru mjög dreifð vítt og breitt um landið þá er það umgjörðin. Einstaklingar hafa frelsi til orðs og æðis undir merkjum lýðræðis og tækifæra. Þeir hafa frelsi til að vaxa af sjálfum sér. í ríkjum, þar sem einstaklingar og þjóðarbrot njóta ekki frelsis heldur eru kúguð eða ekki virt, verður eilíf barátta og ófriður - sífelld frelsisbar- átta. Þjóð verður aldrei ein þjóð án þess að þar ríki frelsi til athafna og hugsunar, jöfnuður til laga og reglna, bræðralag og gagnkvæm virðing samborg- ara, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, mislitir, eða af ólíkum kynþáttum. Þörf er á þessari umræðu hér á landi. Á undan- förnum árum hafa margir útlendingar flust hingað, bæði á eigin vegum eða verið boðin búseta hér af stjórnvöldum, og fengið ríkisborgararétt. Það er vel. Til dæmis heimsótti nýkjörinn for- seti íslands hóp landflótta Króata á ísafirði í sinni fyrstu opinberu heim- sókn á dögunum sem var til Vestfjarða. Hann kom sem sameiningartákn þjóð- arinnar og bauð þá velkomna. Síðustu vikumar hafa hins vegar birst fréttir af nokkmm íslendingum sem hafa misstígið sig gagnvart lög- um. Það vekur athygli að eins konar uppmnavottorð hafa fylgt með. Þetta birtist í orðalaginu eins og „af tælensk- um uppmna", eða að „viðkomandi væri Víetnami“. Og fýrir um ári var sagt frá konum „af asískum uppruna" sem hnupluðu í verslunum. Stundum birtast fréttir af landsbyggðinni þar sem sagt er frá mönnum sem komast í kast við lögin. Heimamenn segja þá gjarnan að um „aðkomu- menn“ sé að ræða. Að þessu má brosa. En hvenær yrði það tekið sérstaklega fram um þjóf að hann væri Austfirðingur, eða öllu heldur af „austfirskum uppmna“? Þótt ættfræði sé skemmtilegt áhugamál hér á landi er ástæða til að staldra við og spyrja sig hvað haldi íslenskri þjóð saman - núna þegar allir þegnar hennar eru ekki fæddir á fósturjörðinni. Frelsi og gagnkvæm virðing eru galdurinn. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 — RITSTJÓRN: Sími 561-7575. — AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.