Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 40
RÓMANTÍSKT KOKKTEILBOÐ
Örlög Frosta voru að hluta til ráðin
þegar hann fór, ásamt fleiri viðskipta-
fræðinemum, í svokallaða vísindaferð
upp í Plastprent. Þessar ferðir eru
famar undir því yfirskini að nemendur
eigi að kynna sér starfsemi fyrirtækja
en eru í framkvæmd dulbúið kokkteil-
boð. í þessu kokkteilboði hitti Frosti
stúlku sem starfaði hjá Plastprenti og
heitir Auður Svanhvít Sigurðardóttir.
Hún er fædd. 9.10., 1966. Það varð
ást við fyrstu sýn og í dag búa þau við
Álfatún í Kópavogi og eiga saman tvö
böm, Sindra f. 1991 og Sóleyju f.
1992.
VID NÁM í L0ND0N OG
RÁÐGJÖF Á ÍSLANDI
Eftir lokapróf í Háskólanum lá leið
Frosta til London þar sem hann hóf
nám við London Business School og
lauk þaðan MBA gráðu í stjórnunar-
fræði árið 1991. Meðan Frosti sýslaði
við að læra tök á ýmsum gerðum
stjómtauma við LBS sótti Auður
Svanhvít tíma í fatahönnun en hún er
annálaður saumavíkingur og hefur til
þessa dags fengist töluvert við
saumaskap, meðal annars saumað
brúðarkjóla af mikilli snilld svo ap að-
dáun hefur víða vakið. Auk þess lagði
hún stund á hattagerð undir leiðsögn
hattameistara drottningarmóðurinn-
ar gömlu.
Þegar Frosti kom heim frá námi fór
hann að vinna hjá Ráðgjöf Kaupþings.
Eitt hans stærsta verkefni þar var
að vinna náið með forsvarsmönnum
Marels hf. sem stefndu að því að opna
fyrirtækið almenningi og skrá það á
Verðbréfaþinginu. Sú aðgerð tókst
mjög vel og þakka forráðamenn Mar-
el það ekki síst vandlegri undirbún-
ingsvinnu Frosta og félaga hans hjá
Kaupþingi, sem meðal annars fólst í
því að verðleggja fyrirtækið rétt, en
að sögn fjármálaspekinga er það lykil-
atriði við aðgerð sem þessa að
rétt verð standi á verðmiðan-
um.
MAREL 0G SKJÁFAX
Eftir að því verkefni lauk hélt
Frosti ekki beina leið upp eftir
metorðastiganum heldur fór að
vinna fyrir h'tið og algerlega
óþekkt fyrirtæki sem hét þá
Tölvusamskipti. Þar voru í for-
svari Pétur Blöndal, sem á
þessum tíma var að selja Kaup-
þing, og Elvar Guðjónsson og
þeir fengu Frosta til liðs við sig.
Verkefni hans þar fólust í því að
markaðssetja það sem síðan
varð þekkt sem Skjáfax og hefur
náð nokkurri fótfestu á tölvu-
markaðnum, bæði hér heima og
erlendis. Mörgum þótti þar sótt
af kappi fremur en forsjá og
töldu ólíklegt að íslenskir hug-
búnaðarhöfundar hefðu margt fram
að færa sem stæðist hinum stóra
heimi snúning. Frosti leysti verkefnið
með miklum glæsibrag og í dag vita
allir í tölvubransanum hvað Skjáfax
er.
Þegar þessu verkefni lauk réðst
Frosti til starfa hjá Marel þar sem
hann var fjármálastjóri um tveggja ára
skeið og fór hamförum innan fyrir-
tækisins. Að loknu Mareltímabilinu
settist hann síðan í stól forstjóra
Nýherja og munu flestir sammála um
að hér fari ungur maður á uppleið sem
hefur þegar að baki glæsilegan starfs-
feril þótt tiltölulega stutt sé síðan
hann lauk námi.
BARÁTTUGLAÐUR KEPPNISMAÐUR
Frosta er lýst svo að hann sé eld-
hugi. Hér fer mjög baráttuglaður
maður sem sér allt lífið fyrir sér sem
verkefni sem þurfi að leysa. Sumir
vinir hans segja að hann geri allt að
Emil kvikmyndagerðarmann,
Ólaf Stein Pálsson sálfræðing
og Þorbjöm Tjörva sem m.a.
hefur fengist við blaðaútgáfu.
Hann fór síðan í Menntaskól-
ann við Sund og lauk prófi þaðan
1982 þegar hippaárin voru að
baki og pönkið buldi um alla
gangana í stað latneskra skóla-
söngva. Frosti hélt síðan til
náms í viðskiptafræði í Háskóla
íslands og tók til óspilltra mál-
anna við að móta framtíð sína.
Frosti var þegar á námsárunum
glaðlyndur og málgefinn og þótti
liðtækt samkvæmisljón sem
einnig tók virkan þátt í félagslífi
stúdenta og var meðal annars
formaður Mágusar, félags við-
skiptafræðinema.
Á skrifstofu sinni. . .
FYRRUM MEISTARI í VEGGJATENNIS
Frosti er annálaður keppnismaður. Hann varð íslandsmeistari í veggjatennis
fyrir nokkrum árum. Auk þess hefur hann keppt í svifdrekaflugi, bæði hér heima og
erlendis. Þá er hann ákafur hjólreiðamaður og keppti á fyrstu íslandsmótunum í
hjólreiðum á árunum 1978 til 1980. Núna leggur hann mesta áherslu á
golf og almenna líkamsrækt til að vera í formi.
40