Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 32
ekki með lægri tekjur en
hálfa milljón á mánuði og að
flestir séu með tekjur á bil-
inu 500 til 800 þúsund.
Nauðsynlegt er að geta
þess að í tekjukönnun
Frjálsrar verslunar er um
skattskyldar tekjur að
ræða. Þær þurfa ekki alltaf
að endurspegla föst laun
viðkomandi. Munurinn get-
ur falist í söluhagnaði eigna,
tekjum af eignum, launum
fyrir tímabundin nefndar-
störf setu í stjórnum og svo
framvegis.
FORSTJÓRABÍLARNIR
HÆKKA TEKJURNAR
Ennfremur er vert að
minna á að yfirgnæfandi
hluti forstjóra og fram-
kvæmdastjóra aka um á bíl-
um í eigu fyrirtækjanna.
Þessi hlunnindi eru metin til
tekna og af þeim reiknast
skattur; yfirleitt hátekjusk-
attur. Þannig geta forstjórar
haft um 67 til 80 þúsund á
mánuði í reiknuðum tekjum
vegna hlunninda.
Sýnum þetta með dæmi.
Fyrirtæki kaupir nýjan bíl
handa forstjóranum á 4 mill-
jónir króna. Á skattframtali
verður forstjórinn að taka
20% af verði bflsins, eða
800 þúsund krónur á ári, og
telja fram til skatts sem
tekjur. Það gera um 67 þús-
und krónur á mánuði. Kosti
bfllinn 5 milljónir verður for-
stjórinn að telja fram 1 mill-
jón til tekna af bflnum, eða
um 83 þúsund á mánuði.
Enda þótt hann hafi ekki
beint séð þá upphæð í vesk-
inu hjá sér þarf hann engu að
síður að greiða nær 40 þús-
und krónur af henni í skatta
á mánuði.
Á móti kemur að það eru
mikil hlunnindi að hafa for-
stjórabfl til umráða. For-
stjórinn losnar við að kaupa
sér bfl og getur því bundið fé
í öðru. Hann þarf aldrei að
kaupa bensín eða hugsa um
viðhald; fyrirtækið sér al-
gerlega um rekstur bflsins.
Og takið eftir! Líka þegar
hann er notaður í einkaer-
indum.
Skatturinn gerir engan
greinarmun á því hvort for-
stjórabfll sé jeppi eða fólks-
bfll. Það er verð bflsins sem
ræður andvirði hlunnind-
anna. Þess vegna velja
margirforstjórarjeppa. Þeir
nýtast betur í einkaerindun-
um - fyrir frítímann og í
ferðalögunum - en lúxus-
fólksbfll.
Ef við gefum okkur að
flestir forstjórar séu á fyrir-
tækjabflum, sem kosta á bil-
inu 2 til 4 milljónir króna, er
ljóst að þeir eru að fá hlunn-
indatekjur á sig sem nema
frá 400 til 800 þúsund krón-
um á ári, eða um 34 til 67
þúsund krónum á mánuði.
Hafi forstjóri 500 þúsund í
laun á mánuði, og auk þess
afnot af 4 milljóna króna bfl
fyrirtækisins, nema skatt-
skyldar tekjur hans um 567
þúsund krónum á mánuði.
STJÓRAR í
FJÁRMÁLAHEIMINUM
SJALDAN UNDIR 500 ÞÚS.
Tekjukönnunin sýnir í
fyrsta skipti lítinn mun á
meðaltekjum forstjóra í
fyrirtækjum og stjórnend-
um fjármálafyrirtækja. Þeir
síðamefndu hafa til þessa
verið með talsvert hærri
meðaltekjur en forstjórar og
helstu stjómendur fyrir-
tækja. Hluti af skýringunni
er væntanlega hærri meðal-
tekjur forstjóra vegna minna
úrtaks en áður. Tekjur
stjómenda í fjármálafyrir-
tækjum fara sjaldan undir
400 þúsund krónur á mán-
uði. Langalgengast er að
þær séu á bilinu frá 500 til
800þúsund. Könnunin sýnir
að um 70% þeirra eru með
tekjur á þessu bili.
Byr í seglin. Verkfræðingar og arkitektar sem og al-
mennir tannlæknar og flugstjórar voru á meðal þeirra
starfshópa sem fengu byr í seglin á síðsta ári.
Dreifing tekna hjá forstjórunum 50 í úrtakinu. Sex
forstjórar eru með tekjur yfir 1 milljón. Langflestir,
eða nær helmingur, eru með tekjur á bilinu frá 500 til
800 þúsund krónur á mánuði.
32